Tónlist Nylon í Smáralind Nylon flokkurinn í boði KBbanka hefur ákveðið að boða til tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind Laugardag 18. nóvember nk. klukkan 15:00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að þriðja platan þeirra, sem ber nafnið Nylon, kemur út í næstu viku. Tónlist 10.11.2006 11:15 Kallar fram gæsahúð Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User's Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum. Tónlist 10.11.2006 11:00 Framtakssömu stelpurnar frá Svíþjóð vekja athygli Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlöndunum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sérstaklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson greinir frá. Tónlist 10.11.2006 09:30 Flýtir vegna Sykurmola Tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma. Tónlist 10.11.2006 09:00 Sufjan Stevens missir ekki af Sykurmolunum Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni þann 17. og 18. nóvember, vill alls ekki missa af afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll 17. nóvember - enda bandið að koma saman í þetta eina skipti í tilefni af 20 ára afmæli sínu. Tónlist 9.11.2006 14:30 DP One til landsins Daniel A. Pinero eða DP One er einn af efnilegustu Hip-Hop plötusnúðum Bandaríkjanna um þessar mundir. DP One er þrjú elementin uppmáluð þarsem hann er plötusnúður, rappari og breakdansari. Hann er einn af fjórum í hóp sem kallar sig Turntable Anihilists og meðlimur í Rock City Rockers, TCK og Zulu Kingz Tónlist 8.11.2006 17:00 Kemur út á DVD Nirvana - Live! Tonight! Sold Out!! er loksins fáanlegur á DVD, en upprunalega kom þessi titill út á VHS formatinu árið 1994. Kurt Cobain kom með hugmyndina af þessari útgáfu ári eftir að tímamótaplatan Nevermind kom út 1991. Tónlist 8.11.2006 15:15 Ljósmyndasamkeppni frá Hróarskeldu Í tilefni þess að miðasala er að hefjast hefur verið efnt til ljósmyndasamkeppni en sigurvegarinn verður tilkynntur sama dag og miðasalan hefst. Hátíðin verður haldin dagana 5.-8. júlí á næsta ári en aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að færa hátíðina um eina viku en venjan hefur verið hingað til Tónlist 7.11.2006 16:00 Múm hitar upp fyrir Sykurmolana Eins og landi og lýð ætti að vera ljóst munu Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember. Tónlist 7.11.2006 11:45 Rokkað í Höllinni Miklir rokkstjörnutónleikar verða haldnir í Laugardalshöll þann 30. nóvember. Allar hetjurnar úr Rock Star: Supernova hittast þar í fyrsta sinn síðan raunveruleikaþættinum lauk, eða þau Magni, Dilana, Toby og Storm ásamt húshljómsveitinni. Tónlist 7.11.2006 00:01 Einlægi Írinn gefur út 9 Írski trúbadorinn Damien Rice gefur í dag út sína aðra hljóðversplötu, 9. Fylgir hún á eftir miklum vinsældum O, sem kom út fyrir fjórum árum. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa hugljúfa tónlistarmanns. Tónlist 6.11.2006 16:30 Plata Bubba uppseld Salan á nýjustu plötu Bubba, 06.06.06, hefur gengið framar vonum og er hún núna uppseld hjá útgefanda eftir aðeins tvær vikur í sölu. Tónlist 6.11.2006 11:00 Vill Coxon aftur í Blur Alex James, bassaleikari Blur, segir að fyrrverandi gítarleikari sveitarinnar, Graham Coxon, sé velkominn aftur í sveitina. Coxon hætti fyrir þremur árum til að einbeita sér að sólóferli sínum. Tónlist 6.11.2006 09:00 Sálumessur í Hallgrímskirkju Allra heilagramessa er í dag og að því tilefni gengst Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir sálumessutónleikum. Tónlist 5.11.2006 16:00 Klassík við kertaljós í Hafnarborg