Rússar herða sultarólina Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 17:01 Verð á matvælum í Rússlandi hefur hækkað mjög á árinu og er búist við að verðlag muni hækka áfram. AP Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. Við síðustu vaxtahækkun sögðust forsvarsmenn seðlabankans hafa áhyggjur af því að verðlag hefði hækkað um tólf prósent. Samkvæmt spám bankans er talið að verðbólga verði um 7,5 prósent út næst ár. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að líklega verði verðbólgan hærri í rauninni. Einn viðmælandi fréttaveitunnar, Roxana Gheltkova, sem rætt var við í verslun í Moskvu, segir matvælaverð hafa hækkað um fjórðung. Aðspurð um hvort ellilífeyrir hennar dugði til að eiga í sig og á sagði hún svo ekki vera. Hún fengi hjálp frá börnum sínum. Hér að neðan má sjá svör annarra Rússa sem spurðir voru út í verðlag. Samkvæmt opinberum tölum hafa kálhausar hækkað um 74 prósent, appelsínur um 72 prósent og gúrkur um 47 prósent. Hagkerfi Rússlands hefur verið undir miklum þrýstingi vegna innrásarinnar í Úkraínu og vegna umfangsmikilla refsiaðgerða sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar. Áhrif þessara aðgerða á efnahag Rússlands hafa þó dregist saman að undanförnu. Rússneska þingið samþykkti nýverið fjárlög fyrir næstu þrjú ár, 2024-2026, og eru fjárútlát til varnarmála og hergagnaframleiðslu í methæðum. Sérfræðingar segja það benda til þess að verðlag muni hækka áfram í Rússlandi. Einn rússneskur hagfræðingur sem býr í Lettlandi sagði AP að ómögulegt væri að berjast gegn verðbólgu á meðan hergagnaframleiðsla fær endalaust fjármagn og hagkerfið vex þar af leiðandi mjög hratt. Þar að auki hafi virði rússnesku rúblunnar lækkað, sem geri innflutning dýrari. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Við síðustu vaxtahækkun sögðust forsvarsmenn seðlabankans hafa áhyggjur af því að verðlag hefði hækkað um tólf prósent. Samkvæmt spám bankans er talið að verðbólga verði um 7,5 prósent út næst ár. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að líklega verði verðbólgan hærri í rauninni. Einn viðmælandi fréttaveitunnar, Roxana Gheltkova, sem rætt var við í verslun í Moskvu, segir matvælaverð hafa hækkað um fjórðung. Aðspurð um hvort ellilífeyrir hennar dugði til að eiga í sig og á sagði hún svo ekki vera. Hún fengi hjálp frá börnum sínum. Hér að neðan má sjá svör annarra Rússa sem spurðir voru út í verðlag. Samkvæmt opinberum tölum hafa kálhausar hækkað um 74 prósent, appelsínur um 72 prósent og gúrkur um 47 prósent. Hagkerfi Rússlands hefur verið undir miklum þrýstingi vegna innrásarinnar í Úkraínu og vegna umfangsmikilla refsiaðgerða sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar. Áhrif þessara aðgerða á efnahag Rússlands hafa þó dregist saman að undanförnu. Rússneska þingið samþykkti nýverið fjárlög fyrir næstu þrjú ár, 2024-2026, og eru fjárútlát til varnarmála og hergagnaframleiðslu í methæðum. Sérfræðingar segja það benda til þess að verðlag muni hækka áfram í Rússlandi. Einn rússneskur hagfræðingur sem býr í Lettlandi sagði AP að ómögulegt væri að berjast gegn verðbólgu á meðan hergagnaframleiðsla fær endalaust fjármagn og hagkerfið vex þar af leiðandi mjög hratt. Þar að auki hafi virði rússnesku rúblunnar lækkað, sem geri innflutning dýrari.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira