Maður verður að vera kátur 21. júlí 2004 00:01 Fagurt sumarkvöld við sunnanverðan Breiðafjörð. Sólin er að skríða fram hjá Kirkjufellinu og stefnir í sjóinn yfir Melrakkaey. Þótt orðið sé áliðið kvölds telur Finni veitingamaður í Krákunni í Grundarfirði ekkert sjálfsagðara en að reiða fram humarsúpu og aðrar himneskar kræsingar handa hungruðu langferðafólki. "Við afgreiðum ferðamenn með mat alveg þar til við lokum og höfum lent í að vera að matreiða handa þeim klukkan þrjú að nóttu. Það er leiðinleg kynning fyrir land og þjóð að einungis sé hægt að drekka á nóttunni en ekki fá neitt að borða," segir hann. Aðspurður segir hann opið í Krákunni til 1 öll kvöld og 3-4 um helgar. Þá eru stundum böll. "En hér eru yfirleitt aldrei læti," segir Finni. "Ef einu sinni þarf að setja mann út þá kemur hann ekki hér inn aftur og það fréttist," bætir hann við. Finni ólst upp á Siglufirði en hefur lengst af búið í Grundarfirði. "Reyndar erum við hjónin búin að flytja þrisvar til Reykjavíkur en komum alltaf til baka," segir hann. Nú hafa þau verið þar samfleytt frá 1991, þá keyptu þau húsið sem Krákan er í að nokkru leyti hálfklárað og það var í 24. sinn sem þau byggðu eða gerðu upp hús. Við erum búin að taka til hendinni enda er hjónabandið gott. Við höfum aldrei haft tíma til að rífast," segir Finni og hlær. Hann er smiður að mennt og kveðst hafa byrjað fjórtán ára að læra hjá móðurbróður sínum. "Hann gerði allt vel sem hann gerði og við nemendurnir komumst ekki upp með neitt fúsk heldur," segir hann. Vandvirknina hefur Finni fært yfir í veitingareksturinn því allt virðist ganga smurt á Krákunni. Það er bara hann sjálfur sem ekki gengur smurt, heldur stingur illilega við. Spurður um ástæðuna svarar hann glettinn. "Þetta byrjaði þegar ég var í fimleikum, ungur maður. Mér hefur verið tjaslað saman aftur og aftur. Ég tel að ef ég dræpist þá væru þeir svo hræddir um að missa völdin, hvort sem væri uppi eða niðri. Því hef ég fengið að vera kyrr. Maður verður að vera kátur. Helmingurinn af þessu lífi er að vera kátur." Ferðalög Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fagurt sumarkvöld við sunnanverðan Breiðafjörð. Sólin er að skríða fram hjá Kirkjufellinu og stefnir í sjóinn yfir Melrakkaey. Þótt orðið sé áliðið kvölds telur Finni veitingamaður í Krákunni í Grundarfirði ekkert sjálfsagðara en að reiða fram humarsúpu og aðrar himneskar kræsingar handa hungruðu langferðafólki. "Við afgreiðum ferðamenn með mat alveg þar til við lokum og höfum lent í að vera að matreiða handa þeim klukkan þrjú að nóttu. Það er leiðinleg kynning fyrir land og þjóð að einungis sé hægt að drekka á nóttunni en ekki fá neitt að borða," segir hann. Aðspurður segir hann opið í Krákunni til 1 öll kvöld og 3-4 um helgar. Þá eru stundum böll. "En hér eru yfirleitt aldrei læti," segir Finni. "Ef einu sinni þarf að setja mann út þá kemur hann ekki hér inn aftur og það fréttist," bætir hann við. Finni ólst upp á Siglufirði en hefur lengst af búið í Grundarfirði. "Reyndar erum við hjónin búin að flytja þrisvar til Reykjavíkur en komum alltaf til baka," segir hann. Nú hafa þau verið þar samfleytt frá 1991, þá keyptu þau húsið sem Krákan er í að nokkru leyti hálfklárað og það var í 24. sinn sem þau byggðu eða gerðu upp hús. Við erum búin að taka til hendinni enda er hjónabandið gott. Við höfum aldrei haft tíma til að rífast," segir Finni og hlær. Hann er smiður að mennt og kveðst hafa byrjað fjórtán ára að læra hjá móðurbróður sínum. "Hann gerði allt vel sem hann gerði og við nemendurnir komumst ekki upp með neitt fúsk heldur," segir hann. Vandvirknina hefur Finni fært yfir í veitingareksturinn því allt virðist ganga smurt á Krákunni. Það er bara hann sjálfur sem ekki gengur smurt, heldur stingur illilega við. Spurður um ástæðuna svarar hann glettinn. "Þetta byrjaði þegar ég var í fimleikum, ungur maður. Mér hefur verið tjaslað saman aftur og aftur. Ég tel að ef ég dræpist þá væru þeir svo hræddir um að missa völdin, hvort sem væri uppi eða niðri. Því hef ég fengið að vera kyrr. Maður verður að vera kátur. Helmingurinn af þessu lífi er að vera kátur."
Ferðalög Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira