Hækkunin á sér fáar hliðstæður 12. október 2004 00:01 Íslensk hlutabréf hafa hækkað mjög í verði á síðustu mánuðum. Úrvalsvísitalan hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Á föstudaginn stóð vísitalan í 3.947 stigum og hafði þá hækkað í tólf daga af síðustu þrettán. Alls hefur vísitalan hækkað um 88 prósent frá byrjun ársins. Á tímabilinu frá 8. október 2003 til 8. október 2004 hækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 114 prósent - fór úr 1.840 stigum í 3.947. Þessi ávöxtun á sér fáar hliðstæður. Markaðurinn ber þess merki að spákaupmennska ráði för. Allir vita að verðið er hátt - en enginn heldur að það lækki. Klassísk merki um eignabólu eru áberandi á íslenska markaðinum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hækkunarhrinan tekur enda. Keyrslan heldur áfram Ekkert lát virðist vera á hækkunum hérlendis þótt greiningardeildir bankanna hafi nú stöðugt þyngri varnaðarorð uppi um að hækkunin kunni að vera gengin úr hófi fram og bent hefur verið á að engin dæmi séu um að viðlíka hækkanir á verðbréfum eins og sést hafa á Íslandi á síðustu misserum endist til langframa. Kröftug niðursveifla eða langt tímabil án hækkana hefur undantekningarlaust fylgt slíkum vexti. Sérfræðingar á hlutabréfamarkaði hafa um langt skeið haldið því fram að verð á íslenskum hlutabréfum sé hátt en aðilar á markaði virðast hvergi ætla að slá af í keyrslunni. Þrátt fyrir þetta eru flestum í fersku minni nýleg dæmi um hvernig fjárfestingar í hlutabréfum geta reynst brigðular. Ævintýraleg hækkun Nasdaq-vísitölunnar árið 1999 gerði marga að margmilljónerum á pappír. Hlutabréf margfölduðust í verði og menn höfðu á orði að meiri áhætta væri fólgin í því að sleppa því að kaupa í áhættusömum hátæknifyrirtækjum en að gera það ekki. Nú stendur Nasdaq í tæplega tvö þúsund stigum, sem er um sextíu prósentum lægra en í byrjun mars árið 2000 þegar hún rauf fimm þúsund stiga múrinn. Ómögulegt að segja til um bakslag Ómögulegt er að segja fyrir um hvort, eða hve lengi, núverandi uppsveifla haldist hér á landi. Reynslan af mörkuðum víða um heim er hins vegar sú að leiðrétting eftir uppsveiflu taki jafnan tvö til þrjú ár og ný uppsveifla getur svo hafist án fyrirvara. "Það trúir því enginn að fyrir tólf mánuðum síðan hafi menn verið með hundrað prósent ávöxtunarkröfu. Þetta eru augljóslega ekki hækkanir sem geta gengið til lengri tíma," segir Þórður Pálsson, forstöðumaður Greiningardeildar KB banka. "Mér sýnist vera ljóst að þessi svakalega miklu viðbrögð við góðum fréttum séu orðin heldur frískleg. Það virðist gleymast stundum að góður árangur er nauðsynlegur til að viðhalda núverandi gengi en réttlætir ekki endilega frekari hækkun," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Atli B. Guðmundsson, hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að einkenni eignabólu á hlutabréfamarkaði hafi ágerst á síðustu vikum og mánuðum. "Út á við eru allir að tala um að verðið sé of hátt en það eru fáir að selja sig út úr markaðinum," segir hann. Spákaupmennska tekur völd Einkenni eignabólu eru þau að verð á fyrirtækjum þróast á allt annan hátt en heilbrigð skynsemi, eða staðreyndir í ársreikningum, segir til um. Spákaupmennska verður allsráðandi á markaði og svokölluð "meiri-bjána-kenning" verður ráðandi í fjárfestingum. Samkvæmt henni skiptir raunveruleg arðsemi fyrirtækja engu máli. Menn kaupa bréf í