Viðskipti

Telur óeðlilegt að sitja árum saman undir ávirðingum

Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi taldi sig ekki hafa fengið upplýsingar eða svör um verðmat og ráðstöfun á tilteknum eignum sem Lindarhvoll ehf. fór með áður en hann lauk afskiptum af úttekt á störfum eignarhaldsfélags fjármálaráðuneytisins. Hann vill að Alþingi skýri hvað það sé í greinargerð sem hann skilaði sem þurfi að halda leynd yfir. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð.

Viðskipti innlent

Play tapaði 6,5 milljörðum króna

Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 

Viðskipti innlent

Með birgðir fram yfir helgi

Nóg af birgðum eru í Bónus fram yfir helgi. Örfáir eru byrjaðir að hamstra og labba út með fleiri vörur en venjulega. Markaðsstjórinn segist ekki of stressaður. 

Neytendur

Ráðin til Nox Medical

Brynja Vignisdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Hlynur Davíð Hlynsson, Carlos Teixera og Lisa Spear hafa öll verið ráðin til íslenska hátæknifyfirtækisins Nox Medical. 

Viðskipti innlent

Trúir því ekki að verk­fallið dragist á langinn

Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 

Viðskipti innlent

Ás­gerður tekur sæti Gylfa í peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Ásgerði Pétursdóttur, lektor í hagfræði við Háskólann í Bath á Englandi, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 21. febrúar næstomandi. Ásgerður er skipuð til næstu fimm ára. Hún tekur við sæti Gylfa Zoëga sem setið hefur í peningastefnunefnd frá árinu 2009 en hann hefur setið hámarksskipunartíma í nefndinni.

Viðskipti innlent