Viðskipti Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. Viðskipti innlent 8.2.2023 19:43 Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. Viðskipti 8.2.2023 19:20 Reynir fyllir í skarð stofnendanna Bjarma og Ólafar hjá Vélfagi Reynir B. Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags ehf. Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995. Viðskipti innlent 8.2.2023 16:32 Endurreikna lán og hafa samband staðfesti æðri dómstólar dóminn Landsbankinn reiknar líkt og Neytendasamtökin með að áfrýja dómi þess efnis að bankinn skuli greiða hjónum tvö hundruð þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Komist æðri dómstólar að sömu niðurstöðu ætlar bankinn að eiga frumkvæði að því að endurreikna öll lán sem falli undir fordæmið. Neytendur 8.2.2023 14:41 Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. Viðskipti innlent 8.2.2023 13:41 Þessi vörumerki voru útnefnd bestu íslensku vörumerkin Vörumerkjastofan brandr útnefndi „Bestu íslensku vörumerkin“ í þriðja sinn í dag. Viðurkenningar voru veittar í fjórum flokkum en sigurvegararnir voru Controlant, Blush, Ikea og Krónan. Viðskipti innlent 8.2.2023 13:19 Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. Viðskipti innlent 8.2.2023 12:03 Bein útsending: Bestu íslensku vörumerkin Vörumerkjastofan brandr mun útnefna „Bestu íslensku vörumerkin“ í þriðja sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Þá er kynntur til sögunnar nýr flokkur: Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi. Viðskipti innlent 8.2.2023 11:30 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. Viðskipti innlent 8.2.2023 11:29 Andri Þór ráðinn til Advania Andri Þór Atlason hefur gengið til liðs við mannauðslausnir Advania til að leiða vörustýringu og þróun Bakvarðar. Hann starfaði áður hjá Abacus Medicine og hefur víðtæka reynslu úr tækni- og lyfjageiranum í Kaupmannahöfn. Viðskipti innlent 8.2.2023 11:05 Vöruviðskipti óhagstæð um 15 milljarða króna í janúar Vöruskipti í janúar voru óhagstæð um 15 milljarða en fluttar voru út vörur fyrir 79,3 milljarða króna og inn fyrir 94,4 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar var 9,4 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti 8.2.2023 09:50 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður enn eina stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentustig. Viðskipti innlent 8.2.2023 09:00 Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. Viðskipti innlent 8.2.2023 08:31 Bestu íslensku vörumerkin 2022: Að þessu sinni fær einstaklingur einnig viðurkenningu fyrir „Persónubrandr“ Í dag verður tilkynnt um hverjir hljóta viðurkenningu sem Bestu íslensku vörumerkin 2022 en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin fer fram. Atvinnulíf 8.2.2023 07:01 Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur. Viðskipti erlent 7.2.2023 19:51 Landsbankinn tapaði máli sem gæti varðað um 70 þúsund lán Landsbankanum hefur verið gert að greiða hjónum um 200 þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Málið var rekið fyrir héraðsdómi með stuðningi Neytendasamtaka sem telja að um 70 þúsund sambærileg lán hafi verið tekin á undanförnum árum. Komist var að öndverðri niðurstöðu í sambærilegu máli gegn Arion banka. Viðskipti innlent 7.2.2023 18:54 Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar Þóra Arnórsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Þóra hætti störfum hjá RÚV fyrr í vikunni eftir 25 ára starf í fjölmiðlum. Viðskipti innlent 7.2.2023 15:55 Gott fólk: Allt önnur lögmál og jafnvel harðari í pólitík miðað við annars staðar Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Atvinnulíf 7.2.2023 13:01 Innkalla MUNA hampolíu vegna of mikils THC Icepharma hefur sent frá sér tilkynningu um innköllun á framleiðslulotu af MUNA hampolíu vegna of hás innihalds af THC (tetrahydrocannabinol). Ráðist er í innköllunina í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Viðskipti innlent 7.2.2023 12:34 Margt sem bendi til svipaðrar þróunar og fyrir hrun Margt bendir til þess að á Íslandi gætu farið að gerast hlutir sem ekkert eru ósvipaðir því sem gerðist við aðdraganda hruns að sögn formanns VR. Efnahagsráðgjafi SA segir stöðuna vera snúna en með mjög litlum hætti sambærilega við hvernig hún var stuttu fyrir hrun. Neytendur 7.2.2023 11:54 Vegagerðin býður út styrkingu Þrengslavegar Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í styrkingu Þrengslavegar á kaflanum milli Lambafells og Litla-Sandfells. Verkinu á að ljúka fyrir lok sumars. Viðskipti innlent 7.2.2023 10:51 Þrýstu á tollalækkanir á fundi með Bjarna Fulltrúar þriggja stéttarfélaga og Félags atvinnurekenda funduðu í gær með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þar sem tillögur félaganna um lækkun og niðurfellingu tolla í þágu neytenda voru til umræðu. Viðskipti innlent 7.2.2023 10:00 Sölumet slegið hjá Play í janúar Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. Viðskipti innlent 7.2.2023 09:14 Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Ómar Þór Ómarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri vaxtar hjá markaðsstofunni Digido. Hlutverk hans verður að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að vaxa á alþjóðavísu. Viðskipti innlent 7.2.2023 08:53 Öðru sinni dæmdur fyrir stórfelld skattalagabrot á innan við ári Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt framkvæmdastjóra og einn eiganda verktakafyrirtækis í tólf mánaða fangelsi og greiðslu um 207 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot. Viðskipti innlent 7.2.2023 07:47 „Allt í þessum drykk er bara drasl“ Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. Neytendur 6.2.2023 14:01 Nýr hótelstjóri á Hótel Selfossi í kjölfar eigendaskipta Björgvin Jóhannesson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Selfoss. Viðskipti innlent 6.2.2023 11:04 Aðalheiður Anna og Flóvent sigruðu fyrsta mót meistaradeildar Líflands 2023 Fyrsta mót Meistaradeildar Líflands var haldið síðastliðinn fimmtudag í glæsilegri aðstöðu HorseDay hallarinnar á Ingólfshvoli. Keppt var í fjórgangi og var eftirvæntingin mikil að tímabilið myndi hefjast á ný. Samstarf 6.2.2023 10:05 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. Atvinnulíf 6.2.2023 07:01 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. Viðskipti innlent 5.2.2023 12:26 « ‹ 125 126 127 128 129 130 131 132 133 … 334 ›
Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. Viðskipti innlent 8.2.2023 19:43
Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. Viðskipti 8.2.2023 19:20
Reynir fyllir í skarð stofnendanna Bjarma og Ólafar hjá Vélfagi Reynir B. Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags ehf. Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995. Viðskipti innlent 8.2.2023 16:32
Endurreikna lán og hafa samband staðfesti æðri dómstólar dóminn Landsbankinn reiknar líkt og Neytendasamtökin með að áfrýja dómi þess efnis að bankinn skuli greiða hjónum tvö hundruð þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Komist æðri dómstólar að sömu niðurstöðu ætlar bankinn að eiga frumkvæði að því að endurreikna öll lán sem falli undir fordæmið. Neytendur 8.2.2023 14:41
Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. Viðskipti innlent 8.2.2023 13:41
Þessi vörumerki voru útnefnd bestu íslensku vörumerkin Vörumerkjastofan brandr útnefndi „Bestu íslensku vörumerkin“ í þriðja sinn í dag. Viðurkenningar voru veittar í fjórum flokkum en sigurvegararnir voru Controlant, Blush, Ikea og Krónan. Viðskipti innlent 8.2.2023 13:19
Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. Viðskipti innlent 8.2.2023 12:03
Bein útsending: Bestu íslensku vörumerkin Vörumerkjastofan brandr mun útnefna „Bestu íslensku vörumerkin“ í þriðja sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Þá er kynntur til sögunnar nýr flokkur: Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi. Viðskipti innlent 8.2.2023 11:30
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. Viðskipti innlent 8.2.2023 11:29
Andri Þór ráðinn til Advania Andri Þór Atlason hefur gengið til liðs við mannauðslausnir Advania til að leiða vörustýringu og þróun Bakvarðar. Hann starfaði áður hjá Abacus Medicine og hefur víðtæka reynslu úr tækni- og lyfjageiranum í Kaupmannahöfn. Viðskipti innlent 8.2.2023 11:05
Vöruviðskipti óhagstæð um 15 milljarða króna í janúar Vöruskipti í janúar voru óhagstæð um 15 milljarða en fluttar voru út vörur fyrir 79,3 milljarða króna og inn fyrir 94,4 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar var 9,4 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti 8.2.2023 09:50