fyrirtækjum á yfirsprengdu verði þar sem þeir eru sannfærðir um að það sé til einhver á markaðinum sem muni kaupa bréfin á ennþá hærra verði. Eignabólur á markaði koma hagfræðingum sífellt á óvart en fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að spákaupmennska með verðbréf leiðir af sér ákveðna hjarðhyggju. Fjárfestar kaupa í hlutabréfum sem þeir vita að eru allt of dýr en þora ekki annað en að taka þátt í leiknum sökum þess ofsagróða sem í boði er á meðan eignabólan bólgnar. "Það vita auðvitað langflestir núna að góðar líkur eru á því að þetta sé ofmetinn markaður. Maður veit auðvitað aldrei fyrr en eftir á og það er einkenni allra bólna að viðvörunarraddir hafa heyrst lengi áður en þær springa. Það er oft talað um að það sé góður mælikvarði að þegar síðustu viðvörunarraddirnar hafa þagnað lækki markaðurinn á ný," segir Már Mixa hjá SPH. Almenningur með seinni skipunum Þegar slíkt ástand hefur varað í nokkurn tíma er algengt að almenningur taki við sér og hefji þátttöku á hlutabréfamarkaði. Þá er mesta hækkunin jafnan um garð gengin og eftir litlu að slægjast. Og svo springur bólan og markaðir lækka og hafa sumir fjárfestar haft það fyrir reglu að hætta að kaupa hlutabréf þegar fjölskylduboðin fara að snúast um það hvaða hlutabréf sé gott að eiga - og annar hver frændi og frænka með puttana á kaf í spákaupmennsku. Þetta ástand þekkja margir frá því fyrir fjórum til fimm árum en síðan þá hefur almenningur að mestu haldið sig frá hlutabréfakaupum. Þetta kann þó að vera að breytast og telja ýmsir að hlutabréfaverð haldist áfram hátt næstu misseri því sífellt fleiri muni sækja inn á markaðinn til þess að leita að auðfengnum gróða. "Það er sterkur þáttur í svona að menn vilja ekki missa af. Þegar nágranninn er kominn á nýjan Land Cruiser og þú veist að hann er búinn að hagnast um milljónir þá sjá menn að það hefur borgað sig að vera áhættusækinn, jafnvel fífldjarfur, og þeir sem sitja eftir vilja taka þátt," segir Þórður Pálsson. Hann býst við því að einstaklingar muni í auknum mæli sækja inn á hlutabréfamarkaðinn í kjölfar þeirra miklu hækkana sem þar hafa orðið. "Hækkanirnar virka sem hvatning fyrir fólk að taka þátt og jafnvel freistast til að skuldsetja sig en margir hafa brennt sig á því í síðustu uppsveiflu," segir Þórður. Atli Guðmundsson segir að margt hafi breyst frá því í síðustu uppsveiflu. Regluverkið er strangara og almenningur á minni kost á því að taka mikla áhættu. "Stærsti munurinn er að menn eru ekki í óskráðum bréfum," segir Atli. Um aldamótin gengu bréf í fjölmörgum óskráðum fyrirtækjum kaupum og sölum á hinum svokallaða "gráa markaði". Nú geta venjulegir fjárfestar ekki keypt í óskráðum fyrirtækjum. Færri spilapeningar í umferð Edda Rós segir einnig að nú sé ekki eins mikið og áður um að almenningur taki þátt í hlutabréfamarkaðinum. "Þá voru menn svolítið að nota gengishagnað sem þeir höfðu fengið til dæmis úr einkavæðingu bankanna. Það varð til mikill gengishagnaður hjá almenningi sem menn voru tilbúnir til að leggja undir í meiri áhættu af því að það má kannski segja að menn hafi litið á þetta sem einhvers konar spilapeninga," segir Edda Rós. Engin leið er að segja til um hvort íslenski markaðurinn hætti að hækka. Það væri hins vegar einsdæmi í sögunni ef íslenskir fjárfestar sjá fram á mörg misseri í viðbót þar sem hlutabréfaverð tvöfaldast á ársfresti. Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Íslensk hlutabréf hafa hækkað mjög í verði á síðustu mánuðum. Úrvalsvísitalan hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Á föstudaginn stóð vísitalan í 3.947 stigum og hafði þá hækkað í tólf daga af síðustu þrettán. Alls hefur vísitalan hækkað um 88 prósent frá byrjun ársins. Á tímabilinu frá 8. október 2003 til 8. október 2004 hækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 114 prósent - fór úr 1.840 stigum í 3.947. Þessi ávöxtun á sér fáar hliðstæður. Markaðurinn ber þess merki að spákaupmennska ráði för. Allir vita að verðið er hátt - en enginn heldur að það lækki. Klassísk merki um eignabólu eru áberandi á íslenska markaðinum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hækkunarhrinan tekur enda. Keyrslan heldur áfram Ekkert lát virðist vera á hækkunum hérlendis þótt greiningardeildir bankanna hafi nú stöðugt þyngri varnaðarorð uppi um að hækkunin kunni að vera gengin úr hófi fram og bent hefur verið á að engin dæmi séu um að viðlíka hækkanir á verðbréfum eins og sést hafa á Íslandi á síðustu misserum endist til langframa. Kröftug niðursveifla eða langt tímabil án hækkana hefur undantekningarlaust fylgt slíkum vexti. Sérfræðingar á hlutabréfamarkaði hafa um langt skeið haldið því fram að verð á íslenskum hlutabréfum sé hátt en aðilar á markaði virðast hvergi ætla að slá af í keyrslunni. Þrátt fyrir þetta eru flestum í fersku minni nýleg dæmi um hvernig fjárfestingar í hlutabréfum geta reynst brigðular. Ævintýraleg hækkun Nasdaq-vísitölunnar árið 1999 gerði marga að margmilljónerum á pappír. Hlutabréf margfölduðust í verði og menn höfðu á orði að meiri áhætta væri fólgin í því að sleppa því að kaupa í áhættusömum hátæknifyrirtækjum en að gera það ekki. Nú stendur Nasdaq í tæplega tvö þúsund stigum, sem er um sextíu prósentum lægra en í byrjun mars árið 2000 þegar hún rauf fimm þúsund stiga múrinn. Ómögulegt að segja til um bakslag Ómögulegt er að segja fyrir um hvort, eða hve lengi, núverandi uppsveifla haldist hér á landi. Reynslan af mörkuðum víða um heim er hins vegar sú að leiðrétting eftir uppsveiflu taki jafnan tvö til þrjú ár og ný uppsveifla getur svo hafist án fyrirvara. "Það trúir því enginn að fyrir tólf mánuðum síðan hafi menn verið með hundrað prósent ávöxtunarkröfu. Þetta eru augljóslega ekki hækkanir sem geta gengið til lengri tíma," segir Þórður Pálsson, forstöðumaður Greiningardeildar KB banka. "Mér sýnist vera ljóst að þessi svakalega miklu viðbrögð við góðum fréttum séu orðin heldur frískleg. Það virðist gleymast stundum að góður árangur er nauðsynlegur til að viðhalda núverandi gengi en réttlætir ekki endilega frekari hækkun," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Atli B. Guðmundsson, hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að einkenni eignabólu á hlutabréfamarkaði hafi ágerst á síðustu vikum og mánuðum. "Út á við eru allir að tala um að verðið sé of hátt en það eru fáir að selja sig út úr markaðinum," segir hann. Spákaupmennska tekur völd Einkenni eignabólu eru þau að verð á fyrirtækjum þróast á allt annan hátt en heilbrigð skynsemi, eða staðreyndir í ársreikningum, segir til um. Spákaupmennska verður allsráðandi á markaði og svokölluð "meiri-bjána-kenning" verður ráðandi í fjárfestingum. Samkvæmt henni skiptir raunveruleg arðsemi fyrirtækja engu máli. Menn kaupa bréf í fyrirtækjum á yfirsprengdu verði