Viðskipti innlent

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Viðskipti innlent

Gefur út bók um gjaldþrot WOW air  

Um næstkomandi mánaðamót kemur út bók um gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Höfundur bókarinnar er Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, en í henni er farið yfir aðdragandann að stofnun flugfélagsins, uppgang þess og fall.

Viðskipti innlent

Þyngri róður í aprílmánuði

Samdráttar gætti í ýmsum kimum ferðaþjónustunnar í apríl. Fall WOW air hafði veruleg áhrif á rútufyrirtækin að sögn framkvæmdastjóra Kynnisferða en tekjur þess drógust saman um 34 prósent.

Viðskipti innlent

37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot

Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,3 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir.

Viðskipti innlent

Þykir bensín­stöðva­fækkunin brött

Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart.

Viðskipti innlent