Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Árni Sæberg skrifar 28. júní 2023 18:39 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Vísir Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira