Viðskipti innlent

Fjarskiptarisar veðja á afþreyingu

Fjarskiptafyrirtæki víða um heim hafa byggt afþreyingu ofan á innviði sína til að sporna við minnkandi vægi farsímaþjónustu. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu nálgast markaðinn með ólíkum hætti.

Viðskipti innlent

Þrettán milljarða króna söluhagnaður Hvals

Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda.

Viðskipti innlent

Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað

Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun.

Viðskipti innlent

Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air

Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið.

Viðskipti innlent