Viðskipti innlent

KAPP kaupir RAF

Fyrirtækið KAPP ehf. hefur fest kaup á öllu hlutafé í hátæknifyrirtækinu RAF ehf. Gengið var frá kaupunum á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á Spáni í dag. 

Viðskipti innlent

85 milljóna króna gjaldþrot Fellabakarís

Engar eignir fundust í þrotabúi Fellabaksturs ehf. sem rak Fellabakarí á Egilsstöðum. Kröfur í búið námu tæplega 85 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en félagið var úrskurðað gjaldþrota í janúar.

Viðskipti innlent

Stýri­vextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár.

Viðskipti innlent

Gísli hættir og Karl Óttar tekur við

Karl Óttar Einarsson mun um mánaðamótin taka við af Gísla Páli Pálssyni sem forstjóra Grundarheimilanna. Gísli mun þó ekki kveðja heimilin þar sem hann hefur verið ráðinn í hlutastarf sem stjórnarformaður Grundar. 

Viðskipti innlent

Byltingar­sinnaðir fjár­festar veðja á nýjan leik CCP: „Heims­yfir­ráð eða dauði“ á nýjan leik

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, á tveggja áratuga starf að baki hjá fyrirtækinu, en lítur svo á að hann sé rétt að byrja. Þróun er hafin á nýjum tölvuleik, sem gerist í sama umhverfi og EVE Online, en þar sem fjármálakerfið verður byggt á bálkakeðjutækni. Peningarnir verða með öðrum orðum í sömu mynd og Bitcoin.

Viðskipti innlent

Katrín selur allt sitt í Hag­vangi

Katrín S. Óladóttir hefur selt allt sitt hlutafé í Hagvangi til þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Samhliða sölunni mun hún hætta sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tekur Geirlaug Jóhannsdóttir við af henni.

Viðskipti innlent

Þorkell og Sævar til SIV

SIV eignastýring hf. hefur ráðið til sín Þorkel Magnússon sem forstöðumanns sjóðastýringar og Sævar Haraldsson sem sjóðstjóra skuldabréfasjóða. Félagið bíður nú starfsleyfis sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar.

Viðskipti innlent