Lífið

Fyrsta útboð íbúðabréfa

Fyrsta útboði á íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs er lokið. Bréfin voru seld erlendum fjárfestum í lokuðu útboði. Íbúðabréf HFF 150644 voru boðin út í lokuðu útboði fyrir fimm milljarða króna að markaðsvirði. Heildarávöxtunarkrafa þeirra ásamt þóknun er tæplega fjögur prósent. Samið var við Íslandsbanka í London og Deutsche Bank í London um sölu á útboðinu til fjárfesta á erlendri grundu. Voru það þessir tveir aðilar, Íslandsbanki og Deutsche Bank, sem sölutryggðu útboðið. Ætla má að kjör á lánum til einstaklinga batni í kjölfar útboðsins. Vextir íbúðalánanna ættu að verða í kringum fjögur og hálft prósent ef miðað er við að Íbúðalánasjóður taki 0,60 prósentustig álag. Vextirnir eru 4,8 prósent í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.