þar sem þeir eru sannfærðir um að það sé til einhver á markaðinum sem muni kaupa bréfin á ennþá hærra verði. Eignabólur á markaði koma hagfræðingum sífellt á óvart en fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að spákaupmennska með verðbréf leiðir af sér ákveðna hjarðhyggju. Fjárfestar kaupa í hlutabréfum sem þeir vita að eru allt of dýr en þora ekki annað en að taka þátt í leiknum sökum þess ofsagróða sem í boði er á meðan eignabólan bólgnar. "Það vita auðvitað langflestir núna að góðar líkur eru á því að þetta sé ofmetinn markaður. Maður veit auðvitað aldrei fyrr en eftir á og það er einkenni allra bólna að viðvörunarraddir hafa heyrst lengi áður en þær springa. Það er oft talað um að það sé góður mælikvarði að þegar síðustu viðvörunarraddirnar hafa þagnað lækki markaðurinn á ný," segir Már Mixa hjá SPH. Almenningur með seinni skipunum Þegar slíkt ástand hefur varað í nokkurn tíma er algengt að almenningur taki við sér og hefji þátttöku á hlutabréfamarkaði. Þá er mesta hækkunin jafnan um garð gengin og eftir litlu að slægjast. Og svo springur bólan og markaðir lækka og hafa sumir fjárfestar haft það fyrir reglu að hætta að kaupa hlutabréf þegar fjölskylduboðin fara að snúast um það hvaða hlutabréf sé gott að eiga - og annar hver frændi og frænka með puttana á kaf í spákaupmennsku. Þetta ástand þekkja margir frá því fyrir fjórum til fimm árum en síðan þá hefur almenningur að mestu haldið sig frá hlutabréfakaupum. Þetta kann þó að vera að breytast og telja ýmsir að hlutabréfaverð haldist áfram hátt næstu misseri því sífellt fleiri muni sækja inn á markaðinn til þess að leita að auðfengnum gróða. "Það er sterkur þáttur í svona að menn vilja ekki missa af. Þegar nágranninn er kominn á nýjan Land Cruiser og þú veist að hann er búinn að hagnast um milljónir þá sjá menn að það hefur borgað sig að vera áhættusækinn, jafnvel fífldjarfur, og þeir sem sitja eftir vilja taka þátt," segir Þórður Pálsson. Hann býst við því að einstaklingar muni í auknum mæli sækja inn á hlutabréfamarkaðinn í kjölfar þeirra miklu hækkana sem þar hafa orðið. "Hækkanirnar virka sem hvatning fyrir fólk að taka þátt og jafnvel freistast til að skuldsetja sig en margir hafa brennt sig á því í síðustu uppsveiflu," segir Þórður. Atli Guðmundsson segir að margt hafi breyst frá því í síðustu uppsveiflu. Regluverkið er strangara og almenningur á minni kost á því að taka mikla áhættu. "Stærsti munurinn er að menn eru ekki í óskráðum bréfum," segir Atli. Um aldamótin gengu bréf í fjölmörgum óskráðum fyrirtækjum kaupum og sölum á hinum svokallaða "gráa markaði". Nú geta venjulegir fjárfestar ekki keypt í óskráðum fyrirtækjum. Færri spilapeningar í umferð Edda Rós segir einnig að nú sé ekki eins mikið og áður um að almenningur taki þátt í hlutabréfamarkaðinum. "Þá voru menn svolítið að nota gengishagnað sem þeir höfðu fengið til dæmis úr einkavæðingu bankanna. Það varð til mikill gengishagnaður hjá almenningi sem menn voru tilbúnir til að leggja undir í meiri áhættu af því að það má kannski segja að menn hafi litið á þetta sem einhvers konar spilapeninga," segir Edda Rós. Engin leið er að segja til um hvort íslenski markaðurinn hætti að hækka. Það væri hins vegar einsdæmi í sögunni ef íslenskir fjárfestar sjá fram á mörg misseri í viðbót þar sem hlutabréfaverð tvöfaldast á ársfresti.
Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira