Sport

KR upp fyrir Breiðablik í 3. sætið

KR-konur komust upp fyrir Breiðablik í 3. sæti Landsbankadeild kvenna með 4-1 sigri í innbyrðisleik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. KR er nú með tíu stig, fimm stigum á eftir toppliði Vals en einu stigi á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Fjórir leikmenn Íslandsmeistaranna voru á skotskónum í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir átti mjög góðan leik fyrir KR ásamt Eddu Garðarsdóttur en Hólmfríður hefur lagt upp sjö mörk KR-liðsins í síðsutu tveimur leikjum þar af tvö gegn Breiðabliki í kvöld. KR var sterkara liðið en nýtti engu að síður færin sín mjög vel. Breiðabliksliðið náði sér ekki á strik en sótti í sig veðrið í lokin. Það sem skipti máli í leiknum:KR-Breiðablik 4-1 (2-0) 1-0 Guðlaug Jónsdóttir (16.) 2-0 Sif Atladóttir (41.) 3-0 Katrín Ómarsdóttir (63.) 4-0 Anna Berglind Jónsdóttir (77.) 4-1 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (88.) Best á vellinum: Hólmfríður Magnúsdóttir, KR Tölfræðin: Skot (á mark): 10-11 (5-3) Horn: 4-4 Aukaspyrnur fengnar: 6-13 Rangstöður: 3-5 Mjög góðar: Hólmfríður Magnúsdóttir, KR Edda Garðarsdóttir, KR Sandra Sif Magnúsdóttir, Breiðabliki Góðar: Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR Guðný Guðleif Einarsdóttir, KR Katrín Ómarsdóttir, KR Sif Atladóttir, KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×