Tónlist

Kallar fram gæsahúð

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson fær ágæta dóma á heimasíðu Pitchfork.
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson fær ágæta dóma á heimasíðu Pitchfork.

Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User's Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum.

„Platan byrjar mjög fallega en vegna langdregins miðhlutans er erfitt að mæla með IBM 1401-A User"s Manual sem heilsteyptu verki," segir í dómnum. „Jóhann er engu að síður heillandi tónskáld og bestu tónarnir á þessari plötu kalla fram gæsahúð."

Gagnrýnandinn segist jafnframt fyrst hafa heillast af Jóhanni í laginu, Odi et Amo, af plötunni Englabörn sem kom út árið 2002. Þar hafi hann komið sterkur inn sem tónskáld með áhugaverðar hugmyndir um tækni og tónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.