Hinir árlegu kertaljósatónleikar Tríós Reykjavíkur verða haldnir í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift þeirra er „Klassík við kertaljós“ en jafnan skapast einstök stemmning á þessum tónleikum þar sem fögur tónlist er leikin við flöktandi kertaljós. Efniskráin miðast við að veita bæði birtu og yl inn í vitund áheyrenda. Tónlist 5.11.2006 14:00 Heitt og erótískt en ekki klám Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Tónlist 5.11.2006 12:00 Enginn Osbourne Félagar Ozzy Osbourne úr hljómsveitinni Black Sabbath ætla í tónleikaferð snemma á næsta ári án Ozzys, undir nafninu Heaven and Hell. Tónlist 5.11.2006 11:30 Björk í efsta sæti Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Tónlist 4.11.2006 18:00 Kammersveit á tónleikaferð Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. Tónlist 4.11.2006 15:00 Latabæ spáð meiri vinsældum en Justin Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum. Tónlist 4.11.2006 14:00 Leikið á langspil og saltara Rangt var farið með tímasetningu tónleika í Dómkirkjunni í Fréttablaðinu í gær. Tónleikar á kirkjuloftinu voru sagðir fara fram í dag en hið rétta er að þeir verða ekki fyrr en á morgun, sunnudag. Eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á mistökunum. Tónlist 4.11.2006 13:30 Lét hjartað ráða förinni Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar. Tónlist 4.11.2006 13:00 Menn dansa líka í Noregi Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar. Tónlist 4.11.2006 12:30 Richard í tónleikaferð Sir Cliff Richard hefur tónleikaferð sína, sem endar á Íslandi í mars, á laugardag í London. Mun hann spila fimm kvöld í röð á Wembley Arena. Eftir áramót fer hann til Miðaustur- og Suðaustur-Asíu þar sem hann mun syngja á stöðum eins og Dubai, Taílandi og Srí Lanka. Tónlist 4.11.2006 11:45 Shakira með fernu Kólumbíska poppstjarnan Shakira fékk fern Latin-Grammyverðlaun við hátíðlega athöfn í New York. Verðlaun hlaut hún m.a. fyrir bestu plötuna og fyrir bestu plötu kvenkyns tónlistarmanns. Sagði hún í þakkarræðu sinni að bæta þyrfti líf innflytjenda sem búa í Bandaríkjunum og bíða eftir því að hljóta ríkisborgararétt. Tónlist 4.11.2006 11:00 Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónlist 4.11.2006 10:30 Tvenna hjá Timberlake Justin Timberlake var valinn besti popparinn og besti karlkyns tónlistarmaðurinn á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni sem var haldin með pomp og prakt í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Tónlist 4.11.2006 09:30 Þriðju Kristalstónleikarnir Þriðju kammertónleikarnir í Kristalstónleikaröð félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt slagverksleikurunum Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árna Áskelssyni, Jorge Renes López, og Kjartani Guðnasyni undir stjórn Eggerts Pálssonar. Tónlist 4.11.2006 09:00 Plata Nylon á leið í búðir Nýjasta plata Nylon verður seld í verslunum Hagkaupa í 5.000 eintökum fyrir jólin. Mun hún væntanlega koma í verslanir 16. nóvember. „Við getum ekki hugsað okkur plötujól án þess að hafa Nylon í hillunum. Þess vegna sóttum við fast eftir því að fá þessa plötu til landsins,“ sagði Einar Ólafur Speight hjá Hagkaupum. Tónlist 3.11.2006 17:45 Ný lög og sálmar Tónlistardagar Dómkirkjunnar í Reykjavík eru árleg tónlistarveisla sem haldin er í kringum vígsluafmæli kirkjunnar síðustu helgina í október og fram í miðjan nóvember. Tónlistardagarnir eru nú haldnir í 25. skipti en í ár eru liðin 210 ár frá því að Dómkirkjan var vígð. Tónlist 3.11.2006 16:30 « ‹ 220 221 222 223 224 225 226 227 … 227 ›
