Frumflytur nýjan texta við Sjúddiraírei á sextugsafmælinu 10. nóvember 2006 12:15 Alltaf hress Gylfi Ægisson er sextugur í dag og fagnar tímamótunum með nýjum texta við lagið Sjúddirarirei. „Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir þessu, heilsan er aðalatriðið og ég er nokkuð brattur,“ segir Gylfi Ægisson sem fagnar í dag sextugsafmæli sínu en söngvarinn, málarinn og lagasmiðurinn var á hárgreiðslustofu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég er bara að gera mig sætan og fínan fyrir stóra daginn,“ segir Gylfi og hlær. „Alla vega fínan,“ bætir hann við og skellir upp úr. Gylfi segist alltaf hafa hlakkað til allra afmælisdaga sinna en man þó ekki eftir neinum sem var eftirminnilegri en aðrir. „Ég átti hins vegar afmæli tíunda nóundaber því ég gat ekki sagt nóvember,“ útskýrir hann og brosir út í annað að minningunni. Gylfi ætlar að fagna þessum tímamótum með því að mæta í viðtal á Rás 2 og þar frumflytur hann nýjan texta við lagið Sjúddirarirei ásamt þeim Þóri Baldurssyni, Tryggva Hübner og Rúnari Júlíussyni. „Þeir eru náttúrlega allir upphaflegir meðlimir Halastjörnunnar,“ segir Gylfi og upplýsir að Stolt siglir fleygið mitt sem Rúnar flutti hafi náð þeim einstaka árangri að vera vinsælasta lagið á Íslandi árið 1980 og næstvinsælast árið eftir. „Ég held að Heim í búðardal sé eina lagið sem hafi afrekað þetta líka,“ bætir Gylfi við. Um kvöldið ætlar hann síðan út að borða með eiginkonunni á Hótel Holti og njóta þeirra kræsinga sem þar er boðið uppá. Í þá gömlu...Gylfi ásamt góðvini sínum Rúnari Júlíussyni árið 1980 þegar platan Enn meira salt náði miklum vinsældum. Lagahöfundurinn segist ekki vera með neinn afmælisgjafalista, hann eigi allt sem hugurinn girnist. „Ég á gullfallega eiginkonu, bæði að innan og utan og heilbrigð börn,“ segir Gylfi sem þó minnist eins atburðar sem hafi glatt hann mjög en Gylfi hefur verið að keppa í skotfimi að undanförnu. „Ég varð nefnilega bikarameistari í frjálsri skammbyssu,“ segir Gylfi sem jafnframt sinnir málaralistinni af miklum móð og var að fara að byrja á nýju málverki sem á að vera tilbúið í byrjun desember. „Maður slær aldrei slöku við,“ segir hinn eiturhressi og sextugi Gylfi Ægisson. Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir þessu, heilsan er aðalatriðið og ég er nokkuð brattur,“ segir Gylfi Ægisson sem fagnar í dag sextugsafmæli sínu en söngvarinn, málarinn og lagasmiðurinn var á hárgreiðslustofu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég er bara að gera mig sætan og fínan fyrir stóra daginn,“ segir Gylfi og hlær. „Alla vega fínan,“ bætir hann við og skellir upp úr. Gylfi segist alltaf hafa hlakkað til allra afmælisdaga sinna en man þó ekki eftir neinum sem var eftirminnilegri en aðrir. „Ég átti hins vegar afmæli tíunda nóundaber því ég gat ekki sagt nóvember,“ útskýrir hann og brosir út í annað að minningunni. Gylfi ætlar að fagna þessum tímamótum með því að mæta í viðtal á Rás 2 og þar frumflytur hann nýjan texta við lagið Sjúddirarirei ásamt þeim Þóri Baldurssyni, Tryggva Hübner og Rúnari Júlíussyni. „Þeir eru náttúrlega allir upphaflegir meðlimir Halastjörnunnar,“ segir Gylfi og upplýsir að Stolt siglir fleygið mitt sem Rúnar flutti hafi náð þeim einstaka árangri að vera vinsælasta lagið á Íslandi árið 1980 og næstvinsælast árið eftir. „Ég held að Heim í búðardal sé eina lagið sem hafi afrekað þetta líka,“ bætir Gylfi við. Um kvöldið ætlar hann síðan út að borða með eiginkonunni á Hótel Holti og njóta þeirra kræsinga sem þar er boðið uppá. Í þá gömlu...Gylfi ásamt góðvini sínum Rúnari Júlíussyni árið 1980 þegar platan Enn meira salt náði miklum vinsældum. Lagahöfundurinn segist ekki vera með neinn afmælisgjafalista, hann eigi allt sem hugurinn girnist. „Ég á gullfallega eiginkonu, bæði að innan og utan og heilbrigð börn,“ segir Gylfi sem þó minnist eins atburðar sem hafi glatt hann mjög en Gylfi hefur verið að keppa í skotfimi að undanförnu. „Ég varð nefnilega bikarameistari í frjálsri skammbyssu,“ segir Gylfi sem jafnframt sinnir málaralistinni af miklum móð og var að fara að byrja á nýju málverki sem á að vera tilbúið í byrjun desember. „Maður slær aldrei slöku við,“ segir hinn eiturhressi og sextugi Gylfi Ægisson.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira