Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2023 18:47 Jón Guðni Ómarsson er nýr bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. Jón Guðni Ómarsson tók við starfi bankastjóra Íslandsbanka í gær, eftir að Birna Einarsdóttir hætti störfum aðfararnótt miðvikudags. Hann segir að hans fyrsta verk verði að bregðast við kröfum Fjármálaeftirlitsins samkvæmt samkomulagi um sátt við bankann, vegna fjölmargra brota sem framin voru við útboð á tæplega fjórðungs hlut í bankanum á síðasta ári. „Núna erum við að fara yfir það nákvæmlega hvað við þurfum að gera í framhaldinu. Eitthvað af því er hægt að gera hratt og vel en annað tekur aðeins lengri tíma,“ segir Jón Guðni í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Jón Guðni ráðinn bankastjóri af stjórn Íslandsbanka Tekur undir orð forvera síns Í sáttinni segir meðal annars að ekki hafi tekist að innleiða sterka áhættumenningu innan bankans. Þú hefur starfað hérna lengi, heldurðu að þú sért ekkert samdauna þessu. Ert þú maðurinn til að vinda ofan af einhverju slíku? „Það er allavega það sem ég ætla mér að gera. Í fyrsta lagi er fyrirtækjamenningin hér að mörgu leyti mjög sterk og við verðum að byggja á því. Það voru mistök í þessari framkvæmd og við verðum að tryggja að áhættumenningin nái heilt yfir alla starfsemina, og að við styrkjum hana enn frekar.“ Fyrrverandi bankastjóri hefur sagt að umræðan um bankann hefði verið óvægin. Finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Ég held að einhverju marki, mögulega, en á sama tíma urðu þarna töluvert stór mistök sem vakin var athygli á. Það er bara eitthvað sem við tökum gríðarlega alvarlega og þurfum að henda okkur í að laga og tryggja að gerist ekki aftur,“ segir Jón Guðni. Brotthvarf Birnu og önnur viðbrögð bankans skipti mestu máli. Fjölmargir telja hins vegar að það dugi ekki til. „Jú ég held ég geti alveg sagt það fyrir hönd bankans að við biðjumst afsökunar á því sem misfórst.“ Taka áskorun VR alvarlega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ekki hægt að vera í viðskiptum við banka sem brjóti af sér með svo afgerandi hætti og bregðist ekki við því með viðeigandi hætti. Milljarða viðskiptum félagsins verði hætt ef bankinn taki ekki meira til hjá sér og biðji þjóðina afsökunar. „Við skipum helming stjórnar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, við erum mjög stórir viðskiptavinir, bæði í gegnum lífeyrissjóðinn og stéttarfélagið. Við munum hvetja stjórn lífeyrissjóðsins til að íhuga viðskipti sín við bankann,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í dag. Inntur eftir viðbrögðum við þessu segir Jón Guðni: „Það er náttúrulega eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega og halda áfram að sinna okkar viðskiptavinum eins vel og við mögulega getum.“ Þegar hafi orðið mannabreytingar Jón Guðni segir að mannabreytingar hafi nú þegar orðið hjá bankanum, aðspurður um fjölda stjórnenda sem komu að sölunni og starfa enn innan bankans. „Ég ætla nú ekki að fara út í einhverjar tölur í því efni, en það hafa orðið töluverðar breytingar nú þegar.“ Og þessi endurskipulagning sem þú talar um að sé framundan, eru þar einhverjar mannabreytingar sem horft er til? „Það er bara eitt af mínum fyrstu verkum að skoða það, hvaða breytingar við þurfum að gera nákvæmlega.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. 29. júní 2023 14:27 Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 „Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Jón Guðni Ómarsson tók við starfi bankastjóra Íslandsbanka í gær, eftir að Birna Einarsdóttir hætti störfum aðfararnótt miðvikudags. Hann segir að hans fyrsta verk verði að bregðast við kröfum Fjármálaeftirlitsins samkvæmt samkomulagi um sátt við bankann, vegna fjölmargra brota sem framin voru við útboð á tæplega fjórðungs hlut í bankanum á síðasta ári. „Núna erum við að fara yfir það nákvæmlega hvað við þurfum að gera í framhaldinu. Eitthvað af því er hægt að gera hratt og vel en annað tekur aðeins lengri tíma,“ segir Jón Guðni í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Jón Guðni ráðinn bankastjóri af stjórn Íslandsbanka Tekur undir orð forvera síns Í sáttinni segir meðal annars að ekki hafi tekist að innleiða sterka áhættumenningu innan bankans. Þú hefur starfað hérna lengi, heldurðu að þú sért ekkert samdauna þessu. Ert þú maðurinn til að vinda ofan af einhverju slíku? „Það er allavega það sem ég ætla mér að gera. Í fyrsta lagi er fyrirtækjamenningin hér að mörgu leyti mjög sterk og við verðum að byggja á því. Það voru mistök í þessari framkvæmd og við verðum að tryggja að áhættumenningin nái heilt yfir alla starfsemina, og að við styrkjum hana enn frekar.“ Fyrrverandi bankastjóri hefur sagt að umræðan um bankann hefði verið óvægin. Finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Ég held að einhverju marki, mögulega, en á sama tíma urðu þarna töluvert stór mistök sem vakin var athygli á. Það er bara eitthvað sem við tökum gríðarlega alvarlega og þurfum að henda okkur í að laga og tryggja að gerist ekki aftur,“ segir Jón Guðni. Brotthvarf Birnu og önnur viðbrögð bankans skipti mestu máli. Fjölmargir telja hins vegar að það dugi ekki til. „Jú ég held ég geti alveg sagt það fyrir hönd bankans að við biðjumst afsökunar á því sem misfórst.“ Taka áskorun VR alvarlega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ekki hægt að vera í viðskiptum við banka sem brjóti af sér með svo afgerandi hætti og bregðist ekki við því með viðeigandi hætti. Milljarða viðskiptum félagsins verði hætt ef bankinn taki ekki meira til hjá sér og biðji þjóðina afsökunar. „Við skipum helming stjórnar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, við erum mjög stórir viðskiptavinir, bæði í gegnum lífeyrissjóðinn og stéttarfélagið. Við munum hvetja stjórn lífeyrissjóðsins til að íhuga viðskipti sín við bankann,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í dag. Inntur eftir viðbrögðum við þessu segir Jón Guðni: „Það er náttúrulega eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega og halda áfram að sinna okkar viðskiptavinum eins vel og við mögulega getum.“ Þegar hafi orðið mannabreytingar Jón Guðni segir að mannabreytingar hafi nú þegar orðið hjá bankanum, aðspurður um fjölda stjórnenda sem komu að sölunni og starfa enn innan bankans. „Ég ætla nú ekki að fara út í einhverjar tölur í því efni, en það hafa orðið töluverðar breytingar nú þegar.“ Og þessi endurskipulagning sem þú talar um að sé framundan, eru þar einhverjar mannabreytingar sem horft er til? „Það er bara eitt af mínum fyrstu verkum að skoða það, hvaða breytingar við þurfum að gera nákvæmlega.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. 29. júní 2023 14:27 Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 „Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. 29. júní 2023 14:27
Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36
„Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45