Viðskipti innlent

Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ

Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf.

Viðskipti innlent

Hörður og Ólöf leiða nýjan viðskiptamiðil á Vísi

Nýr miðill sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál hefur göngu sína á Vísi á næstunni. Fyrir miðlinum fara þau Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir en auk þeirra kemur til starfa viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson. Um verður að ræða fréttamiðil í áskrift.

Viðskipti innlent

Jóhann Óskar ráðinn yfirflugstjóri PLAY

Jóhann Óskar Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirflugstjóri hjá flugfélaginu PLAY. Jóhann hefur komið víða við í fluggeiranum en hann hefur starfað hjá fjórum öðrum flugfélögum ásamt því að hafa setið í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Heil­brigðis­kerfið á kross­götum

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru meðal þeirra sem halda erindi á sérstökum fundi SA og Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum.

Viðskipti innlent

Út­gjöld vegna ferða­laga er­lendis jukust um 59 prósent

Þjónustujöfnuður var jákvæður um 25,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi og batnar verulega milli ára samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega milli ára eða um 19,3 milljarða. Á sama tíma jukust útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis um 5,7 milljarða.

Viðskipti innlent

Laut í lægra haldi fyrir er­­lendum tækni­­­risum

Viðskiptabankarnir töldu að lítil eftirspurn væri eftir greiðsluappinu Kvitt og vildu frekar einbeita sér að innleiðingu erlendra lausna á borð við Apple Pay. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur litlar áhyggjur af því að alvarleg röskun geti orðið á tengingu Íslands við erlend greiðslukortakerfi.

Viðskipti innlent