Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Eiður Þór Árnason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 15. september 2019 13:48 Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. Fréttablaðið/Gunnar - Getty/Matjaz Slanic Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að afleiðingar drónaárása á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í gær, geti teygt anga sína hingað til lands og haft áhrif á verðlag hér á landi. Verstu spár hljóði upp á eldsneytishækkanir sem nái um og yfir tíu prósentum og myndu hafa víðtæk áhrif um allan heim. Jón Bjarki telur að þróunin á komandi vikum fari allt eftir því hvað gerist á næstu dögum.Sjá einnig: Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir„Samkvæmt mati kollega minna í erlendum greiningardeildum þá eru til skammtímabirgðir til að bregðast við þessu falli í framleiðslugetu Sádanna og ef að svo fer að þeir nái að laga framleiðslugetuna á næstu dögum og málin taka almennt þá stefnu að sáttavilji muni ríkja á svæðinu, þá geta áhrifin orðið takmörkuð.“Áhrif á eldsneytisverð gætu þó orðið mun meiri „Bandaríkin voru fljót að kenna Íran um árásina þó að Íran neiti því og hópar í Jemen hafi lýst ábyrgðinni á sig, sem gerir það miklu erfiðara fyrir Bandaríkin að gangast við því að létta til dæmis tímabundið viðskiptahömlum á útflutning Írana á olíu, sem gæti lagað framboðsstöðuna töluvert á komandi dögum.“Sjá einnig:Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-ArabíuAukin spenna gæti leitt til mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði sem hefðu áhrif um allan heim. „Þannig að ef spenna eykst á svæðinu og/eða lengra líður þangað til framleiðslugeta kemst í lag, tala þá ekki um hvort tveggja, þá verða áhrifin á eldsneytisverð óhjákvæmilega umtalsverð. Menn eru að tala um jafnvel einhverja tveggja stafa tölu í prósentuhækkunum á eldsneyti og það finnum við fyrir hér á Íslandi eins og aðrir,“ bætti Jón Bjarki við.Segir stöðuna eiga eftir að ráðast á allra næstu dögum „Bara á allra næstu dögum þá annars vegar skýrist hvort að Sádarnir verði fljótir að laga framleiðslugetuna hjá sér eða hvort að það er eitthvað sem tekur vikur eða mánuði, og hvaða stefnu pólitíkin á svæðinu tekur. Hvort að þetta verður svona áminning til manna að bera klæði á vopnin og reyna að stofna til meiri friðar á svæðinu eða hvort að haukarnir nái yfirhöndinni og það gæti jafnvel orðið enn meiri spenna milli Írans og Bandaríkjanna,“ sagði Jón Bjarki. Jón segir jafnframt að það myndi hafa áhrif á innflutningsverð og verðlagsþróun hér á landi. „Ef að þróunin verður óhagstæð bæði varðandi framleiðslugetuna og pólitíkina, þá eru áhrifin að fara að verða umtalsverð á verð á eldsneyti, og það hefur áhrif á okkur, á flugfargjöld, almennt innflutningsverð og verðlagsþróun.“ Bandaríkin Bensín og olía Efnahagsmál Íran Neytendur Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að afleiðingar drónaárása á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í gær, geti teygt anga sína hingað til lands og haft áhrif á verðlag hér á landi. Verstu spár hljóði upp á eldsneytishækkanir sem nái um og yfir tíu prósentum og myndu hafa víðtæk áhrif um allan heim. Jón Bjarki telur að þróunin á komandi vikum fari allt eftir því hvað gerist á næstu dögum.Sjá einnig: Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir„Samkvæmt mati kollega minna í erlendum greiningardeildum þá eru til skammtímabirgðir til að bregðast við þessu falli í framleiðslugetu Sádanna og ef að svo fer að þeir nái að laga framleiðslugetuna á næstu dögum og málin taka almennt þá stefnu að sáttavilji muni ríkja á svæðinu, þá geta áhrifin orðið takmörkuð.“Áhrif á eldsneytisverð gætu þó orðið mun meiri „Bandaríkin voru fljót að kenna Íran um árásina þó að Íran neiti því og hópar í Jemen hafi lýst ábyrgðinni á sig, sem gerir það miklu erfiðara fyrir Bandaríkin að gangast við því að létta til dæmis tímabundið viðskiptahömlum á útflutning Írana á olíu, sem gæti lagað framboðsstöðuna töluvert á komandi dögum.“Sjá einnig:Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-ArabíuAukin spenna gæti leitt til mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði sem hefðu áhrif um allan heim. „Þannig að ef spenna eykst á svæðinu og/eða lengra líður þangað til framleiðslugeta kemst í lag, tala þá ekki um hvort tveggja, þá verða áhrifin á eldsneytisverð óhjákvæmilega umtalsverð. Menn eru að tala um jafnvel einhverja tveggja stafa tölu í prósentuhækkunum á eldsneyti og það finnum við fyrir hér á Íslandi eins og aðrir,“ bætti Jón Bjarki við.Segir stöðuna eiga eftir að ráðast á allra næstu dögum „Bara á allra næstu dögum þá annars vegar skýrist hvort að Sádarnir verði fljótir að laga framleiðslugetuna hjá sér eða hvort að það er eitthvað sem tekur vikur eða mánuði, og hvaða stefnu pólitíkin á svæðinu tekur. Hvort að þetta verður svona áminning til manna að bera klæði á vopnin og reyna að stofna til meiri friðar á svæðinu eða hvort að haukarnir nái yfirhöndinni og það gæti jafnvel orðið enn meiri spenna milli Írans og Bandaríkjanna,“ sagði Jón Bjarki. Jón segir jafnframt að það myndi hafa áhrif á innflutningsverð og verðlagsþróun hér á landi. „Ef að þróunin verður óhagstæð bæði varðandi framleiðslugetuna og pólitíkina, þá eru áhrifin að fara að verða umtalsverð á verð á eldsneyti, og það hefur áhrif á okkur, á flugfargjöld, almennt innflutningsverð og verðlagsþróun.“
Bandaríkin Bensín og olía Efnahagsmál Íran Neytendur Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44