Arion banki skilaði 6,1 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 17:36 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Arion banki hagnaðist um 6.131 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2023, í samanburði við 5.008 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Þar kemur fram að arðssemi eiginfjár hafi verið 12,9 prósent samanborið við 10,9 prósent í fyrra. Þá námu heildareignir 1.541 milljarð króna í lok september, samanborið við 1.466 milljarð króna´i árslok 2022. Lán til viðskiptavina jukust um 5,4 prósent frá áramótum. Aukningin nam 7,9 prósentum í lánum til fyrirtækja og 3,3 prósentum í lánum til einstaklinga, var þar aðallega um að ræða íbúðalán. Aukning í innlánum frá viðskiptavinum var 6,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Heildar eigið fé nam 193 milljörðum króna í lok september. Eigið fé hækkaði frá áramótum vegna afkomu fyrstu níu mánaða ársins en á móti koma aðrgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans að fjárhæð 15,6 milljörðuim króna. Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 24,4 prósent í lok september og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 19,4 prósent. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar tímabilsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50 prósentum af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 24,1 prósent í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 19,0 prósent. Eiginfjárhlutfall og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 eru vel umfram kröfur sem settar eru fram í lögum og af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Í samræmi við markmið Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera í samræmi við markmið bankans. Ef horft sé til fyrstu níu mánuða ársins sé hann að ná öllum helstu rekstrarmarkmiðum. „Við erum með óvenju fjölbreytt þjónustuframboð sem felur í sér dreifða tekjumyndun og ásamt áherslu okkar á skilvirkni þá skilar það sér í stöðugum og traustum rekstri. Eiginfjárstaða bankans er áfram sterk sem og lausafjárstaða og voru þessir þættir meðal þess sem lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s horfði til þegar það hækkaði nýverið lánshæfiseinkunn Arion banka í flokk A-3.“ Hann segir Moodys einnig hafa nefnt samþættingu Arion banka á banka-og tryggingastarfsemi. Benedikt segir ánægjulegt hversu vel samstarf Arion banka og Varðar hefur gengið síðasta árið. Stöðugt sé leitað leiða til að samþætta þjónustuna þannig að hún nýtist viðskiptavinum beggja sem best. Viðbúið að heimilisbókhald margra þyngist „Á þriðja ársfjórðungi hægði á vexti lánasafnsins sem meðal annars endurspeglar minni hagvöxt í íslensku hagkerfi. Yfirleitt er það svo að við fögnum góðum hagvexti en nú er verkefnið að ná niður verðbólgu og vöxtum og því jákvætt að það dragi úr hagvexti. Hátt vaxtastig kemur við heimilin og fyrirtækin í landinu og hefur dregið úr neyslu og umsvifum almennt, í takt við markmið Seðlabankans. Þau heimili sem völdu að festa vexti íbúðalána sinna þegar vaxtastig var lágt hafa notið góðs af því og verið í ákveðnu skjóli.“ Benedikt segir því viðbúið að fyrir marga verðii heimilisbókhaldið þungt þegar fastvaxtatímabili íbúðalánsins líkur. Undanfarnar vikur hafi bankinn því sett sig í samband við þennan hóp viðskiptavina til að fara yfir valkostina. „Í boði eru ýmsir kostir til að lækka greiðslubyrði og mikilvægt að hver og einn kynni sér þá og meti hvað henti best. Ef staðan er þröng þá metum við hvert tilvik fyrir sig og leitum sameiginlega að lausn. Við hvetjum alla sem hafa áhyggjur af stöðunni til að hafa samband við okkur til að fara yfir þá valkosti sem eru til staðar.“ Hann segir að í október hafi Arion banki kynnt skipulagsbreytingar sem hafi falist í stofnun sérstaks sviðs, rekstur og menning. Markmið breytinganna sé aukið samstarf mikilvægra stoðsviða, aukin skilvirkni í rekstri, markviss stýring umbreytingaverkefna og enn skýrari fókus á þjónustu og upplifun viðskiptavina. „Sviðið mun jafnframt gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun og mótun fyrirtækjamenningar Arion banka og leiðir Birna Hlín Káradóttir nýja sviðið, en hún hefur gengt starfi yfirlögfræðings bankans frá árinu 2019 og setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2020. Menning og áhættuvitund skipta miklu í starfsemi fjármálafyrirtækja og var það því sérstaklega ánægjulegt að þegar Moody‘s hækkaði lánshæfiseinkunn okkar þá hækkaði fyrirtækið einnig þá einkunn sem snýr að áhættu tengdri umhverfis- og samfélagsþáttum og stjórnarháttum bankans og tók sérstaklega fram að áhætta vegna stjórnarhátta vær lág í ljósi fjárhagsstefnu bankans og áhættustýringar.