Áttföld eftirspurn eftir litlum og hagkvæmum íbúðum í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2019 13:15 Verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags segir að markaðurinn hafi einblínt um of á dýrar og stærri íbúðir. Slíkt henti fyrstu kaupendum ekki. Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum í smáíbúðahverfi sem á að rísa í Gufunesi. Mörg hundruð manns verður neitað um að fjárfesta í lítilli og hagkvæmri íbúð í hinu vistvæna og bíllausa hverfi. Hverfið er hluti af samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk sem fór fram í fyrra. Þorpið – vistfélag var á meðal vinningahafa og fékk úthlutaða lóð í Gufunesi. Breytingar á deiliskipulagi hafa gengið í gegn en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist strax í nóvember. „Við opnuðum fyrir umsóknir og skráningar í vor og fengum mjóg fljótt 500 skráningar og hættum þá allri kynningu en kynning fór einungis fram á samfélagsmiðlum og það eru komnar rúmlega þúsund skráningar núna eða þúsund umsóknir um íbúðir hjá þorpinu og það verða 130 íbúðir til ráðstöfunar,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Á sama tíma og varað er við kólnandi hagkerfi er gríðarleg eftirspurn í litlar og hagkvæmar íbúðir. Hvað lestu í þetta?„Við erum að bjóða litlar og ódýrar íbúðir. Það hefur verið algjör skortur á þeim á markaðnum og það er algjör skortur á þeim á markaðnum. Þessi spurn eftir þessum íbúðum, þessi áttfalda eða nífalda eftirspurn sýnir einfaldlega að markaðurinn hefur ekki verið að bjóða þær íbúðir sem ungt fólk þarf og getur ráðið við að kaupa.“Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags, segir að markaðurinn hafi ekki sinnt þörfum unga fólksins sem skyldi hingað til.frettablaðið/anton brinkRunólfur segir að öll hugmyndavinna við hverfið hafi verið þróuð með ungu fólki sem hefur lýst yfir áhuga á að búa í hverfinu. Hann segist hafa fundið sterkt fyrir því að unga fólkið leggi mikið upp úr hinu umhverfisvæna. „Við finnum fyrir rosalega miklum áhuga á að gera hlutina þar öðruvísi. Kálgarður fylgir hverri einustu íbúð, fólk má byggja sér hænsnakofa, hverfið er bíllaust, stæðin eru fyrir utan hverfið og svo eru bara göngustígar inni í hverfinu og alls konar svona þættir sem við höfum þróað eftir hugmyndum fá þessu fólki sem ætlar að búa þarna.“ Félagið mun kalla eftir greiðslumati frá þessum stóra hópi umsækjenda en það liggur ljóst fyrir að færri munu fá en vilja. Kaupendur þurfa að hafa tíu prósent eigið fé til útborgunar. Fyrstu kaupendur geta fengið níutíu prósent lán en í öllu falli þarf fólk að leggja fram á bilinu 1,7 milljónir og upp í þrjár og hálfa milljón. „Þegar íbúðirnar verða tilgreindar og fólk getur sótt um tilgreinda bíúð þá er einfaldlega bara dregið milli þeirra sem sækja um. Þetta er ekkert flókið. Við þurfum bara að tryggja fullkomið gagnsæi og sanngirni og það verður eiginlega ekki gert með öðrum hætti,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum í smáíbúðahverfi sem á að rísa í Gufunesi. Mörg hundruð manns verður neitað um að fjárfesta í lítilli og hagkvæmri íbúð í hinu vistvæna og bíllausa hverfi. Hverfið er hluti af samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk sem fór fram í fyrra. Þorpið – vistfélag var á meðal vinningahafa og fékk úthlutaða lóð í Gufunesi. Breytingar á deiliskipulagi hafa gengið í gegn en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist strax í nóvember. „Við opnuðum fyrir umsóknir og skráningar í vor og fengum mjóg fljótt 500 skráningar og hættum þá allri kynningu en kynning fór einungis fram á samfélagsmiðlum og það eru komnar rúmlega þúsund skráningar núna eða þúsund umsóknir um íbúðir hjá þorpinu og það verða 130 íbúðir til ráðstöfunar,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Á sama tíma og varað er við kólnandi hagkerfi er gríðarleg eftirspurn í litlar og hagkvæmar íbúðir. Hvað lestu í þetta?„Við erum að bjóða litlar og ódýrar íbúðir. Það hefur verið algjör skortur á þeim á markaðnum og það er algjör skortur á þeim á markaðnum. Þessi spurn eftir þessum íbúðum, þessi áttfalda eða nífalda eftirspurn sýnir einfaldlega að markaðurinn hefur ekki verið að bjóða þær íbúðir sem ungt fólk þarf og getur ráðið við að kaupa.“Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags, segir að markaðurinn hafi ekki sinnt þörfum unga fólksins sem skyldi hingað til.frettablaðið/anton brinkRunólfur segir að öll hugmyndavinna við hverfið hafi verið þróuð með ungu fólki sem hefur lýst yfir áhuga á að búa í hverfinu. Hann segist hafa fundið sterkt fyrir því að unga fólkið leggi mikið upp úr hinu umhverfisvæna. „Við finnum fyrir rosalega miklum áhuga á að gera hlutina þar öðruvísi. Kálgarður fylgir hverri einustu íbúð, fólk má byggja sér hænsnakofa, hverfið er bíllaust, stæðin eru fyrir utan hverfið og svo eru bara göngustígar inni í hverfinu og alls konar svona þættir sem við höfum þróað eftir hugmyndum fá þessu fólki sem ætlar að búa þarna.“ Félagið mun kalla eftir greiðslumati frá þessum stóra hópi umsækjenda en það liggur ljóst fyrir að færri munu fá en vilja. Kaupendur þurfa að hafa tíu prósent eigið fé til útborgunar. Fyrstu kaupendur geta fengið níutíu prósent lán en í öllu falli þarf fólk að leggja fram á bilinu 1,7 milljónir og upp í þrjár og hálfa milljón. „Þegar íbúðirnar verða tilgreindar og fólk getur sótt um tilgreinda bíúð þá er einfaldlega bara dregið milli þeirra sem sækja um. Þetta er ekkert flókið. Við þurfum bara að tryggja fullkomið gagnsæi og sanngirni og það verður eiginlega ekki gert með öðrum hætti,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45
Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35