Innlent

Amfetamínið 150 milljóna virði

Smásöluandvirði amfetamínsins, sem lögreglan og tollgæslan hafa gert upptækt við rannsókn fíkniefnamálsins sem greint var frá í gær, hefði numið allt að 150 milljónum króna miðað við að efnið hafi komið óblandað til landsins. Alls voru ellefu kíló af amfetamíni gerð upptæk, tvö þúsund skammtar af LSD og verulegt magn af kókaíni, eins og lögreglan orðar það, auk þess sem lagt var hald á kíló af kókaíni í Hollandi í tengslum við rannsókn málsins. Búið er að leggja hald á rúm fimmtán kíló af amfetamíni það sem af er árinu, sem er meira en nokkru sinni fyrr. Sumir þeirra sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins hafa áður komið við sögu í stórum fíkniefnamálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×