Grétar, Hafdís og Jón til liðs við LSR Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júní 2023 11:50 Hafdís Mist Bergsteinsdóttir, Grétar Már Axelsson og Jón Böðvarsson. Vísir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, tvö á svið stafrænnar þróunar og reksturs og einn á eignastýringarsvið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum. Þar kemur fram að Grétar Már Axelsson hafi verið ráðinn sjóðstjóri á eignastýringasviði. Grétar kemur inn í teymi eignastýringar fyrir erlendar fjárfestingar með áherslu á skráð verðbréf og mun styðja við stefnu sjóðsins um að veita erlendum fjárfestingum meira vægi í ört vaxandi eignasafni LSR. Segir í tilkynningunni að Grétar hafi víðtæka reynslu af greiningum og fjárfestingum og starfaði áður meðal annars hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Íslandssjóðum, Glitni og Vodafone. Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í fjármálum frá Aarhus School of Business. Grétar hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Þá hefur sjóðurinn ráðið þau Hafdísi Mist Bergsteinsdóttur og Jón Böðvarsson á sviðið stafræn þróun og rekstur. Ráðning þeirra er liður í aukinni áherslu sjóðsins á nýtingu stafrænna lausna í starfsemi sinni, bæði í þjónustu við sjóðfélaga og uppbyggingu innri kerfa, að því er segir í tilkynningunni. Hafdís er ráðin í stöðu sérfræðings í hagnýtingu gagna og kemur hún frá fyrirtækinu Expectus, þar sem hún hafði starfað í tvö ár við gagnavinnslu og þróun eftir að hafa lokið námi. Hafdís er með MSc. gráðu í iðnaðarverkfræði og stjórnun frá DTU í Danmörku og BSc. gráðu í verkfræði frá HÍ. Jón er ráðinn í starf leiðandi forritara hjá sjóðnum. Jón hefur starfað við forritun síðustu fimm ár hjá Nanitor og Samskipum, en þar áður hafði hann m.a. unnið í tækniveri Vodafone. Jón er með BSc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vistaskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Þar kemur fram að Grétar Már Axelsson hafi verið ráðinn sjóðstjóri á eignastýringasviði. Grétar kemur inn í teymi eignastýringar fyrir erlendar fjárfestingar með áherslu á skráð verðbréf og mun styðja við stefnu sjóðsins um að veita erlendum fjárfestingum meira vægi í ört vaxandi eignasafni LSR. Segir í tilkynningunni að Grétar hafi víðtæka reynslu af greiningum og fjárfestingum og starfaði áður meðal annars hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Íslandssjóðum, Glitni og Vodafone. Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í fjármálum frá Aarhus School of Business. Grétar hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Þá hefur sjóðurinn ráðið þau Hafdísi Mist Bergsteinsdóttur og Jón Böðvarsson á sviðið stafræn þróun og rekstur. Ráðning þeirra er liður í aukinni áherslu sjóðsins á nýtingu stafrænna lausna í starfsemi sinni, bæði í þjónustu við sjóðfélaga og uppbyggingu innri kerfa, að því er segir í tilkynningunni. Hafdís er ráðin í stöðu sérfræðings í hagnýtingu gagna og kemur hún frá fyrirtækinu Expectus, þar sem hún hafði starfað í tvö ár við gagnavinnslu og þróun eftir að hafa lokið námi. Hafdís er með MSc. gráðu í iðnaðarverkfræði og stjórnun frá DTU í Danmörku og BSc. gráðu í verkfræði frá HÍ. Jón er ráðinn í starf leiðandi forritara hjá sjóðnum. Jón hefur starfað við forritun síðustu fimm ár hjá Nanitor og Samskipum, en þar áður hafði hann m.a. unnið í tækniveri Vodafone. Jón er með BSc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Vistaskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira