Sport

KR vann stóran sigur á FH

Kvennalið KR vann stórsigur á FH í lokaleik fjórðu umferðar Landsbankadeildar kvenna en leikurinn fór fram á óvenjulegum tíma, klukkan 11.00 á þjóðhátíðardegi Íslands. Hólmríður Magnúsdóttir skoraði fernu í 11-2 sigri Íslandsmeistaranna sem hafa sjö stig í 4. sæti deildarinnar. FH jafnaði leikinn í 1-1 og minnkaði muninn í 2-3 þegar 26 mínútur voru liðnar en KR-liðið skoraði átta síðustu mörkin í þessum leik. KR hafði aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum en þær bættu heldur betur úr því í Kaplakrika í gær. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði 4 mörk og lagði upp önnur fimm fyrir félaga sína en aðrar sem voru á skotskónum hjá KR í morgun voru þær Guðlaug Jónsdóttir (3 mörk), Edda Garðarsdóttir (2 mörk), Katrín Ómarsdóttir og Sif Atladóttir. Elín Svavarsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir skoruðu fyrstu mörk FH á tímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×