Nylon í Smáralind Nylon flokkurinn í boði KBbanka hefur ákveðið að boða til tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind Laugardag 18. nóvember nk. klukkan 15:00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að þriðja platan þeirra, sem ber nafnið Nylon, kemur út í næstu viku. Tónlist 10.11.2006 11:15
Kallar fram gæsahúð Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User's Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum. Tónlist 10.11.2006 11:00
Framtakssömu stelpurnar frá Svíþjóð vekja athygli Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlöndunum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sérstaklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson greinir frá. Tónlist 10.11.2006 09:30
Flýtir vegna Sykurmola Tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma. Tónlist 10.11.2006 09:00
Sufjan Stevens missir ekki af Sykurmolunum Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni þann 17. og 18. nóvember, vill alls ekki missa af afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll 17. nóvember - enda bandið að koma saman í þetta eina skipti í tilefni af 20 ára afmæli sínu. Tónlist 9.11.2006 14:30
DP One til landsins Daniel A. Pinero eða DP One er einn af efnilegustu Hip-Hop plötusnúðum Bandaríkjanna um þessar mundir. DP One er þrjú elementin uppmáluð þarsem hann er plötusnúður, rappari og breakdansari. Hann er einn af fjórum í hóp sem kallar sig Turntable Anihilists og meðlimur í Rock City Rockers, TCK og Zulu Kingz Tónlist 8.11.2006 17:00
Kemur út á DVD Nirvana - Live! Tonight! Sold Out!! er loksins fáanlegur á DVD, en upprunalega kom þessi titill út á VHS formatinu árið 1994. Kurt Cobain kom með hugmyndina af þessari útgáfu ári eftir að tímamótaplatan Nevermind kom út 1991. Tónlist 8.11.2006 15:15
Ljósmyndasamkeppni frá Hróarskeldu Í tilefni þess að miðasala er að hefjast hefur verið efnt til ljósmyndasamkeppni en sigurvegarinn verður tilkynntur sama dag og miðasalan hefst. Hátíðin verður haldin dagana 5.-8. júlí á næsta ári en aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að færa hátíðina um eina viku en venjan hefur verið hingað til Tónlist 7.11.2006 16:00
Múm hitar upp fyrir Sykurmolana Eins og landi og lýð ætti að vera ljóst munu Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember. Tónlist 7.11.2006 11:45
Rokkað í Höllinni Miklir rokkstjörnutónleikar verða haldnir í Laugardalshöll þann 30. nóvember. Allar hetjurnar úr Rock Star: Supernova hittast þar í fyrsta sinn síðan raunveruleikaþættinum lauk, eða þau Magni, Dilana, Toby og Storm ásamt húshljómsveitinni. Tónlist 7.11.2006 00:01
Einlægi Írinn gefur út 9 Írski trúbadorinn Damien Rice gefur í dag út sína aðra hljóðversplötu, 9. Fylgir hún á eftir miklum vinsældum O, sem kom út fyrir fjórum árum. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa hugljúfa tónlistarmanns. Tónlist 6.11.2006 16:30
Plata Bubba uppseld Salan á nýjustu plötu Bubba, 06.06.06, hefur gengið framar vonum og er hún núna uppseld hjá útgefanda eftir aðeins tvær vikur í sölu. Tónlist 6.11.2006 11:00
Vill Coxon aftur í Blur Alex James, bassaleikari Blur, segir að fyrrverandi gítarleikari sveitarinnar, Graham Coxon, sé velkominn aftur í sveitina. Coxon hætti fyrir þremur árum til að einbeita sér að sólóferli sínum. Tónlist 6.11.2006 09:00
Sálumessur í Hallgrímskirkju Allra heilagramessa er í dag og að því tilefni gengst Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir sálumessutónleikum. Tónlist 5.11.2006 16:00
