Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. Viðskipti innlent 3.4.2025 16:31
Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. Viðskipti innlent 3.4.2025 15:43
Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 3.4.2025 15:28
Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks en hann hefur gegnt varaformennsku félagsins undanfarin ár. Viðskipti innlent 3.4.2025 08:30
Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. Viðskipti erlent 3.4.2025 07:50
Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Það er vægast sagt frábært að tala við Gamithra Marga, stofnanda TVÍK. Ekki aðeins vegna þess að hún talar frábæra íslensku, vann Gulleggið árið 2022 og hefur þróað mjög skemmtilega útfærslu á stafrænum tungumálaskóla sem heitir TVÍK. Atvinnulíf 3.4.2025 07:02
„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. Viðskipti innlent 2.4.2025 21:58
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. Viðskipti innlent 2.4.2025 21:57
Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. Viðskipti erlent 2.4.2025 20:45
Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót. Viðskipti innlent 2.4.2025 17:22
Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Jón Haukur Baldvinsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu svæðisstjóra fyrir Ísland hjá stafrænu markaðsstofunni Ceedr. Viðskipti innlent 2.4.2025 15:06
Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, hefur ráðið Sólveigu Ásu B. Tryggvadóttur sem framkvæmdastjóra félagsins. Viðskipti innlent 2.4.2025 14:45
Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Leitin að verðugum titilhafa Iðnaðarmanns ársins 2025 er hafin. Samstarf 2.4.2025 14:35
Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskiptamiðillinn Forbes metur auðæfi Björgólfs Thors Björgólfssonar, ríkasta Íslendingsins, á einn milljarð Bandaríkjadollara. Það gerir um 133 milljarða króna. Í fyrra var hann metinn á rúmlega tvöfalt meira, 280 milljarða króna. Viðskipti innlent 2.4.2025 14:02
Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. Viðskipti innlent 2.4.2025 12:56
Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Stjórnir matvælaframleiðendanna Bakkavarar og Greencore hafa komist að samkomulagi um yfirtöku þess síðarnefnda á því fyrrnefnda, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Bakkavör er metin á um 200 milljarða króna í viðskiptunum. Viðskipti innlent 2.4.2025 11:38
Narfi frá JBT Marel til Kviku Narfi Snorrason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka. Viðskipti innlent 2.4.2025 10:09
Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn. Atvinnulíf 2.4.2025 07:01
Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í kvöld að íslenskum tíma greina frá nýjustu fyrirætlunum sínum í tollamálum en hann hefur hótað því að setja háa verndartolla á flest lönd heimsins í aðgerð sem forsetinn kallar Frelsunardaginn. Viðskipti erlent 2.4.2025 06:32
Milljarður í afgang í Garðabæ Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra. Bæjarstjóri segir hagræðingu sem boðuð var árið 2023 hafa borið árangur. Viðskipti innlent 1.4.2025 14:03
Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan leysi festar eftir hófsaman hagvöxt á síðasta ári, með einkaneyslu og fjárfestingu í stafni. Viðskipti innlent 1.4.2025 09:45
Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Líkurnar á því að vinna fyrsta vinning í Lottói verða minni en einn á móti milljón ef kúlum verður fjölgað um þrjár eins og Íslensk getspá hefur óskað eftir. Hærra hlutfall af vinningum í Lottói á einnig að renna til þeirra sem eru með allar aðaltölur réttar. Viðskipti innlent 1.4.2025 09:06
Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Árið 2024 var besta rekstrarár frá opnun tónlistarhússins Hörpu. Aldrei hafa jafn margir miðar selst á viðburði. Aðalfundur Hörpu fór fram í dag þar sem uppgjör félagsins var kynnt auk ársskýrslu. Viðskipti innlent 31.3.2025 22:12
Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða. Neytendur 31.3.2025 16:30