Innlent

2 mánuðir og 17 milljónir

Rúmlega fimmtugur maður var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og til greiðslu rúmlega 17 milljóna króna fyrir að hafa ekki staðið skil á greiðslu virðisaukaskatts og staðgreiðslu opinberra gjalda á árunum 2001 og 2002. Hann var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélags á þessum árum og stakk á þessu tímabili tæplega sex milljónum krónum undan greiðslu virðisaukaskatts og tæplega þremur milljónum undan staðgreiðslu opinberra gjalda. Maðurinn játaði brot sitt. Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára en 17 milljóna króna sektargreiðslu þarf maðurinn að reiða fram innan fjögurra vikna, en fara ella í fangelsi í átta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×