Lífið

Markaðshlutdeild sjóðsins minni

MYND/Vísir
Markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs virðist hafa dregist töluvert saman samkvæmt hreyfingarskýrslu Íbúðalánasjóðs sem birt var í dag. Samkvæmt henni er samdráttur í innkomnum umsóknum um fasteignaveðbréf 44% í september miðað við sama tíma í fyrra. Innkomnar umsóknir nú í september nema 434 samanborið við 778 umsóknir á sama tíma í fyrra. KB banki greinir frá þessu. Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í innkomnum umsóknum hefur útgáfan verið töluverð, eða um 3,3 milljarðar samanborið við 3,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Hins vegar liggja tiltölulega fáar umsóknir á bak við útgáfu fasteignaveðbréfa, eða 600 umsóknir samanborið 893 á sama tíma í fyrra. Meðal fasteignaveðbréfið hefur hækkað úr 4,2 milljónum í september í fyrra upp í 5,5 milljónir nú. Þetta gæti bent til þess að töluverðar uppgreiðslur eigi sér stað að sögn KB banka en líklegt sé að í kjölfar lægri vaxta kjósi íbúðakaupendur að greiða upp eldri lán með útgáfu nýrra bréfa. Þannig virðist vera töluvert um það að einstaklingar hafi verið að endurfjármagna óhagstæðari eldri lán með útgáfu nýrra. Í september hefur velta á fasteignamarkaði numið 9 milljörðum. Ef gert er ráð fyrir um 70% veðsetningarhlutfalli er markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs því um 50% nú í september. Þannig hefur lækkun vaxta leitt til aukinnar veltu á fasteignamarkaði auk þess sem líklegt er að töluverðar uppgreiðslur séu nú til staðar samkvæmt tilkynningu KB banka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.