Tónlist

Micarelli til Íslands

Lucia Micarelli Fiðluleikarinn færi er á leiðinni hingað til lands í annað sinn.
Lucia Micarelli Fiðluleikarinn færi er á leiðinni hingað til lands í annað sinn.

Fiðluleikarinn Lucia Micarelli, sem stal senunni um stund á tónleikum Ian Andersons úr Jethro Tull í Laugardalshöll 23. maí, heldur tónleika á Nasa 9. desember.

Lucia mætir hingað með strengjasveit, hljómborðsleikara og trommara og flytur meðal annars djass, klassíska tónlist, tangóa og ýmislegt frá gullaldarárum rokksins. Ætlar hún meðal annars að taka hið sígilda lag Led Zeppelin, Kashmir. Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson mun aðstoða hana við flutninginn. Einnig mun hún flytja lagið Bohemian Rhapsody eftir Queen.

Lucia Micarelli er 22 ára, ættuð frá Hawaii. Hún var einungis sex ára gömul þegar kom hún fyrst fram sem einleikari á fiðlu með sinfóníuhljómsveit í heimaborg sinni, Honululu. Síðan þá hefur hún meðal annars verið á tónleikaferðalögum með bandaríska söngvaranum Josh Groban.

Á síðasta ári gaf hún út sína fyrstu plötu, Music From a Farther Room. Þar er að finna klassíska tónlist af ýmsu tagi frá ýmsum tímum.

Miðasala á tónleikana hefst þriðjudaginn 14. nóvember kl. 10.00 á midi.is og í öllum verslunum Skífunnar og BT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.