Ungt fólk í atvinnurekstri 30. október 2004 00:01 Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræðingur, sem er ekki nema 21 árs, festi nýverið kaup á hársnyrtistofunni Feimu í Ásholti 2, en hún útskrifaðist sem hársnyrtir um síðustu jól, dúxaði í sinni deild og varð semídúx yfir skólann. "Ég lærði í Feimu og ákvað að slá til og kaupa þegar stofan var til sölu. Það var reyndar áður en ég útskrifaðist," segir Rán. "Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst best að slá til meðan ég hefði nóga orku og gaman af þessu." Hún segir marga fastakúnna hafa fylgt sér en að kaupa stofu sem nemi hafi bæði kosti og galla, "Fyrir sumum verð ég alltaf bara neminn," segir hún og hlær. "Það breytist þó vonandi smátt og smátt." Rán segir að þetta sé hörkuvinna frá morgni til kvölds en hún hefur hingað til verið ein á stofunni. "Það stendur nú til bóta og ég er að fá manneskju í fullt starf. Maður þarf að vera vakinn og sofinn yfir þessu, fylgjast vel með öllum nýjungum og sækja námskeið. Og ekki síst að vera skapandi sjálfur. Ég hef fengið Magneu Elínardóttur snyrtifræðing til liðs við mig og nú ætlum við að halda námskeið í förðun og snyrtingu," segir Rán. "Við höldum þessi námskeið hér á Feimu, en förum líka í fyrirtæki og hittum hópa úti í bæ ef fólk vill. Námskeiðin snúast um að kenna konum að hugsa um húðina og mála sig, hvort sem er dagsdaglega eða fyrir samkvæmið og sömuleiðis að hugsa um hárið á sér þannig að þær séu alltaf eins og nýkomnar úr hársnyrtingu," segir hún og hlær. "Námskeiðið fer þannig fram að Magnea málar mig og ég greiði henni og svo gera konurnar þetta sjálfar með okkar aðstoð. Það er mjög mikilvægt að kennslan sé ekki bara sýnikennsla og fyrirlestur heldur að þær spreyti sig og fari heim með kunnáttuna í farteskinu." Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í Feimu. Atvinna Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræðingur, sem er ekki nema 21 árs, festi nýverið kaup á hársnyrtistofunni Feimu í Ásholti 2, en hún útskrifaðist sem hársnyrtir um síðustu jól, dúxaði í sinni deild og varð semídúx yfir skólann. "Ég lærði í Feimu og ákvað að slá til og kaupa þegar stofan var til sölu. Það var reyndar áður en ég útskrifaðist," segir Rán. "Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst best að slá til meðan ég hefði nóga orku og gaman af þessu." Hún segir marga fastakúnna hafa fylgt sér en að kaupa stofu sem nemi hafi bæði kosti og galla, "Fyrir sumum verð ég alltaf bara neminn," segir hún og hlær. "Það breytist þó vonandi smátt og smátt." Rán segir að þetta sé hörkuvinna frá morgni til kvölds en hún hefur hingað til verið ein á stofunni. "Það stendur nú til bóta og ég er að fá manneskju í fullt starf. Maður þarf að vera vakinn og sofinn yfir þessu, fylgjast vel með öllum nýjungum og sækja námskeið. Og ekki síst að vera skapandi sjálfur. Ég hef fengið Magneu Elínardóttur snyrtifræðing til liðs við mig og nú ætlum við að halda námskeið í förðun og snyrtingu," segir Rán. "Við höldum þessi námskeið hér á Feimu, en förum líka í fyrirtæki og hittum hópa úti í bæ ef fólk vill. Námskeiðin snúast um að kenna konum að hugsa um húðina og mála sig, hvort sem er dagsdaglega eða fyrir samkvæmið og sömuleiðis að hugsa um hárið á sér þannig að þær séu alltaf eins og nýkomnar úr hársnyrtingu," segir hún og hlær. "Námskeiðið fer þannig fram að Magnea málar mig og ég greiði henni og svo gera konurnar þetta sjálfar með okkar aðstoð. Það er mjög mikilvægt að kennslan sé ekki bara sýnikennsla og fyrirlestur heldur að þær spreyti sig og fari heim með kunnáttuna í farteskinu." Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í Feimu.
Atvinna Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira