Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vöxtur hug­verka­iðnaðar á bið­stofunni

Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja

„Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Á­skoranir og tæki­færi alþjóða­við­skipta á óvissutímum

Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni.

Skoðun
Fréttamynd

CRI freistar þess að sækja um sjö milljarða til að styðja við frekari vöxt

Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, vinnur núna að því að afla sér samtals allt að fimmtíu milljónir Bandaríkjadala frá fjárfestum til að styrkja fjárhagsstöðuna og leggja grunn að frekari vexti félagsins. Vegna  markaðsaðstæðna eru áfram seinkanir á metanólverkefnum sem hafa verið í þróun en tekjur CRI drógust nokkuð saman á liðnu ári og rekstrartapið jókst því að sama skapi.

Innherji
Fréttamynd

Helgi fær ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stöðvum það sem gott er

Í nýlegu viðtali í íslenska sjónvarpsþættinum Kastljós lýsti Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, þeirri skoðun að Ísland ætti að einblína á að efla þær atvinnugreinar sem þegar eru rótgrónar eða tengjast beint þeim sem fyrir eru.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Loga Einars­sonar

Kæri Logi,Ég hef satt best að segja nokkrar áhyggjur af stöðu mála í nýsköpunar- og sprotaumhverfinu - þá sérstaklega eftir að tillögur um hagræðingar í ríkisrekstri voru kynntar fyrr í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Nýsköpunarlandið

Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­jón og Ómar Ingi unnu Gulleggið

Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson stóðu uppi sem sigurvegarar í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á föstudaginn. Fengu þeir tvær milljónir króna í verðlaun fyrir lausnina SagaReg sem hefur að markmiði að einfalda lyfjaskráningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldu hug­vitið og ríkis­sjóður stórgræðir

Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Valdimar Sveins­son hlaut Nýsköpunar­verð­laun for­seta Ís­lands

Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2025 fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Valdimar er nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur verkefnisins voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Verðlaunin í ár er LAVA Vasi, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavik.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmæta­sköpun með hug­vitið að vopni

Íslenskt hagkerfi stendur á áhugaverðum krossgötum um þessar mundir. Árið 2024 var sögulegt þar sem útflutningur hugverkaiðnaðar fór yfir 300 milljarða og festi greinin sig þannig rækilega í sessi sem fjórða stoðin í útflutningsverðmætum landsins. En við erum bara rétt að byrja.

Skoðun