Tónlist

Ný skemmtikvöld

Hljómsveitin Sprengjuhöllin spilar á Hressó í kvöld ásamt Hjaltalín.
Hljómsveitin Sprengjuhöllin spilar á Hressó í kvöld ásamt Hjaltalín.

Sprengjuhöllin og Hjaltalín spila á fyrsta skemmtikvöldi ársins á vegum Grapevine og Smekkleysu á Hressó í kvöld. Kvöldin nefnast Take me down to Reykjavik City og verða haldin á miðvikudögum og fimmtudögum á tveggja til þriggja vikna fresti.

Grapevine og Smekkleysa hafa staðið að vel heppnuðum sumartónleikaröðum undanfarin tvö sumur þar sem á annað hundrað hljómsveitir hafa komið fram. Þótti skipuleggjendum nú vera kominn tími til að breyta til og ákváðu að halda skemmtikvöld þar sem blandað verður saman tónleikum og óvæntum uppákomum.

Skemmtikvöldið á Hressó hefst klukkan 21.30 og er frítt inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.