“ Arion banki Kauphöllin Íslenskir bankar Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þar kemur fram að arðssemi eiginfjár hafi verið 12,9 prósent samanborið við 10,9 prósent í fyrra. Þá námu heildareignir 1.541 milljarð króna í lok september, samanborið við 1.466 milljarð króna´i árslok 2022. Lán til viðskiptavina jukust um 5,4 prósent frá áramótum. Aukningin nam 7,9 prósentum í lánum til fyrirtækja og 3,3 prósentum í lánum til einstaklinga, var þar aðallega um að ræða íbúðalán. Aukning í innlánum frá viðskiptavinum var 6,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Heildar eigið fé nam 193 milljörðum króna í lok september. Eigið fé hækkaði frá áramótum vegna afkomu fyrstu níu mánaða ársins en á móti koma aðrgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans að fjárhæð 15,6 milljörðuim króna. Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 24,4 prósent í lok september og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 19,4 prósent. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar tímabilsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50 prósentum af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 24,1 prósent í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 19,0 prósent. Eiginfjárhlutfall og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 eru vel umfram kröfur sem settar eru fram í lögum og af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Í samræmi við markmið Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera í samræmi við markmið bankans. Ef horft sé til fyrstu níu mánuða ársins sé hann að ná öllum helstu rekstrarmarkmiðum. „Við erum með óvenju fjölbreytt þjónustuframboð sem felur í sér dreifða tekjumyndun og ásamt áherslu okkar á skilvirkni þá skilar það sér í stöðugum og traustum rekstri. Eiginfjárstaða bankans er áfram sterk sem og lausafjárstaða og voru þessir þættir meðal þess sem lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s horfði til þegar það hækkaði nýverið lánshæfiseinkunn Arion banka í flokk A-3.“ Hann segir Moodys einnig hafa nefnt samþættingu Arion banka á banka-og tryggingastarfsemi. Benedikt segir ánægjulegt hversu vel samstarf Arion banka og Varðar hefur gengið síðasta árið. Stöðugt sé leitað leiða til að samþætta þjónustuna þannig að hún nýtist viðskiptavinum beggja sem best. Viðbúið að heimilisbókhald margra þyngist „Á þriðja ársfjórðungi hægði á vexti lánasafnsins sem meðal annars endurspeglar minni hagvöxt í íslensku hagkerfi. Yfirleitt er það svo að við fögnum góðum hagvexti en nú er verkefnið að ná niður verðbólgu og vöxtum og því jákvætt að það dragi úr hagvexti. Hátt vaxtastig kemur við heimilin og fyrirtækin í landinu og hefur dregið úr neyslu og umsvifum almennt, í takt við markmið Seðlabankans. Þau heimili sem völdu að festa vexti íbúðalána sinna þegar vaxtastig var lágt hafa notið góðs af því og verið í ákveðnu skjóli.“ Benedikt segir því viðbúið að fyrir marga verðii heimilisbókhaldið þungt þegar fastvaxtatímabili íbúðalánsins líkur. Undanfarnar vikur hafi bankinn því sett sig í samband við þennan hóp viðskiptavina til að fara yfir valkostina. „Í boði eru ýmsir kostir til að lækka greiðslubyrði og mikilvægt að hver og einn kynni sér þá og meti hvað henti best. Ef staðan er þröng þá metum við hvert tilvik fyrir sig og leitum sameiginlega að lausn. Við hvetjum alla sem hafa áhyggjur af stöðunni til að hafa samband við okkur til að fara yfir þá valkosti sem eru til staðar.“ Hann segir að í október hafi Arion banki kynnt skipulagsbreytingar sem hafi falist í stofnun sérstaks sviðs, rekstur og menning. Markmið breytinganna sé aukið samstarf mikilvægra stoðsviða, aukin skilvirkni í rekstri, markviss stýring umbreytingaverkefna og enn skýrari fókus á þjónustu og upplifun viðskiptavina. „Sviðið mun jafnframt gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun og mótun fyrirtækjamenningar Arion banka og leiðir Birna Hlín Káradóttir nýja sviðið, en hún hefur gengt starfi yfirlögfræðings bankans frá árinu 2019 og setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2020. Menning og áhættuvitund skipta miklu í starfsemi fjármálafyrirtækja og var það því sérstaklega ánægjulegt að þegar Moody‘s hækkaði lánshæfiseinkunn okkar þá hækkaði fyrirtækið einnig þá einkunn sem snýr að áhættu tengdri umhverfis- og samfélagsþáttum og stjórnarháttum bankans og tók sérstaklega fram að áhætta vegna stjórnarhátta vær lág í ljósi fjárhagsstefnu bankans og áhættustýringar.“
Arion banki Kauphöllin Íslenskir bankar Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira