Flestir sem missa vinnuna á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 16:29 Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant vildi ekki upplýsa um hversu margir á starfsstöð félagsins á Íslandi misstu vinnuna í morgun. Controlant Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. „Við tókum þátt í að dreifa og vakta bóluefni fyrir Pfizer þegar faraldurinn skall á og þetta var mjög stórt og viðamikið verkefni sem krafðist mikils mannafla. Við uxum mjög hratt á stuttum tíma og byrjuðum 60 þegar faraldurinn skall á og fórum yfir 500 starfsmenn,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, en nú starfa þar 450 starfsmenn. Félagið tilkynnti það síðdegis að 80 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í morgun, eftir að fréttastofa greindi frá því um hádegisbil. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Holtasmára í Kópavogi en einnig með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi. Fyrirtækið þurfi ekki að vera svona stórt fyrir verkefni 2024 Gísli segir vöxtinn hafa verið gríðarlegan og á þessum tíma hafi fyrirtækið byggt upp vörur, lausnir og mikla þekkingu. Eftirspurn eftir bóluefnum gegn Covid-19 hafi minnkað hraðar en þær sviðsmyndir sem fyrirtækið vann eftir gerðu ráð fyrir. „Þar af leiðandi þarf fyrirtækið ekki að vera eins stórt farandi inn í þau verkefni sem eru fram undan á næsta ári. Það var óhjákvæmilegt hjá okkur að aðlaga stærð fyrirtækisins að þeim verkefnum sem við erum að fara inn í á næsta ári. Þar af leiðandi þurftum við að fækka um 80 manns hjá fyrirtækinu,“ segir Gísli. Samkvæmt heimildum fréttastofu greip um sig ringulreið í höfuðstöðvum Controlant og margir voru í miklu uppnámi.Vísir/Arnar Er þessi fækkun bara hjá starfsstöðvum á Íslandi eða víðar? „Hún er víðar en stærsti hlutinn er á Íslandi sem er í rauninni bara í samhengi við það að þegar faraldurinn skall á réðum við langmest á Íslandi í það verkefni,“ segir hann. Geturðu sagt mér hvað þetta eru margir hér á landi sem missa vinnuna? „Nei, ég bara vísa í tilkynninguna sem við sendum.“ Uppsagnir þvert á fyrirtækið Hann segir nýjan kafla nú vera að hefjast hjá félaginu, sem miði að því að komast út úr „Covid-fasa.“ „Við erum að þjónusta átta af stærstu lyfjafyrirtækjum heims og það er mikil eftirspurn eftir okkar vörum. Þessi grunnstarfsemi, þessar grunnlausnir, það hefur verið að byggjast mjög hratt upp í gegnum Covid. Við viljum halda áfram þeirri vegferð. Við sjáum fram á að fyrir utan Covid verði töluverður tekjuvöxtur. Þessi fjármögnun er í raun bara til að byggja upp áframhaldandi þróun og markaðssóknir á kjarnastarfsemi félagsins,“ segir Gísli og vísar þar til þess sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi tryggt 11 milljarða króna fjármögnun. Uppsagnirnar séu þvert á fyrirtækið. Þegar ráðið var inn vegna Covid-verkefna hafi það verið þvert á fyrirtækið og uppsagnirnar það þar af leiðandi líka. „Við erum í dag að kveðja góða samstarfsfélaga með miklum trega, sem hafa áorkað mjög mikið saman og tryggt örugga dreifingu á sex milljónum bóluefnaskammta.“ Hvernig var andinn í höfuðstöðvunum í morgun? „Hann var bara eftir aðstæðum,“ segir Gísli. Inntur eftir því hvort von sé á frekari breytingum segir hann þessar breytingar og fjármögnunina sem tilkynnt var um síðdegis til þess fallnar að stuðla að sjálfbærum rekstri til framtíðar. „Ég vil þakka því frábæra starfsfólki sem við kveðjum í dag. Þau hafa sýnt mikinn styrk og elju í gegn um faraldurinn og það er erfitt að kveðja þau. Ég held að mörg fyrirtæki á Íslandi yrðu lánsöm að fá þau.“ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40 Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Við tókum þátt í að dreifa og vakta bóluefni fyrir Pfizer þegar faraldurinn skall á og þetta var mjög stórt og viðamikið verkefni sem krafðist mikils mannafla. Við uxum mjög hratt á stuttum tíma og byrjuðum 60 þegar faraldurinn skall á og fórum yfir 500 starfsmenn,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, en nú starfa þar 450 starfsmenn. Félagið tilkynnti það síðdegis að 80 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í morgun, eftir að fréttastofa greindi frá því um hádegisbil. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Holtasmára í Kópavogi en einnig með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi. Fyrirtækið þurfi ekki að vera svona stórt fyrir verkefni 2024 Gísli segir vöxtinn hafa verið gríðarlegan og á þessum tíma hafi fyrirtækið byggt upp vörur, lausnir og mikla þekkingu. Eftirspurn eftir bóluefnum gegn Covid-19 hafi minnkað hraðar en þær sviðsmyndir sem fyrirtækið vann eftir gerðu ráð fyrir. „Þar af leiðandi þarf fyrirtækið ekki að vera eins stórt farandi inn í þau verkefni sem eru fram undan á næsta ári. Það var óhjákvæmilegt hjá okkur að aðlaga stærð fyrirtækisins að þeim verkefnum sem við erum að fara inn í á næsta ári. Þar af leiðandi þurftum við að fækka um 80 manns hjá fyrirtækinu,“ segir Gísli. Samkvæmt heimildum fréttastofu greip um sig ringulreið í höfuðstöðvum Controlant og margir voru í miklu uppnámi.Vísir/Arnar Er þessi fækkun bara hjá starfsstöðvum á Íslandi eða víðar? „Hún er víðar en stærsti hlutinn er á Íslandi sem er í rauninni bara í samhengi við það að þegar faraldurinn skall á réðum við langmest á Íslandi í það verkefni,“ segir hann. Geturðu sagt mér hvað þetta eru margir hér á landi sem missa vinnuna? „Nei, ég bara vísa í tilkynninguna sem við sendum.“ Uppsagnir þvert á fyrirtækið Hann segir nýjan kafla nú vera að hefjast hjá félaginu, sem miði að því að komast út úr „Covid-fasa.“ „Við erum að þjónusta átta af stærstu lyfjafyrirtækjum heims og það er mikil eftirspurn eftir okkar vörum. Þessi grunnstarfsemi, þessar grunnlausnir, það hefur verið að byggjast mjög hratt upp í gegnum Covid. Við viljum halda áfram þeirri vegferð. Við sjáum fram á að fyrir utan Covid verði töluverður tekjuvöxtur. Þessi fjármögnun er í raun bara til að byggja upp áframhaldandi þróun og markaðssóknir á kjarnastarfsemi félagsins,“ segir Gísli og vísar þar til þess sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi tryggt 11 milljarða króna fjármögnun. Uppsagnirnar séu þvert á fyrirtækið. Þegar ráðið var inn vegna Covid-verkefna hafi það verið þvert á fyrirtækið og uppsagnirnar það þar af leiðandi líka. „Við erum í dag að kveðja góða samstarfsfélaga með miklum trega, sem hafa áorkað mjög mikið saman og tryggt örugga dreifingu á sex milljónum bóluefnaskammta.“ Hvernig var andinn í höfuðstöðvunum í morgun? „Hann var bara eftir aðstæðum,“ segir Gísli. Inntur eftir því hvort von sé á frekari breytingum segir hann þessar breytingar og fjármögnunina sem tilkynnt var um síðdegis til þess fallnar að stuðla að sjálfbærum rekstri til framtíðar. „Ég vil þakka því frábæra starfsfólki sem við kveðjum í dag. Þau hafa sýnt mikinn styrk og elju í gegn um faraldurinn og það er erfitt að kveðja þau. Ég held að mörg fyrirtæki á Íslandi yrðu lánsöm að fá þau.“
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40 Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05