Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. mars 2025 12:14 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Mögulegt tollastríð gæti haft umtalsverð áhrif á íslenskan almennig að mati seðlabankastjóra. Vöruverð gæti hækkað og ferðamenn síður skilað sér til landsins. Seðlabankinn vinnur að greiningu á líklegum áhrifum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri mættu í morgun fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að fara yfir skýrslur peningastefnunefndar Seðlabankans á síðasta ári þar sem þeir voru spurðir um möguleg áhrif boðaðra tollastríða. Ásgeir sagði áhrifin geta reynst töluverð og líkti þeim við það sem sást í Covid þegar framleiðslukeðjur rofnuðu. „Við gætum verið að sjá verð á vörum hækka á alþjóðamarkaði. Það gæti alveg haft áhrif hér. Verð á bílum hækkaði, Ísland flytur inn allar varanlegar neysluvörur eins og bíla og þvottavélar og þetta gæti allt saman hækkað.“ Tollastríð geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu og þar á meðal á Íslandi. Eftirspurn eftir vörum dragist saman auk þess sem það sem keypt sé frá útlöndum verði dýrara. Þetta geti haft áhrif á verðbólgu. „Það sem ég heyri úti, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu er að seðlabankar þar eru farnir að óttast að þeir muni ekki geta lækkað meira og í Bandaríkjunum eru menn meira segja farnir að velta því fyrir sér að seðlabankinn þurfi að hækka vexti.“ Áhyggjur af ferðaþjónustu Ferðaþjónustan á Íslandi sé auk þess rekin áfram á bandarískum ferðamönnum að miklu leyti. „Ef það fer að verða mjög mikill óstöðugleiki í Bandaríkjunum og jafnvel kreppa að þá mun það koma fram í færri heimsóknum til okkar, og ég held að það séu þau áhrif sem við þurfum kannski helst að hafa áhyggjur af.“ Íslendingar geti reynst í erfiðri stöðu færist heimurinn að einhverju leyti úr bandalögum í tvíhliða samninga. „Öll ríki eru stór og munu beita afli gegn okkur. Fara að heimta eitthvað í staðinn, fiskveiðiheimildir, einhver réttindi eða eitthvað annað. Svo er það líka að við flytjum vörur út til ákveðinna landa og kaupum vörur frá öðrum löndum. Þannig um leið og við förum að leggjast í tvíhliða samninga og tollasamninga erum við komin aftur í kreppuna miklu þar sem við þurftum að afnema vínbann á Íslandi og kaupa Spánarvín til að geta selt saltfisk til Spánar,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn vinnur nú að greiningu á mögulegum efnahagslegum áhrifum tollastríðs á íslenskan þjóðarbúskap. Skattar og tollar Bandaríkin Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál Ferðaþjónusta Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri mættu í morgun fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að fara yfir skýrslur peningastefnunefndar Seðlabankans á síðasta ári þar sem þeir voru spurðir um möguleg áhrif boðaðra tollastríða. Ásgeir sagði áhrifin geta reynst töluverð og líkti þeim við það sem sást í Covid þegar framleiðslukeðjur rofnuðu. „Við gætum verið að sjá verð á vörum hækka á alþjóðamarkaði. Það gæti alveg haft áhrif hér. Verð á bílum hækkaði, Ísland flytur inn allar varanlegar neysluvörur eins og bíla og þvottavélar og þetta gæti allt saman hækkað.“ Tollastríð geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu og þar á meðal á Íslandi. Eftirspurn eftir vörum dragist saman auk þess sem það sem keypt sé frá útlöndum verði dýrara. Þetta geti haft áhrif á verðbólgu. „Það sem ég heyri úti, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu er að seðlabankar þar eru farnir að óttast að þeir muni ekki geta lækkað meira og í Bandaríkjunum eru menn meira segja farnir að velta því fyrir sér að seðlabankinn þurfi að hækka vexti.“ Áhyggjur af ferðaþjónustu Ferðaþjónustan á Íslandi sé auk þess rekin áfram á bandarískum ferðamönnum að miklu leyti. „Ef það fer að verða mjög mikill óstöðugleiki í Bandaríkjunum og jafnvel kreppa að þá mun það koma fram í færri heimsóknum til okkar, og ég held að það séu þau áhrif sem við þurfum kannski helst að hafa áhyggjur af.“ Íslendingar geti reynst í erfiðri stöðu færist heimurinn að einhverju leyti úr bandalögum í tvíhliða samninga. „Öll ríki eru stór og munu beita afli gegn okkur. Fara að heimta eitthvað í staðinn, fiskveiðiheimildir, einhver réttindi eða eitthvað annað. Svo er það líka að við flytjum vörur út til ákveðinna landa og kaupum vörur frá öðrum löndum. Þannig um leið og við förum að leggjast í tvíhliða samninga og tollasamninga erum við komin aftur í kreppuna miklu þar sem við þurftum að afnema vínbann á Íslandi og kaupa Spánarvín til að geta selt saltfisk til Spánar,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn vinnur nú að greiningu á mögulegum efnahagslegum áhrifum tollastríðs á íslenskan þjóðarbúskap.
Skattar og tollar Bandaríkin Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál Ferðaþjónusta Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira