Viðskipti

Byggt og búið og Kringlan 35 ára

Í dag 13. ágúst fagnar Kringlan 35 ára afmæli en ein af þeim verslunum sem hefur verið þar frá upphafi er búsáhalda- og gjafavöruverslunin Byggt og búið.

Samstarf

Streymisstríðið tekur stakkaskiptum

Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði.

Viðskipti erlent

Fé­lagi Davíðs barst til­boð um sam­runa

Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur.

Viðskipti erlent

Skráð at­vinnu­leysi minnkaði í júlí

Skráð atvinnuleysi var 3,2% í júlímánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá júní. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 396 frá júnímánuði. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni breytast lítið í ágúst og verða á bilinu 3,0% til 3,4%.

Viðskipti innlent

Fimm flottar fartölvur fyrir skólann

Nú fer að styttast í það að skólinn hefjist aftur og því mikilvægt að vera með réttu græjurnar þegar skólaátökin hefjast og verkefnavinnan komin á fullt. Þetta er gríðarlega spennandi en að sama skapi krefjandi tími og því er nauðsynlegt að vera með réttu fartölvuna þér við hlið til þess að aðstoða þig í gegnum námið.

Samstarf

Elmar til Ísafold Capital Partners

Elmar Eðvaldsson hefur gengið til liðs við sjóðsstýringafyrirtækið Ísafold Capital Partners hf. en hann starfaði áður sem sjóðsstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. 

Viðskipti innlent

Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum

Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn.

Viðskipti erlent

Öllum sagt upp hjá Fagus

Öllum átta starfsmönnum trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum. Fagus er í eigu Bitter ehf., móðurfélags Parki Interiors og býðst starfsfólki að þiggja önnur störf hjá móðurfélaginu eða vinna uppsagnarfrest.

Viðskipti innlent

Falur körfuboltamaður til Advania

Falur Harðarson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður rafrænna viðskipta og skólalausna hjá Advania. Hann kemur frá Samkaupum þar sem hann hefur starfað í þrettán ár, fyrst sem mannauðsstjóri og frá 2018 sem forstöðumaður rekstrar- og mönnunardeildar.

Viðskipti innlent

Ís­flix-menn hættu við 200 milljóna fjárfestingu

Draumurinn um íslensku efnisveituna Ísflix, sem upphaflega átti að ýta úr vör árið 2019, er úti. Fjölmiðlamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm voru hvatamenn að verkefninu og sögðu það borgaralega efnisveitu sem væri „svona aðeins til hægri“ á hinu pólitíska rófi. 

Viðskipti innlent