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður enn eina stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentustig. Viðskipti innlent 8.2.2023 09:00
Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. Viðskipti innlent 8.2.2023 08:31
Bestu íslensku vörumerkin 2022: Að þessu sinni fær einstaklingur einnig viðurkenningu fyrir „Persónubrandr“ Í dag verður tilkynnt um hverjir hljóta viðurkenningu sem Bestu íslensku vörumerkin 2022 en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin fer fram. Atvinnulíf 8.2.2023 07:01
Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur. Viðskipti erlent 7.2.2023 19:51
Landsbankinn tapaði máli sem gæti varðað um 70 þúsund lán Landsbankanum hefur verið gert að greiða hjónum um 200 þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Málið var rekið fyrir héraðsdómi með stuðningi Neytendasamtaka sem telja að um 70 þúsund sambærileg lán hafi verið tekin á undanförnum árum. Komist var að öndverðri niðurstöðu í sambærilegu máli gegn Arion banka. Viðskipti innlent 7.2.2023 18:54
Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar Þóra Arnórsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Þóra hætti störfum hjá RÚV fyrr í vikunni eftir 25 ára starf í fjölmiðlum. Viðskipti innlent 7.2.2023 15:55
Gott fólk: Allt önnur lögmál og jafnvel harðari í pólitík miðað við annars staðar Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Atvinnulíf 7.2.2023 13:01
Innkalla MUNA hampolíu vegna of mikils THC Icepharma hefur sent frá sér tilkynningu um innköllun á framleiðslulotu af MUNA hampolíu vegna of hás innihalds af THC (tetrahydrocannabinol). Ráðist er í innköllunina í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Viðskipti innlent 7.2.2023 12:34
Margt sem bendi til svipaðrar þróunar og fyrir hrun Margt bendir til þess að á Íslandi gætu farið að gerast hlutir sem ekkert eru ósvipaðir því sem gerðist við aðdraganda hruns að sögn formanns VR. Efnahagsráðgjafi SA segir stöðuna vera snúna en með mjög litlum hætti sambærilega við hvernig hún var stuttu fyrir hrun. Neytendur 7.2.2023 11:54
Vegagerðin býður út styrkingu Þrengslavegar Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í styrkingu Þrengslavegar á kaflanum milli Lambafells og Litla-Sandfells. Verkinu á að ljúka fyrir lok sumars. Viðskipti innlent 7.2.2023 10:51
Þrýstu á tollalækkanir á fundi með Bjarna Fulltrúar þriggja stéttarfélaga og Félags atvinnurekenda funduðu í gær með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þar sem tillögur félaganna um lækkun og niðurfellingu tolla í þágu neytenda voru til umræðu. Viðskipti innlent 7.2.2023 10:00
Sölumet slegið hjá Play í janúar Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. Viðskipti innlent 7.2.2023 09:14
Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Ómar Þór Ómarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri vaxtar hjá markaðsstofunni Digido. Hlutverk hans verður að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að vaxa á alþjóðavísu. Viðskipti innlent 7.2.2023 08:53
Öðru sinni dæmdur fyrir stórfelld skattalagabrot á innan við ári Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt framkvæmdastjóra og einn eiganda verktakafyrirtækis í tólf mánaða fangelsi og greiðslu um 207 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot. Viðskipti innlent 7.2.2023 07:47
„Allt í þessum drykk er bara drasl“ Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. Neytendur 6.2.2023 14:01
Nýr hótelstjóri á Hótel Selfossi í kjölfar eigendaskipta Björgvin Jóhannesson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Selfoss. Viðskipti innlent 6.2.2023 11:04
Aðalheiður Anna og Flóvent sigruðu fyrsta mót meistaradeildar Líflands 2023 Fyrsta mót Meistaradeildar Líflands var haldið síðastliðinn fimmtudag í glæsilegri aðstöðu HorseDay hallarinnar á Ingólfshvoli. Keppt var í fjórgangi og var eftirvæntingin mikil að tímabilið myndi hefjast á ný. Samstarf 6.2.2023 10:05
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. Atvinnulíf 6.2.2023 07:01
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. Viðskipti innlent 5.2.2023 12:26