Sport

Sex mörk ÍBV í fyrri hálfleik

Eyjastelpur héldu áfram markaveislu sinni á heimavelli sínum við Hástein. ÍBV-liðið hefur spilað fjóra leiki og unnið þá með markatölunni, 33–1.  ÍBV-liðið er nú fjórum stigum á eftir Val sem er á toppnum en næsti leikur er stórleikur liðanna á Hlíðarenda næstkomandi mánudag. Fórnarlömb gærkvöldsins voru úr Fjölni og endaði leikurinn með 6–0 sigri ÍBV. Elín Anna Steinarsdóttir skoraði þrennu annan heimaleikinn í röð og Olga Færseth bætti við tveimur mörkum. Karen Burke skoraði síðan sjötta markið beint úr hornspyrnu. Öll sex mörk Eyjaliðsins komu í fyrri hálfleik en ÍBV-liðinu tókst ekki að skora á móti vindinum í þeim seinni. ÍBV-Fjölnir 6-0 1–0 Elín Anna Steinarsdóttir 6. 2–0 Karen Burke 12. 3–0 Elín Anna Steinarsdóttir 18. 4–0 Elín Anna Steinarsdóttir 20. 5–0 Olga Færseth 36. 6–0 Olga Færseth 39. Best á vellinum Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark)  29–1 (11–1) Horn 10–0 Aukaspyrnur fengnar 3–4 Rangstöður 6–0 Mjög góðar Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Góðar Olga Færseth ÍBV Karen Burke ÍBV Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×