Blikk brýtur blað með grænu ljósi Seðlabankans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2023 16:41 Bjarni Gaukur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Blikk hugbúnaðarþjónustu. Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. þróar lausn sem felst í því að greiðsla færist beint af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda án aðkomu hefðbundinna greiðslukortafyrirtækja. Fyrirtækið er fyrsta greiðslustofnun á Íslandi sem hlýtur starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands sem greiðsluvirkjandi og reikningsupplýsingaþjónusta. Í tilkynningu frá Blikk segir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi nýverið veitt fjártæknifyrirtækinu starfsleyfi á grundvelli laga um greiðsluþjónustu frá árinu 2021. Megintilgangur með lögunum, sem byggir á Evróputilskipun, er að gera greiðslumiðlun skilvirkari, hagkvæmari og öruggari auk þess að skapa samkeppnisgrundvöll fyrir greiðsluþjónustuveitendur og ýta þannig undir nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar. Leyfið gerir Blikk kleift að vera annars vegar milligönguaðili um greiðslur milli aðila, svokallaður greiðsluvirkjandi og hins vegar veitir leyfið Blikk aðgang að reikningsupplýsingum einstaklinga og fyrirtækja til þriðja aðila sem geta þróað virðisaukandi þjónustur byggða á þessum gögnum. Um bæði tilvikin, þ.e. greiðsluvirkjun og reikningsupplýsingaþjónustu, gilda strangar kröfur um upplýst samþykki og sannvottun þess sem gögnin varða, þ.e. þá einstaklinga og fyrirtækin sem gögnin tilheyra. Greiðsla af einum reikningi yfir á annan „Blikk hefur í tæp tvö ár þróað smágreiðslulausn þar sem greiðsla færist beint af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda án aðkomu hefðbundinna greiðslukortafyrirtækja. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kostnað og ógagnsæi vegna greiðsluþjónustu á Íslandi enda er kostnaðurinn allt að þrefaldur því sem þekkist erlendis frá.,“ segir í tilkynningunni. Með Blikk greiðsluþjónustu sé kominn valkostur sem geti orðið veruleg búbót fyrir samfélagið í heild þar sem byggt sé á skilvirkari og hagkvæmari tæknilausn en þeirri sem upphaflega var búin til við gjörólíkar aðstæður á miðri síðustu öld. Greiðsluþjónusta Blikk sé ekki einungis hagkvæmari kostur en þeir sem nú eru notaðir heldur bjóði tæknin einnig upp á nýja möguleika til hagsbóta fyrir neytendur og söluaðila. Bjarni Gaukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Blikk, segir að á undanförnum árum og áratugum hafi orðið miklar breytingar á neytendavenjum hvað varðar hvernig greitt er fyrir vörur og þjónustu. „Þessar breytingar hafa haft í för með sér mikla hagsbót fyrir samfélagið og í dag er það svo að nánast öll velta á smávörumarkaði er í gegnum greiðslulausnir sem eru á einn eða annan hátt byggðar ofan á kerfi kortafyrirtækja eins og MasterCard og VISA,“ segir Bjarni Gaukur. Möguleikar opnast árið 2021 „Gallinn við núverandi kerfi er sá að milliliðirnir eru ansi margir og fer fjölgandi fremur en fækkandi með tilheyrandi kostnaði. Það skýtur skökku við að þegar maður er í verslun og borgar með síma eða korti þá fer greiðslan á mikið ferðalag með fjölmörgum stoppistöðvum, jafnvel út fyrir landsteinana, og tilheyrandi kostnaði þar til hún skilar sér loks inn á reikning söluaðilans.“ Með tilkomu tækninýjunga og þeirra breytinga sem innleiddar voru í lög árið 2021 hafi opnast möguleikar til þess að gera greiðslulausnir sem eru tengdar beint við bankareikninga fremur en kort. Á því byggi nýja greiðslulausnin. „Við köllum það einfaldlega að blikka. Blikk greiðslur fara beint á milli aðila, eru ódýrari en kortagreiðslur og berast söluaðila í rauntíma eins og ætti að þykja eðlilegt í nútímasamfélagi. Allt sem heitir uppgjör heyrir því sögunni til. Neytendur geta fengið vörukvittunina í Blikk appið og ég sé fyrir mér að þetta geti hjálpað þeim að halda utan um neyslu sína sem og þróun vöruverðs. Þetta gerir söluaðilum kleift að þjónusta viðskiptavini sína á persónulegri hátt en áður hefur þekkst, t.d. til sníða tilboð að hverjum og einum, virkja afslætti vildarklúbba sjálfkrafa og svo mætti lengi telja.“ Greiðsla með einu blikki Umræða um þjóðaröryggi tengt greiðslumiðlun hafi farið hátt í samfélaginu upp á síðkastið en með tilkomu Blikk sé komin greiðslulausn sem sé í senn óháð og innlend. „Tæknileg högun Blikk er þannig háttað að hægt er að tryggja að innlend greiðslulausn geti ávallt verið virk jafnvel þó nettenging við útlönd rofni eða vegna annarra erlendra áhrifa. Við erum ákaflega stolt að vera fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem fær þetta tiltekna starfsleyfi frá FME og hlökkum til að kynna lausnir okkar á komandi vikum og mánuðum. Markmið okkar er að á Íslandi geti neytendur greitt fyrir viðskipti sín með einu blikki áður en langt um líður.“ Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. er að öllu leyti í eigu InfoCapital ehf. og starfsmanna félagsins. InfoCapital er fjárfestingarfélag stofnað árið 2009 af Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo Group, og stærsta einstaka hluthafa í Sýn hf. Vísir er í eigu Sýnar. Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í tilkynningu frá Blikk segir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi nýverið veitt fjártæknifyrirtækinu starfsleyfi á grundvelli laga um greiðsluþjónustu frá árinu 2021. Megintilgangur með lögunum, sem byggir á Evróputilskipun, er að gera greiðslumiðlun skilvirkari, hagkvæmari og öruggari auk þess að skapa samkeppnisgrundvöll fyrir greiðsluþjónustuveitendur og ýta þannig undir nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar. Leyfið gerir Blikk kleift að vera annars vegar milligönguaðili um greiðslur milli aðila, svokallaður greiðsluvirkjandi og hins vegar veitir leyfið Blikk aðgang að reikningsupplýsingum einstaklinga og fyrirtækja til þriðja aðila sem geta þróað virðisaukandi þjónustur byggða á þessum gögnum. Um bæði tilvikin, þ.e. greiðsluvirkjun og reikningsupplýsingaþjónustu, gilda strangar kröfur um upplýst samþykki og sannvottun þess sem gögnin varða, þ.e. þá einstaklinga og fyrirtækin sem gögnin tilheyra. Greiðsla af einum reikningi yfir á annan „Blikk hefur í tæp tvö ár þróað smágreiðslulausn þar sem greiðsla færist beint af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda án aðkomu hefðbundinna greiðslukortafyrirtækja. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kostnað og ógagnsæi vegna greiðsluþjónustu á Íslandi enda er kostnaðurinn allt að þrefaldur því sem þekkist erlendis frá.,“ segir í tilkynningunni. Með Blikk greiðsluþjónustu sé kominn valkostur sem geti orðið veruleg búbót fyrir samfélagið í heild þar sem byggt sé á skilvirkari og hagkvæmari tæknilausn en þeirri sem upphaflega var búin til við gjörólíkar aðstæður á miðri síðustu öld. Greiðsluþjónusta Blikk sé ekki einungis hagkvæmari kostur en þeir sem nú eru notaðir heldur bjóði tæknin einnig upp á nýja möguleika til hagsbóta fyrir neytendur og söluaðila. Bjarni Gaukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Blikk, segir að á undanförnum árum og áratugum hafi orðið miklar breytingar á neytendavenjum hvað varðar hvernig greitt er fyrir vörur og þjónustu. „Þessar breytingar hafa haft í för með sér mikla hagsbót fyrir samfélagið og í dag er það svo að nánast öll velta á smávörumarkaði er í gegnum greiðslulausnir sem eru á einn eða annan hátt byggðar ofan á kerfi kortafyrirtækja eins og MasterCard og VISA,“ segir Bjarni Gaukur. Möguleikar opnast árið 2021 „Gallinn við núverandi kerfi er sá að milliliðirnir eru ansi margir og fer fjölgandi fremur en fækkandi með tilheyrandi kostnaði. Það skýtur skökku við að þegar maður er í verslun og borgar með síma eða korti þá fer greiðslan á mikið ferðalag með fjölmörgum stoppistöðvum, jafnvel út fyrir landsteinana, og tilheyrandi kostnaði þar til hún skilar sér loks inn á reikning söluaðilans.“ Með tilkomu tækninýjunga og þeirra breytinga sem innleiddar voru í lög árið 2021 hafi opnast möguleikar til þess að gera greiðslulausnir sem eru tengdar beint við bankareikninga fremur en kort. Á því byggi nýja greiðslulausnin. „Við köllum það einfaldlega að blikka. Blikk greiðslur fara beint á milli aðila, eru ódýrari en kortagreiðslur og berast söluaðila í rauntíma eins og ætti að þykja eðlilegt í nútímasamfélagi. Allt sem heitir uppgjör heyrir því sögunni til. Neytendur geta fengið vörukvittunina í Blikk appið og ég sé fyrir mér að þetta geti hjálpað þeim að halda utan um neyslu sína sem og þróun vöruverðs. Þetta gerir söluaðilum kleift að þjónusta viðskiptavini sína á persónulegri hátt en áður hefur þekkst, t.d. til sníða tilboð að hverjum og einum, virkja afslætti vildarklúbba sjálfkrafa og svo mætti lengi telja.“ Greiðsla með einu blikki Umræða um þjóðaröryggi tengt greiðslumiðlun hafi farið hátt í samfélaginu upp á síðkastið en með tilkomu Blikk sé komin greiðslulausn sem sé í senn óháð og innlend. „Tæknileg högun Blikk er þannig háttað að hægt er að tryggja að innlend greiðslulausn geti ávallt verið virk jafnvel þó nettenging við útlönd rofni eða vegna annarra erlendra áhrifa. Við erum ákaflega stolt að vera fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem fær þetta tiltekna starfsleyfi frá FME og hlökkum til að kynna lausnir okkar á komandi vikum og mánuðum. Markmið okkar er að á Íslandi geti neytendur greitt fyrir viðskipti sín með einu blikki áður en langt um líður.“ Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. er að öllu leyti í eigu InfoCapital ehf. og starfsmanna félagsins. InfoCapital er fjárfestingarfélag stofnað árið 2009 af Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo Group, og stærsta einstaka hluthafa í Sýn hf. Vísir er í eigu Sýnar.
Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira