Viðskipti

Helmingi minni sykur í Pepsí árið 2030

Gosdrykkjaframleiðandinn Pepsí ætlar að minnka verulega sykur sem bætt er í drykki fyrirtækisins sem eru seldir í ríkjum Evrópusambandsins á þessum áratug. Stefnan er að minnka sykurmagnið um fjórðung fyrir 2025 og um helming fyrir 2030.

Viðskipti erlent

Reitir kaupa fjórar verslunareignir af Festi

Fasteignafélögin Reitir og Festi hafa komist að samkomulagi um kaup Reita á fjórum fasteignum sem hýsa meðal annars verslanir Krónunnar. Kaupverðið er rúmir fjórir milljarðar króna og að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé.

Viðskipti innlent

Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global

Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Viðskipti innlent

Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista

Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans.

Viðskipti innlent

Hinn eini sanni b5 opnar í nýju hús­næði

Skemmti­staðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árs­hlé á starf­semi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Banka­stræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfis­götu og Smiðju­stígs, þar sem Hverfis­barinn var áður til húsa.

Viðskipti innlent

Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo

Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo.

Viðskipti innlent

Leita til íslenskra kvenna eftir árangurssögum í samskiptum og velgengni

„Ríflega þrjátíu þúsund þátttakendur hafa sótt þessi námskeið og nú væri frábært að einhverjar konur gæfu sig fram og segðu okkur frá árangri sem þær hafa náð í sínu starfi með því að nota reglurnar,“ segir Unnur Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Dale Carnegie um endurútgáfu bókarinnar Vinsældir og áhrif, þar sem ætlunin er að segja meðal annars frá árangri íslenskra kvenna sem náð hafa árangri í viðskiptum með því að vera góðar í samskiptum.

Atvinnulíf

Arftaki Camillu fær loksins nafn

Langþráður draumur aðstandenda Bíó Paradísar um að eignast nýja poppvél rættist á dögunum. En til að nefna gripinn var brugðið til þess ráðs að leita til almennings eftir nafni. Vinningstillagan var hið hljómfagra nafn Maísól Camilludóttir.

Viðskipti innlent