Viðskipti Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Viðskipti innlent 23.8.2024 10:59 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. Neytendur 22.8.2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Neytendur 22.8.2024 17:09 Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Viðskipti innlent 22.8.2024 12:50 Laus störf þrjú prósent á öðrum ársfjórðungi Alls voru 7570 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2024. Á sama tíma voru 245.257 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því þrjú prósent. Viðskipti innlent 22.8.2024 09:14 Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. Viðskipti innlent 22.8.2024 07:41 Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðskipti innlent 21.8.2024 21:11 Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Viðskipti innlent 21.8.2024 20:46 Fá 34 milljóna sekt vegna vanskila á losunarheimildum Umhverfisstofnun hefur lagt rúmlega 34 milljóna króna stjórnvaldssekt á flugfélagið Nomadic Aviation Group LLC vegna vanrækslu flugrekandans á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2022. Viðskipti innlent 21.8.2024 20:13 Alvarleg vanskil aukist töluvert Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Viðskipti innlent 21.8.2024 18:53 Samið við þrjá um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við þrjá aðila um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21.8.2024 16:56 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. Viðskipti innlent 21.8.2024 15:49 Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Alþjóðlegt eyðsluæði Sádiaraba er sagt byrjað að renna af þeim og setja þeir nú ríkari skilyrði um að fjárfestingar þjóðarsjóðs þeirra skili sér heima fyrir. Sjóðurinn hefur veitt milljörðum og milljarða ofan víða um heim á undanförnum árum. Viðskipti erlent 21.8.2024 15:26 Íbúðaverð hækkað um ellefu prósent Íbúðaverð hefur hækkað um ellefu prósent á milli júlímánaða 2023 og 2024. Vísitala íbúðaverðs fór upp um 0,75 prósent frá júní síðastliðnum og hækkuðu fjölbýlishús á landsbyggðinni mest. Viðskipti innlent 21.8.2024 15:08 ReebokFitness skiptir um nafn Líkamsræktarstöðin ReebokFitness ætlar að breyta nafni sínu, en samstarfi þeirra við Reebok vörumerkið er lokið. Leit stendur yfir að nýju nafni. Stöðin hefur starfað frá árinu 2011. Viðskipti innlent 21.8.2024 13:52 Sesselía yfirgefur Vodafone Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur gegnt starfinu frá því í apríl 2022 og sat áður í stjórn móðurfélagsins Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sesselía muni starfa áfram með Vodafone þar til eftirmaður verður ráðinn. Viðskipti innlent 21.8.2024 12:02 Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Hvernig er hægt að vita hvort við séum að fá bestu kjörin á húsnæðisláninu okkar? Eru einhverjir betri lánamöguleikar þarna úti sem við vitum bara ekki af? Og hvernig í ósköpunum eigum við að hafa tíma til að grafa okkur í gegnum alla hugsanlega lánamöguleika? Samstarf 21.8.2024 11:31 Hörð peningastefna ekki komið heimilum í vandræði „Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 21.8.2024 11:04 Fljúga til Álaborgar næsta sumar Flugfélagið Play mun hefja áætlunarflug til Álaborgar í júní næsta sumar. Þetta er þriðja borgin sem Play hefur flugferðir til en fyrir er flogið til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billundar yfir sumarið. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:32 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:27 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Viðskipti innlent 21.8.2024 09:18 Segir jafn galið að birta lista yfir tekjur bótaþega Formaður Samtaka skattgreiðenda segir útgáfu Tekjublaðsins, sem kom út í gær, byggja á lægstu hvötum mannanna. Hann segir ekkert annað að baki en hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Viðskipti innlent 21.8.2024 08:39 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Viðskipti innlent 21.8.2024 08:31 Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Viðskipti innlent 20.8.2024 17:16 Topparnir hjá hinu opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var tekjuhæsti forstjóri ríkisstofnana á síðasta ári með 4,2 milljónir á mánuði. Næst á eftir kom Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með 3,7 milljónir. Viðskipti innlent 20.8.2024 15:02 Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Neytendur 20.8.2024 14:28 Forstjórarnir sem möluðu gull á síðasta ári Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2023. Guðmundur var með 75 milljónir króna á mánuði í tekjur. Viðskipti innlent 20.8.2024 13:26 Mæld verðbólga meiri ef Hagstofan hefði ekki skipt um kúrs Verðbólga mælist nú minni eftir að Hagstofan breytti því hvernig hún mælir húsnæðiskostnað, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlímánuði en hefði líklega verið nær sjö prósentum með gömlu aðferðinni. Viðskipti innlent 20.8.2024 13:15 Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Það lenda allir í einhverju vandræðalegu í vinnunni. Mómentum sem fær fólk til að roðna eða í það minnsta fá smá kipp í magann. Atvinnulíf 20.8.2024 07:01 Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. Viðskipti innlent 19.8.2024 23:43 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 334 ›
Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Viðskipti innlent 23.8.2024 10:59
Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. Neytendur 22.8.2024 20:32
Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Neytendur 22.8.2024 17:09
Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Viðskipti innlent 22.8.2024 12:50
Laus störf þrjú prósent á öðrum ársfjórðungi Alls voru 7570 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2024. Á sama tíma voru 245.257 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því þrjú prósent. Viðskipti innlent 22.8.2024 09:14
Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. Viðskipti innlent 22.8.2024 07:41
Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðskipti innlent 21.8.2024 21:11
Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Viðskipti innlent 21.8.2024 20:46
Fá 34 milljóna sekt vegna vanskila á losunarheimildum Umhverfisstofnun hefur lagt rúmlega 34 milljóna króna stjórnvaldssekt á flugfélagið Nomadic Aviation Group LLC vegna vanrækslu flugrekandans á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2022. Viðskipti innlent 21.8.2024 20:13
Alvarleg vanskil aukist töluvert Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Viðskipti innlent 21.8.2024 18:53
Samið við þrjá um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við þrjá aðila um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21.8.2024 16:56
Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. Viðskipti innlent 21.8.2024 15:49
Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Alþjóðlegt eyðsluæði Sádiaraba er sagt byrjað að renna af þeim og setja þeir nú ríkari skilyrði um að fjárfestingar þjóðarsjóðs þeirra skili sér heima fyrir. Sjóðurinn hefur veitt milljörðum og milljarða ofan víða um heim á undanförnum árum. Viðskipti erlent 21.8.2024 15:26
Íbúðaverð hækkað um ellefu prósent Íbúðaverð hefur hækkað um ellefu prósent á milli júlímánaða 2023 og 2024. Vísitala íbúðaverðs fór upp um 0,75 prósent frá júní síðastliðnum og hækkuðu fjölbýlishús á landsbyggðinni mest. Viðskipti innlent 21.8.2024 15:08
ReebokFitness skiptir um nafn Líkamsræktarstöðin ReebokFitness ætlar að breyta nafni sínu, en samstarfi þeirra við Reebok vörumerkið er lokið. Leit stendur yfir að nýju nafni. Stöðin hefur starfað frá árinu 2011. Viðskipti innlent 21.8.2024 13:52
Sesselía yfirgefur Vodafone Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur gegnt starfinu frá því í apríl 2022 og sat áður í stjórn móðurfélagsins Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sesselía muni starfa áfram með Vodafone þar til eftirmaður verður ráðinn. Viðskipti innlent 21.8.2024 12:02
Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Hvernig er hægt að vita hvort við séum að fá bestu kjörin á húsnæðisláninu okkar? Eru einhverjir betri lánamöguleikar þarna úti sem við vitum bara ekki af? Og hvernig í ósköpunum eigum við að hafa tíma til að grafa okkur í gegnum alla hugsanlega lánamöguleika? Samstarf 21.8.2024 11:31
Hörð peningastefna ekki komið heimilum í vandræði „Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 21.8.2024 11:04
Fljúga til Álaborgar næsta sumar Flugfélagið Play mun hefja áætlunarflug til Álaborgar í júní næsta sumar. Þetta er þriðja borgin sem Play hefur flugferðir til en fyrir er flogið til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billundar yfir sumarið. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:32
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:27
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Viðskipti innlent 21.8.2024 09:18
Segir jafn galið að birta lista yfir tekjur bótaþega Formaður Samtaka skattgreiðenda segir útgáfu Tekjublaðsins, sem kom út í gær, byggja á lægstu hvötum mannanna. Hann segir ekkert annað að baki en hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Viðskipti innlent 21.8.2024 08:39
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Viðskipti innlent 21.8.2024 08:31
Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Viðskipti innlent 20.8.2024 17:16
Topparnir hjá hinu opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var tekjuhæsti forstjóri ríkisstofnana á síðasta ári með 4,2 milljónir á mánuði. Næst á eftir kom Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með 3,7 milljónir. Viðskipti innlent 20.8.2024 15:02
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Neytendur 20.8.2024 14:28
Forstjórarnir sem möluðu gull á síðasta ári Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2023. Guðmundur var með 75 milljónir króna á mánuði í tekjur. Viðskipti innlent 20.8.2024 13:26
Mæld verðbólga meiri ef Hagstofan hefði ekki skipt um kúrs Verðbólga mælist nú minni eftir að Hagstofan breytti því hvernig hún mælir húsnæðiskostnað, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlímánuði en hefði líklega verið nær sjö prósentum með gömlu aðferðinni. Viðskipti innlent 20.8.2024 13:15
Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Það lenda allir í einhverju vandræðalegu í vinnunni. Mómentum sem fær fólk til að roðna eða í það minnsta fá smá kipp í magann. Atvinnulíf 20.8.2024 07:01
Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. Viðskipti innlent 19.8.2024 23:43