Örasta olíuverðlækkun í 13 ár 3. desember 2004 00:01 Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Ástæða lækkunarinnar er sögð breytingar á heimsmarkaðsverði og styrking krónunnar gangvart dollarnum. Bæði Skeljungur og Olíufélagið lækkuðu bensínlítrann um 1 krónu og 40 aura og dísel lækkaði um 1 krónu og 50 aura. Hjá Olís segjast menn hafa lækkað verð á nánast hverjum einasta degi í vikunni en senda ekki út tilkynningar um það, enda sé misjafnt verð eftir stöðvum. Það sé stefna félagsins að bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma. Þeir talsmenn olíufélaganna sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu erfitt að segja til um hvort að frekari lækkun væri væntanleg, en töldu þó almennt bjartara framundan. Í ljósi þess að bæði dollar og olíuverð virðast í frjálsu falli gæti þó verið svigrúm til frekari lækkunar, en lækkunin nú er einmitt vegna þróunar olíuverðs á heimsmarkaði. Undanfarna tvo sólarhringa hefur lækkun verið umtalsverð, eða um 12% á markaði í New York. Verðið á fatinu er því rúmlega 42 dollar eftir að hafa náð hámarki í kringum 55 dollara í haust. Þetta er jafnframt mesta lækkun olíuverðs á heimsmarkaði frá því árið 1991, þegar Flóastríðinu lauk. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Hjá samtökum olíuríkja, OPEC, virðist ráðamönnum ekki lítast á blikuna. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi eftir viku og í dag var haft eftir háttsettum heimildarmanni inna OPEC að allt eins mætti vænta þess að dregið yrði úr offramleiðslu til að hindra verðhrun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Ástæða lækkunarinnar er sögð breytingar á heimsmarkaðsverði og styrking krónunnar gangvart dollarnum. Bæði Skeljungur og Olíufélagið lækkuðu bensínlítrann um 1 krónu og 40 aura og dísel lækkaði um 1 krónu og 50 aura. Hjá Olís segjast menn hafa lækkað verð á nánast hverjum einasta degi í vikunni en senda ekki út tilkynningar um það, enda sé misjafnt verð eftir stöðvum. Það sé stefna félagsins að bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma. Þeir talsmenn olíufélaganna sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu erfitt að segja til um hvort að frekari lækkun væri væntanleg, en töldu þó almennt bjartara framundan. Í ljósi þess að bæði dollar og olíuverð virðast í frjálsu falli gæti þó verið svigrúm til frekari lækkunar, en lækkunin nú er einmitt vegna þróunar olíuverðs á heimsmarkaði. Undanfarna tvo sólarhringa hefur lækkun verið umtalsverð, eða um 12% á markaði í New York. Verðið á fatinu er því rúmlega 42 dollar eftir að hafa náð hámarki í kringum 55 dollara í haust. Þetta er jafnframt mesta lækkun olíuverðs á heimsmarkaði frá því árið 1991, þegar Flóastríðinu lauk. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Hjá samtökum olíuríkja, OPEC, virðist ráðamönnum ekki lítast á blikuna. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi eftir viku og í dag var haft eftir háttsettum heimildarmanni inna OPEC að allt eins mætti vænta þess að dregið yrði úr offramleiðslu til að hindra verðhrun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira