Viðskipti

„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“

Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína.

Viðskipti innlent

Best að líta á sparnaðar­reikninga eins og bland í poka

Lektor í við­skipta­fræði við Há­skóla Ís­lands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér ó­verð­tryggða eða verð­tryggða sparnaðar­reikninga á þeim verð­bólgu­tímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjöl­breytta sparnaðar­reikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða.

Viðskipti innlent

Ís í brauð­formi búinn að rjúfa þúsund króna múrinn

Stór ís í brauð­formi með súkku­laði­dýfu og lakkrískurli hefur rofið þúsund króna múrinn víða í ís­búðum á höfuð­borgar­svæðinu á meðan stór bragða­refur kostar sum staðar meira en tvö þúsund krónur. Vísir gerði ó­form­lega verð­könnun meðal nokkurra ís­búða en þar er skammt stórra högga á milli, ísinn hefur hækkað í verði eins og flestar vörur landsins.

Neytendur

Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bíl­stjórum að skrá sig hjá Hopp

Fram­kvæmda­stjóri Hopp leigubíla segist ekki rang­túlka lög um leigu­bíla líkt og fram­kvæmda­stjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðva­skylda sem fram­kvæmda­stjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigu­bíl­stjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálf­stætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bíl­stjórum sínum að skrá sig hjá Hopp.

Viðskipti innlent

Kaupa hlut Hannesar í Lind fast­eigna­sölu

Stærstu hlut­hafar fast­eigna­sölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðar­son og Þórarinn Arnar Sæ­vars­son undir for­merkjum fjár­festingar­fé­lagsins IREF, hafa keypt hlut Hannesar Stein­dórs­sonar í fast­eigna­sölunni Lind.

Viðskipti innlent

Skoðar að selja á­fengi til mat­vöru­verslana

For­stjóri Öl­gerðarinnar segir að fyrir­tækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja á­fengi til mat­vöru­verslana í kjöl­far yfir­lýsingar ráð­herra um lög­mæti sölunnar. Öl­gerðin hefur hingað til ekki selt á­fengi til net­verslana vegna ó­vissu um lög­mæti hennar.

Viðskipti innlent

Bíl­stjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp

Fram­kvæmda­stjóri Hreyfils segir að fyrir­tækið sam­þykki ekki að leigu­bíl­stjórar sem hafi stöð­var­pláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir fram­kvæmda­stjóra Hopp rang­túlka lög um leigu­bíla.

Viðskipti innlent

Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega

Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag.

Viðskipti innlent

Hag­kaup bætist í hóp verslana sem selja á­fengi

Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt.

Neytendur