Klassík við kertaljós í Hafnarborg Hinir árlegu kertaljósatónleikar Tríós Reykjavíkur verða haldnir í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift þeirra er „Klassík við kertaljós“ en jafnan skapast einstök stemmning á þessum tónleikum þar sem fögur tónlist er leikin við flöktandi kertaljós. Efniskráin miðast við að veita bæði birtu og yl inn í vitund áheyrenda. Tónlist 5.11.2006 14:00
Heitt og erótískt en ekki klám Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Tónlist 5.11.2006 12:00
Enginn Osbourne Félagar Ozzy Osbourne úr hljómsveitinni Black Sabbath ætla í tónleikaferð snemma á næsta ári án Ozzys, undir nafninu Heaven and Hell. Tónlist 5.11.2006 11:30
Björk í efsta sæti Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Tónlist 4.11.2006 18:00
Kammersveit á tónleikaferð Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. Tónlist 4.11.2006 15:00
Latabæ spáð meiri vinsældum en Justin Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum. Tónlist 4.11.2006 14:00
Leikið á langspil og saltara Rangt var farið með tímasetningu tónleika í Dómkirkjunni í Fréttablaðinu í gær. Tónleikar á kirkjuloftinu voru sagðir fara fram í dag en hið rétta er að þeir verða ekki fyrr en á morgun, sunnudag. Eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á mistökunum. Tónlist 4.11.2006 13:30
Lét hjartað ráða förinni Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar. Tónlist 4.11.2006 13:00
Menn dansa líka í Noregi Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar. Tónlist 4.11.2006 12:30
Richard í tónleikaferð Sir Cliff Richard hefur tónleikaferð sína, sem endar á Íslandi í mars, á laugardag í London. Mun hann spila fimm kvöld í röð á Wembley Arena. Eftir áramót fer hann til Miðaustur- og Suðaustur-Asíu þar sem hann mun syngja á stöðum eins og Dubai, Taílandi og Srí Lanka. Tónlist 4.11.2006 11:45
Shakira með fernu Kólumbíska poppstjarnan Shakira fékk fern Latin-Grammyverðlaun við hátíðlega athöfn í New York. Verðlaun hlaut hún m.a. fyrir bestu plötuna og fyrir bestu plötu kvenkyns tónlistarmanns. Sagði hún í þakkarræðu sinni að bæta þyrfti líf innflytjenda sem búa í Bandaríkjunum og bíða eftir því að hljóta ríkisborgararétt. Tónlist 4.11.2006 11:00
Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónlist 4.11.2006 10:30
Tvenna hjá Timberlake Justin Timberlake var valinn besti popparinn og besti karlkyns tónlistarmaðurinn á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni sem var haldin með pomp og prakt í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Tónlist 4.11.2006 09:30
Þriðju Kristalstónleikarnir Þriðju kammertónleikarnir í Kristalstónleikaröð félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt slagverksleikurunum Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árna Áskelssyni, Jorge Renes López, og Kjartani Guðnasyni undir stjórn Eggerts Pálssonar. Tónlist 4.11.2006 09:00
Plata Nylon á leið í búðir Nýjasta plata Nylon verður seld í verslunum Hagkaupa í 5.000 eintökum fyrir jólin. Mun hún væntanlega koma í verslanir 16. nóvember. „Við getum ekki hugsað okkur plötujól án þess að hafa Nylon í hillunum. Þess vegna sóttum við fast eftir því að fá þessa plötu til landsins,“ sagði Einar Ólafur Speight hjá Hagkaupum. Tónlist 3.11.2006 17:45
Ný lög og sálmar Tónlistardagar Dómkirkjunnar í Reykjavík eru árleg tónlistarveisla sem haldin er í kringum vígsluafmæli kirkjunnar síðustu helgina í október og fram í miðjan nóvember. Tónlistardagarnir eru nú haldnir í 25. skipti en í ár eru liðin 210 ár frá því að Dómkirkjan var vígð. Tónlist 3.11.2006 16:30