770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 11:59 Vél hins gjaldþrota Primera Air á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. Að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna gjaldþrots Primera Air og Primera Travel Group (PTG) var afkoma Heimsferða neikvæð um 767,9 milljónir króna. Alls námu tapaðar kröfur á hendur Primera Air og PTG 938,7 milljónum króna. Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða í júní á þessu ári með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfssemi félagsins. Hefur bankinn þegar hafið söluferli félagsins og eru viðræður við mögulega fjárfesta hafnar. Heimsferðir þurftu að ráðast í „mikla endurskipulagningu“ við gjaldþrota Primera Air og reyndust nýir flugsamningar kostnaðarsamir. Þannig er áætlað að einskiptiskostnaður vegna gjalþrotsins hafi numið tæplega 96 milljónum króna. Hagnaður eftir skatt af reglulegri starfsemi ársins nam 2,7 milljónum króna samanborið við 52,3 milljónir króna árið 2017. Úr ársreikningi Heimsferða má þó lesa að grunnrekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega. Þannig námu rekstrartekjur Heimferða 4,3 milljörðum króna árið 2018, sem er um 8 prósent aukning frá fyrra ári. Þá segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, að horfur fyrir árið 2019 séu jákvæðar - „þrátt fyrir að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi m.a. vegna áhrifa falls Primera Air.“ Þannig hafi verið gengið frá samningum um flug fyrir félagið í vetur, gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Íslandi eins og undanfarin ár og verða bæði stök flugsæti og pakkaferðir í boði fjóra daga vikunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. Að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna gjaldþrots Primera Air og Primera Travel Group (PTG) var afkoma Heimsferða neikvæð um 767,9 milljónir króna. Alls námu tapaðar kröfur á hendur Primera Air og PTG 938,7 milljónum króna. Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða í júní á þessu ári með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfssemi félagsins. Hefur bankinn þegar hafið söluferli félagsins og eru viðræður við mögulega fjárfesta hafnar. Heimsferðir þurftu að ráðast í „mikla endurskipulagningu“ við gjaldþrota Primera Air og reyndust nýir flugsamningar kostnaðarsamir. Þannig er áætlað að einskiptiskostnaður vegna gjalþrotsins hafi numið tæplega 96 milljónum króna. Hagnaður eftir skatt af reglulegri starfsemi ársins nam 2,7 milljónum króna samanborið við 52,3 milljónir króna árið 2017. Úr ársreikningi Heimsferða má þó lesa að grunnrekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega. Þannig námu rekstrartekjur Heimferða 4,3 milljörðum króna árið 2018, sem er um 8 prósent aukning frá fyrra ári. Þá segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, að horfur fyrir árið 2019 séu jákvæðar - „þrátt fyrir að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi m.a. vegna áhrifa falls Primera Air.“ Þannig hafi verið gengið frá samningum um flug fyrir félagið í vetur, gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Íslandi eins og undanfarin ár og verða bæði stök flugsæti og pakkaferðir í boði fjóra daga vikunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15