Tónlist Gler- og ljósmyndir Drafnar Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Tónlist 9.3.2007 09:00 Spila í Danmörku Hljómsveitin Nilfisk frá Stokkseyri er á leiðinni í afmælis- og tónleikaferð um Danmörk í apríl. Næstkomandi laugardag verða fjögur ár liðin síðan sveitin var formlega stofnuð og af því tilefni heldur hún tónleika á Draugabarnum á Stokkseyri í kvöld. Mun allur ágóðinn renna í reisuna til Danmerkur. Tónlist 9.3.2007 07:45 Tónleikar í Stokkhólmi Tónleikaferð bresku hljómsveitarinnar The Police um Evrópu hefst í Stokkhólmi 29. ágúst. Sveitin mun ferðast um Bretland, Tékkland, Austurríki, Holland, Þýskaland og Spán á tónleikaferð sinni, sem er sú fyrsta síðan hún lagði upp laupana fyrir 23 árum.Líklegt er að The Police spili einnig í Belgíu, Danmörku, Ítalíu og Sviss á tónleikaferðinni. Tónlist 9.3.2007 07:30 Undrablanda frá Japan Japanskar stelpur í indí-heiminum virðast bera með sér óendanlegan persónusjarma og hæfileika. Steinþór Helgi Arnsteinsson er að minnsta kosti agndofa. Tónlist 9.3.2007 07:15 Þórir ferðast um Ítalíu Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Tónlist 9.3.2007 06:30 Allir í stuði á Evróputúr Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er á tónleikaferðalagi um Evrópu sem stendur yfir til 15. mars. Sveitin hélt á dögunum tvenna tónleika í París og tvenna í Köln og Frankfurt við góðar undirtektir. Í fyrrakvöld spilaði hún síðan í St. Gallen í Sviss og í Vín í gærkvöldi. Tónlist 8.3.2007 09:30 Ágeng sveifla á Domo Hljómsveitin „Jónsson/Gröndal kvintett“ leikur í djasstónleikaröð Múlans á skemmtistaðnum Domo bar í Þingholtsstræti í kvöld. Tónlist 8.3.2007 09:15 Vill stjörnum prýtt blúsband Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. Tónlist 8.3.2007 07:45 Hljómfagur hvalreki Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Tónlist 7.3.2007 06:30 Incubus rokkaði í Höllinni Bandaríska hljómsveitin Incubus hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll síðastliðið laugardagskvöld. Spilaði sveitin öll sín bestu lög og náði upp góðri stemningu með blöndu sinni af hip-hopi, rokki og poppi. Rokkararnir í Mínus hituðu upp og spiluðu efni af væntanlegri plötu sinni við góðar undirtektir tónleikagesta. Tónlist 6.3.2007 00:01 Endurnýjun óperuforms Óperumiðillinn fær nú yfirhalningu í breska sjónvarpinu. Ætli íslenskir óperuunnendur geti lært eitthvað af þeirri frumlegu tilraun? Að undanförnu hefur verið deilt töluvert um óperur og áherslur á síðum íslenskra blaða en sitt sýnist hverjum um þau stykki sem færð eru á fjalir í Ingólfsstræti. Tónlist 5.3.2007 10:00 Grátur og gnístran tanna hjá Höllu og Einari í X-Factor „Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, kynnirinn skeleggi í X-Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X-Factor þættinum á föstudaginn. Tónlist 5.3.2007 09:30 Gus Gus fagnar Gus Gus fagnaði útgáfu nýjustu plötu sinnar með teiti á Sirkus síðastliðið fimmtudagskvöld. Platan, sem ber nafnið Forever, er fimmta stúdíóplata sveitarinnar. Eiginlegir útgáfutónleikar verða haldnir á Nasa í lok mars, en það var enginn skortur á fólki sem vildi gleðjast með Gus Gus-flokknum á fimmtudagskvöldið. Tónlist 5.3.2007 09:00 Sameinaðir kraftar Tónlistarskólinn á Akureyri heldur dag tónlistarskólanna hátíðlegan og efnir til mikillar músíkveislu ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um helgina. Tónlist 3.3.2007 15:30 Muse valin best á NME Rokksveitin Muse var valin besta breska sveitin á NME-tónlistarverðlaununum sem voru afhent á dögunum. The Arctic Monkeys hlaut tvenn verðlaun, þar á meðal fyrir bestu plötuna, Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Tónlist 3.3.2007 15:00 Frjótt ímyndunarafl Simone Émilie Simon heldur tónleika í Háskólabíó annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi. Émilie nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Tónlist 3.3.2007 10:00 Ekki bara Öxar við ána Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Tónlist 3.3.2007 08:00 Íslenskur blús í Kína „Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjanghæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum," segir tónlistarmaðurinn KK. Tónlist 3.3.2007 07:30 Elton John planar tónleikaferð Íslandsvinurinn Elton John fagnar bráðum sextugs afmæli sínu. Hann hefur verið með sýningu í Las Vegas en nú ætlar hann að fara með þá sýningu til fimm borga í Evrópu. Er þetta í tilefni þess að hann er búinn að skemmta í 40 ár og er að fylla 60 árin. Tónlist 2.3.2007 16:00 Baráttan harðnar Sjö keppendur eru eftir í X-Factor og enn kólnar sambandið á milli dómaranna. Tónlist 2.3.2007 09:00 Í aðra tónleikaferð Strákasveitin Take That ætlar í lok ársins í sína aðra tónleikaferð um Bretland síðan hún kom saman á nýjan leik á síðasta ári. Ferðin mun heita The Beautiful World Tour og munu þeir félagar meðal annars spila í London, Glasgow og í Manchester. Tónlist 2.3.2007 08:45 Náttúra og strengir Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Tónlist 2.3.2007 07:30 Reykvél og ljósprik Stórt „90s“ partí verður haldið á Nasa annað kvöld. Uppselt var í síðasta partí, sem var haldið á gamlárskvöld, og ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu. Tónlist 2.3.2007 07:15 Til heiðurs Tony Joe White Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White. Tónlist 2.3.2007 06:45 Völuspá í útvarpi Í dag skulu menn leggja við hlustir - skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Hér mun enginn maður öðrum þyrma. Tónlist 2.3.2007 06:30 Vasahljómkviða frá Japan Smekkmennirnir og tilvonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson forvitnaðist um gerð hennar. Tónlist 2.3.2007 06:00 VAX á austurlandi Hljómsveitin VAX leggur land undir fót næstu helgi og ætlar að spila á Egilsstöðum föstudaginn 2. mars á Svarthvítu hetjunni og 3. mars á Kaffihorninu á Höfn í Hornafirði á Norðurljósablúshátíðinni. Tónlist 1.3.2007 16:45 Dómaraskotin verða fastari Sjötta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Sjö atriði eru eftir og margir eru á því að línur séu farnar að skýrast. Tónlist 1.3.2007 15:08 Hljómsveitin Roof Tops snýr aftur Það hefur verið rífandi stemning á æfingum hjá hljómsveitinni Roof Tops að undanförnu, en þeir félagar hafa æft af kappi fyrir dansleiki á Kringlukránni nú um helgina, á föstudags- og laugardagskvöld, 2. og 3. mars. Tónlist 1.3.2007 10:00 Þungarokk á Hróarskeldu Hátíðin tilkynnir með stolti nokkrar þungarokkhljómsveitir til leiks. Hljómsveitirnar eru: Mastodon (US), Pelican (US), Cult of Luna (S) og mikla þungavigtarvini Roskilde hátíðarinnar: SLAYER (US). Tónlist 28.2.2007 16:00 « ‹ 206 207 208 209 210 211 212 213 214 … 227 ›
Gler- og ljósmyndir Drafnar Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Tónlist 9.3.2007 09:00
Spila í Danmörku Hljómsveitin Nilfisk frá Stokkseyri er á leiðinni í afmælis- og tónleikaferð um Danmörk í apríl. Næstkomandi laugardag verða fjögur ár liðin síðan sveitin var formlega stofnuð og af því tilefni heldur hún tónleika á Draugabarnum á Stokkseyri í kvöld. Mun allur ágóðinn renna í reisuna til Danmerkur. Tónlist 9.3.2007 07:45
Tónleikar í Stokkhólmi Tónleikaferð bresku hljómsveitarinnar The Police um Evrópu hefst í Stokkhólmi 29. ágúst. Sveitin mun ferðast um Bretland, Tékkland, Austurríki, Holland, Þýskaland og Spán á tónleikaferð sinni, sem er sú fyrsta síðan hún lagði upp laupana fyrir 23 árum.Líklegt er að The Police spili einnig í Belgíu, Danmörku, Ítalíu og Sviss á tónleikaferðinni. Tónlist 9.3.2007 07:30
Undrablanda frá Japan Japanskar stelpur í indí-heiminum virðast bera með sér óendanlegan persónusjarma og hæfileika. Steinþór Helgi Arnsteinsson er að minnsta kosti agndofa. Tónlist 9.3.2007 07:15
Þórir ferðast um Ítalíu Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Tónlist 9.3.2007 06:30
Allir í stuði á Evróputúr Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er á tónleikaferðalagi um Evrópu sem stendur yfir til 15. mars. Sveitin hélt á dögunum tvenna tónleika í París og tvenna í Köln og Frankfurt við góðar undirtektir. Í fyrrakvöld spilaði hún síðan í St. Gallen í Sviss og í Vín í gærkvöldi. Tónlist 8.3.2007 09:30
Ágeng sveifla á Domo Hljómsveitin „Jónsson/Gröndal kvintett“ leikur í djasstónleikaröð Múlans á skemmtistaðnum Domo bar í Þingholtsstræti í kvöld. Tónlist 8.3.2007 09:15
Vill stjörnum prýtt blúsband Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. Tónlist 8.3.2007 07:45
Hljómfagur hvalreki Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Tónlist 7.3.2007 06:30
Incubus rokkaði í Höllinni Bandaríska hljómsveitin Incubus hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll síðastliðið laugardagskvöld. Spilaði sveitin öll sín bestu lög og náði upp góðri stemningu með blöndu sinni af hip-hopi, rokki og poppi. Rokkararnir í Mínus hituðu upp og spiluðu efni af væntanlegri plötu sinni við góðar undirtektir tónleikagesta. Tónlist 6.3.2007 00:01
Endurnýjun óperuforms Óperumiðillinn fær nú yfirhalningu í breska sjónvarpinu. Ætli íslenskir óperuunnendur geti lært eitthvað af þeirri frumlegu tilraun? Að undanförnu hefur verið deilt töluvert um óperur og áherslur á síðum íslenskra blaða en sitt sýnist hverjum um þau stykki sem færð eru á fjalir í Ingólfsstræti. Tónlist 5.3.2007 10:00
Grátur og gnístran tanna hjá Höllu og Einari í X-Factor „Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, kynnirinn skeleggi í X-Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X-Factor þættinum á föstudaginn. Tónlist 5.3.2007 09:30
Gus Gus fagnar Gus Gus fagnaði útgáfu nýjustu plötu sinnar með teiti á Sirkus síðastliðið fimmtudagskvöld. Platan, sem ber nafnið Forever, er fimmta stúdíóplata sveitarinnar. Eiginlegir útgáfutónleikar verða haldnir á Nasa í lok mars, en það var enginn skortur á fólki sem vildi gleðjast með Gus Gus-flokknum á fimmtudagskvöldið. Tónlist 5.3.2007 09:00
Sameinaðir kraftar Tónlistarskólinn á Akureyri heldur dag tónlistarskólanna hátíðlegan og efnir til mikillar músíkveislu ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um helgina. Tónlist 3.3.2007 15:30
Muse valin best á NME Rokksveitin Muse var valin besta breska sveitin á NME-tónlistarverðlaununum sem voru afhent á dögunum. The Arctic Monkeys hlaut tvenn verðlaun, þar á meðal fyrir bestu plötuna, Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Tónlist 3.3.2007 15:00
Frjótt ímyndunarafl Simone Émilie Simon heldur tónleika í Háskólabíó annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi. Émilie nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Tónlist 3.3.2007 10:00
Ekki bara Öxar við ána Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Tónlist 3.3.2007 08:00
Íslenskur blús í Kína „Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjanghæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum," segir tónlistarmaðurinn KK. Tónlist 3.3.2007 07:30
Elton John planar tónleikaferð Íslandsvinurinn Elton John fagnar bráðum sextugs afmæli sínu. Hann hefur verið með sýningu í Las Vegas en nú ætlar hann að fara með þá sýningu til fimm borga í Evrópu. Er þetta í tilefni þess að hann er búinn að skemmta í 40 ár og er að fylla 60 árin. Tónlist 2.3.2007 16:00
Baráttan harðnar Sjö keppendur eru eftir í X-Factor og enn kólnar sambandið á milli dómaranna. Tónlist 2.3.2007 09:00
Í aðra tónleikaferð Strákasveitin Take That ætlar í lok ársins í sína aðra tónleikaferð um Bretland síðan hún kom saman á nýjan leik á síðasta ári. Ferðin mun heita The Beautiful World Tour og munu þeir félagar meðal annars spila í London, Glasgow og í Manchester. Tónlist 2.3.2007 08:45
Náttúra og strengir Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Tónlist 2.3.2007 07:30
Reykvél og ljósprik Stórt „90s“ partí verður haldið á Nasa annað kvöld. Uppselt var í síðasta partí, sem var haldið á gamlárskvöld, og ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu. Tónlist 2.3.2007 07:15
Til heiðurs Tony Joe White Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White. Tónlist 2.3.2007 06:45
Völuspá í útvarpi Í dag skulu menn leggja við hlustir - skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Hér mun enginn maður öðrum þyrma. Tónlist 2.3.2007 06:30
Vasahljómkviða frá Japan Smekkmennirnir og tilvonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson forvitnaðist um gerð hennar. Tónlist 2.3.2007 06:00
VAX á austurlandi Hljómsveitin VAX leggur land undir fót næstu helgi og ætlar að spila á Egilsstöðum föstudaginn 2. mars á Svarthvítu hetjunni og 3. mars á Kaffihorninu á Höfn í Hornafirði á Norðurljósablúshátíðinni. Tónlist 1.3.2007 16:45
Dómaraskotin verða fastari Sjötta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Sjö atriði eru eftir og margir eru á því að línur séu farnar að skýrast. Tónlist 1.3.2007 15:08
Hljómsveitin Roof Tops snýr aftur Það hefur verið rífandi stemning á æfingum hjá hljómsveitinni Roof Tops að undanförnu, en þeir félagar hafa æft af kappi fyrir dansleiki á Kringlukránni nú um helgina, á föstudags- og laugardagskvöld, 2. og 3. mars. Tónlist 1.3.2007 10:00
Þungarokk á Hróarskeldu Hátíðin tilkynnir með stolti nokkrar þungarokkhljómsveitir til leiks. Hljómsveitirnar eru: Mastodon (US), Pelican (US), Cult of Luna (S) og mikla þungavigtarvini Roskilde hátíðarinnar: SLAYER (US). Tónlist 28.2.2007 16:00