Erlent

Bush sækir á Kerry

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sækir nú á ný á John Kerry samkvæmt nýrri könnun CBS. Fyrir mánuði var átta prósentu munur á þeim en nú er Kerry með 45% fylgi og Bush 44%. Batnandi efnahagur er sagður koma Bush til góða en þrátt fyrir það eru aðeins fjörutíu og tvö prósent aðspurðra ánægð með störf hans og hefur ánægjan aldrei mælst minni. Gott gengi Kerrys hefur að því er virðist lítið með hann sjálfan að gera enda hefur stór hluti kjósenda enn sem komið er enga skoðun á honum persónulega. Ástæða þess að fleiri kveðast ætla að kjósa hann en Bush er fremur vegna andstöðu viðkomandi kjósenda við Bush.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×