Tónlist

Nylon í Smáralind

Nylon flokkurinn í boði KBbanka hefur ákveðið að boða til tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind Laugardag 18. nóvember nk. klukkan 15:00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að þriðja platan þeirra, sem ber nafnið Nylon, kemur út í næstu viku.

Tónlist

Kallar fram gæsahúð

Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User's Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum.

Tónlist

Framtakssömu stelpurnar frá Svíþjóð vekja athygli

Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlöndunum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sérstaklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson greinir frá.

Tónlist

Flýtir vegna Sykurmola

Tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma.

Tónlist

Sufjan Stevens missir ekki af Sykurmolunum

Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni þann 17. og 18. nóvember, vill alls ekki missa af afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll 17. nóvember - enda bandið að koma saman í þetta eina skipti í tilefni af 20 ára afmæli sínu.

Tónlist

DP One til landsins

Daniel A. Pinero eða DP One er einn af efnilegustu Hip-Hop plötusnúðum Bandaríkjanna um þessar mundir. DP One er þrjú elementin uppmáluð þarsem hann er plötusnúður, rappari og breakdansari. Hann er einn af fjórum í hóp sem kallar sig Turntable Anihilists og meðlimur í Rock City Rockers, TCK og Zulu Kingz

Tónlist

Kemur út á DVD

Nirvana - Live! Tonight! Sold Out!! er loksins fáanlegur á DVD, en upprunalega kom þessi titill út á VHS formatinu árið 1994. Kurt Cobain kom með hugmyndina af þessari útgáfu ári eftir að tímamótaplatan Nevermind kom út 1991.

Tónlist

Ljósmyndasamkeppni frá Hróarskeldu

Í tilefni þess að miðasala er að hefjast hefur verið efnt til ljósmyndasamkeppni en sigurvegarinn verður tilkynntur sama dag og miðasalan hefst. Hátíðin verður haldin dagana 5.-8. júlí á næsta ári en aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að færa hátíðina um eina viku en venjan hefur verið hingað til

Tónlist

Múm hitar upp fyrir Sykurmolana

Eins og landi og lýð ætti að vera ljóst munu Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember.

Tónlist

Rokkað í Höllinni

Miklir rokkstjörnutónleikar verða haldnir í Laugardalshöll þann 30. nóvember. Allar hetjurnar úr Rock Star: Supernova hittast þar í fyrsta sinn síðan raunveruleikaþættinum lauk, eða þau Magni, Dilana, Toby og Storm ásamt húshljómsveitinni.

Tónlist

Einlægi Írinn gefur út 9

Írski trúbadorinn Damien Rice gefur í dag út sína aðra hljóðversplötu, 9. Fylgir hún á eftir miklum vinsældum O, sem kom út fyrir fjórum árum. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa hugljúfa tónlistarmanns.

Tónlist

Plata Bubba uppseld

Salan á nýjustu plötu Bubba, 06.06.06, hefur gengið framar vonum og er hún núna uppseld hjá útgefanda eftir aðeins tvær vikur í sölu.

Tónlist

Vill Coxon aftur í Blur

Alex James, bassaleikari Blur, segir að fyrrverandi gítarleikari sveitarinnar, Graham Coxon, sé velkominn aftur í sveitina. Coxon hætti fyrir þremur árum til að einbeita sér að sólóferli sínum.

Tónlist

Klassík við kertaljós í Hafnarborg

Hinir árlegu kertaljósatónleikar Tríós Reykjavíkur verða haldnir í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift þeirra er „Klassík við kertaljós“ en jafnan skapast einstök stemmning á þessum tónleikum þar sem fögur tónlist er leikin við flöktandi kertaljós. Efniskráin miðast við að veita bæði birtu og yl inn í vitund áheyrenda.

Tónlist

Enginn Osbourne

Félagar Ozzy Osbourne úr hljómsveitinni Black Sabbath ætla í tónleikaferð snemma á næsta ári án Ozzys, undir nafninu Heaven and Hell.

Tónlist

Björk í efsta sæti

Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti.

Tónlist

Kammersveit á tónleikaferð

Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert.

Tónlist

Latabæ spáð meiri vinsældum en Justin

Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum.

Tónlist

Leikið á langspil og saltara

Rangt var farið með tímasetningu tónleika í Dómkirkjunni í Fréttablaðinu í gær. Tónleikar á kirkjuloftinu voru sagðir fara fram í dag en hið rétta er að þeir verða ekki fyrr en á morgun, sunnudag. Eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á mistökunum.

Tónlist

Lét hjartað ráða förinni

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar.

Tónlist

Menn dansa líka í Noregi

Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar.

Tónlist

Richard í tónleikaferð

Sir Cliff Richard hefur tónleikaferð sína, sem endar á Íslandi í mars, á laugardag í London. Mun hann spila fimm kvöld í röð á Wembley Arena. Eftir áramót fer hann til Miðaustur- og Suðaustur-Asíu þar sem hann mun syngja á stöðum eins og Dubai, Taílandi og Srí Lanka.

Tónlist

Shakira með fernu

Kólumbíska poppstjarnan Shakira fékk fern Latin-Grammyverðlaun við hátíðlega athöfn í New York. Verðlaun hlaut hún m.a. fyrir bestu plötuna og fyrir bestu plötu kvenkyns tónlistarmanns. Sagði hún í þakkarræðu sinni að bæta þyrfti líf innflytjenda sem búa í Bandaríkjunum og bíða eftir því að hljóta ríkisborgararétt.

Tónlist

Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár

Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar.

Tónlist

Tvenna hjá Timberlake

Justin Timberlake var valinn besti popparinn og besti karlkyns tónlistarmaðurinn á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni sem var haldin með pomp og prakt í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld.

Tónlist

Þriðju Kristalstónleikarnir

Þriðju kammertónleikarnir í Kristalstónleikaröð félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt slagverksleikurunum Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árna Áskelssyni, Jorge Renes López, og Kjartani Guðnasyni undir stjórn Eggerts Pálssonar.

Tónlist

Plata Nylon á leið í búðir

Nýjasta plata Nylon verður seld í verslunum Hagkaupa í 5.000 eintökum fyrir jólin. Mun hún væntanlega koma í verslanir 16. nóvember. „Við getum ekki hugsað okkur plötujól án þess að hafa Nylon í hillunum. Þess vegna sóttum við fast eftir því að fá þessa plötu til landsins,“ sagði Einar Ólafur Speight hjá Hagkaupum.

Tónlist

Ný lög og sálmar

Tónlistardagar Dómkirkjunnar í Reykjavík eru árleg tónlistarveisla sem haldin er í kringum vígsluafmæli kirkjunnar síðustu helgina í október og fram í miðjan nóvember. Tónlistardagarnir eru nú haldnir í 25. skipti en í ár eru liðin 210 ár frá því að Dómkirkjan var vígð.

Tónlist