Frumflytur nýjan texta við Sjúddiraírei á sextugsafmælinu 10. nóvember 2006 12:15 Alltaf hress Gylfi Ægisson er sextugur í dag og fagnar tímamótunum með nýjum texta við lagið Sjúddirarirei. „Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir þessu, heilsan er aðalatriðið og ég er nokkuð brattur,“ segir Gylfi Ægisson sem fagnar í dag sextugsafmæli sínu en söngvarinn, málarinn og lagasmiðurinn var á hárgreiðslustofu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég er bara að gera mig sætan og fínan fyrir stóra daginn,“ segir Gylfi og hlær. „Alla vega fínan,“ bætir hann við og skellir upp úr. Gylfi segist alltaf hafa hlakkað til allra afmælisdaga sinna en man þó ekki eftir neinum sem var eftirminnilegri en aðrir. „Ég átti hins vegar afmæli tíunda nóundaber því ég gat ekki sagt nóvember,“ útskýrir hann og brosir út í annað að minningunni. Gylfi ætlar að fagna þessum tímamótum með því að mæta í viðtal á Rás 2 og þar frumflytur hann nýjan texta við lagið Sjúddirarirei ásamt þeim Þóri Baldurssyni, Tryggva Hübner og Rúnari Júlíussyni. „Þeir eru náttúrlega allir upphaflegir meðlimir Halastjörnunnar,“ segir Gylfi og upplýsir að Stolt siglir fleygið mitt sem Rúnar flutti hafi náð þeim einstaka árangri að vera vinsælasta lagið á Íslandi árið 1980 og næstvinsælast árið eftir. „Ég held að Heim í búðardal sé eina lagið sem hafi afrekað þetta líka,“ bætir Gylfi við. Um kvöldið ætlar hann síðan út að borða með eiginkonunni á Hótel Holti og njóta þeirra kræsinga sem þar er boðið uppá. Í þá gömlu...Gylfi ásamt góðvini sínum Rúnari Júlíussyni árið 1980 þegar platan Enn meira salt náði miklum vinsældum. Lagahöfundurinn segist ekki vera með neinn afmælisgjafalista, hann eigi allt sem hugurinn girnist. „Ég á gullfallega eiginkonu, bæði að innan og utan og heilbrigð börn,“ segir Gylfi sem þó minnist eins atburðar sem hafi glatt hann mjög en Gylfi hefur verið að keppa í skotfimi að undanförnu. „Ég varð nefnilega bikarameistari í frjálsri skammbyssu,“ segir Gylfi sem jafnframt sinnir málaralistinni af miklum móð og var að fara að byrja á nýju málverki sem á að vera tilbúið í byrjun desember. „Maður slær aldrei slöku við,“ segir hinn eiturhressi og sextugi Gylfi Ægisson. Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir þessu, heilsan er aðalatriðið og ég er nokkuð brattur,“ segir Gylfi Ægisson sem fagnar í dag sextugsafmæli sínu en söngvarinn, málarinn og lagasmiðurinn var á hárgreiðslustofu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég er bara að gera mig sætan og fínan fyrir stóra daginn,“ segir Gylfi og hlær. „Alla vega fínan,“ bætir hann við og skellir upp úr. Gylfi segist alltaf hafa hlakkað til allra afmælisdaga sinna en man þó ekki eftir neinum sem var eftirminnilegri en aðrir. „Ég átti hins vegar afmæli tíunda nóundaber því ég gat ekki sagt nóvember,“ útskýrir hann og brosir út í annað að minningunni. Gylfi ætlar að fagna þessum tímamótum með því að mæta í viðtal á Rás 2 og þar frumflytur hann nýjan texta við lagið Sjúddirarirei ásamt þeim Þóri Baldurssyni, Tryggva Hübner og Rúnari Júlíussyni. „Þeir eru náttúrlega allir upphaflegir meðlimir Halastjörnunnar,“ segir Gylfi og upplýsir að Stolt siglir fleygið mitt sem Rúnar flutti hafi náð þeim einstaka árangri að vera vinsælasta lagið á Íslandi árið 1980 og næstvinsælast árið eftir. „Ég held að Heim í búðardal sé eina lagið sem hafi afrekað þetta líka,“ bætir Gylfi við. Um kvöldið ætlar hann síðan út að borða með eiginkonunni á Hótel Holti og njóta þeirra kræsinga sem þar er boðið uppá. Í þá gömlu...Gylfi ásamt góðvini sínum Rúnari Júlíussyni árið 1980 þegar platan Enn meira salt náði miklum vinsældum. Lagahöfundurinn segist ekki vera með neinn afmælisgjafalista, hann eigi allt sem hugurinn girnist. „Ég á gullfallega eiginkonu, bæði að innan og utan og heilbrigð börn,“ segir Gylfi sem þó minnist eins atburðar sem hafi glatt hann mjög en Gylfi hefur verið að keppa í skotfimi að undanförnu. „Ég varð nefnilega bikarameistari í frjálsri skammbyssu,“ segir Gylfi sem jafnframt sinnir málaralistinni af miklum móð og var að fara að byrja á nýju málverki sem á að vera tilbúið í byrjun desember. „Maður slær aldrei slöku við,“ segir hinn eiturhressi og sextugi Gylfi Ægisson.
Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira