Þungarokk í belgískri sveit 7. júlí 2004 00:01 Fannar Örn Karlsson er nítján ára og liðsmaður í Götuhernaðinum. Hann fór á tónleika og rankaði svo við sér matar- og húsnæðislaus í belgískri sveit. "Ég fór til Belgíu með félögum mínum á IPER Hardcore Festival þar sem er einkum leikið svæsið þungarokk og svo fréttum við af tónleikum með íslensku hljómsveitinni I-Adapt sem var á Evróputúr. Þetta voru pínulítilir tónleikar í pínulitlum bæ en við vorum kátir og ákváðum að skella okkur. Bærinn var svo lítill að þar var ekki einu sinni lestarstöð heldur þurftum við nánast að hoppa út úr lestinni á ferð. Tónleikarnir voru frábærir en þegar þeim var lokið komumst við að því að bærinn var of lítill til að það borgaði sig að hafa þar hótel. Við vorum sem sagt lengst úti í sveit í Belgíu, með enga gistingu og matarlausir því það var auðvitað löngu búið að loka einu búðinni í bænum. Þetta bjargaðist þannig að félagar okkar í hljómsveitinni þekktu fólk sem var til í að skjóta skjólshúsi yfir okkur. Það fólk bjó langt í burtu, eiginlega í úthverfinu af þessu smáþorpi og við þurftum fyrst að taka lest og svo fara hálftíma í bíl. Við enduðum heima hjá þessu fólki, fengum að gista og borða og þau voru mjög góð við okkur þannig að þetta fór allt vel." En skyldi Fannar ætla að ferðast eitthvað í sumar? "Ég var að koma frá Danmörku og ætla til Bretlands að vinna fyrir þungarokkshljómsveit, selja boli og þess háttar. Annars fer sumarið hjá mér aðallega í það að vinna með Götuhernaðinum," segir Fannar og er búinn að tryggja sér bed-and-breakfast í Bretlandi. Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fannar Örn Karlsson er nítján ára og liðsmaður í Götuhernaðinum. Hann fór á tónleika og rankaði svo við sér matar- og húsnæðislaus í belgískri sveit. "Ég fór til Belgíu með félögum mínum á IPER Hardcore Festival þar sem er einkum leikið svæsið þungarokk og svo fréttum við af tónleikum með íslensku hljómsveitinni I-Adapt sem var á Evróputúr. Þetta voru pínulítilir tónleikar í pínulitlum bæ en við vorum kátir og ákváðum að skella okkur. Bærinn var svo lítill að þar var ekki einu sinni lestarstöð heldur þurftum við nánast að hoppa út úr lestinni á ferð. Tónleikarnir voru frábærir en þegar þeim var lokið komumst við að því að bærinn var of lítill til að það borgaði sig að hafa þar hótel. Við vorum sem sagt lengst úti í sveit í Belgíu, með enga gistingu og matarlausir því það var auðvitað löngu búið að loka einu búðinni í bænum. Þetta bjargaðist þannig að félagar okkar í hljómsveitinni þekktu fólk sem var til í að skjóta skjólshúsi yfir okkur. Það fólk bjó langt í burtu, eiginlega í úthverfinu af þessu smáþorpi og við þurftum fyrst að taka lest og svo fara hálftíma í bíl. Við enduðum heima hjá þessu fólki, fengum að gista og borða og þau voru mjög góð við okkur þannig að þetta fór allt vel." En skyldi Fannar ætla að ferðast eitthvað í sumar? "Ég var að koma frá Danmörku og ætla til Bretlands að vinna fyrir þungarokkshljómsveit, selja boli og þess háttar. Annars fer sumarið hjá mér aðallega í það að vinna með Götuhernaðinum," segir Fannar og er búinn að tryggja sér bed-and-breakfast í Bretlandi.
Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira