Gísli pólfari kaupir Vigur á hundruð milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 14:15 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vísir Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins.
Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37
Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41
Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15