Tónlist

Söngvari Bombay Bicycle Club á Hressó

"Við ætlum að fá innblástur frá náttúrunni,“ segir Jack Steadman, söngvari þekktu indírokk-hljómsveitarinnar Bombay Bicycle Club sem heldur tónleika í Hressingarskálanum ásamt tónlistarkonunni Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur annað kvöld. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og munu þau flétta tónsmíðar sínar saman. "Svo verður eitthvað óvænt sem kemur út úr æfingaferð til Vestmannaeyja.“

Tónlist

Húsfyllir hjá Helga Björns

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var gríðarlega góð stemning á tónleikum Helga Björns í Hörpu á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sætin voru þéttsetin og fjölmargir þekktir tónlistarmenn sáu til þess að allir skemmtu sér konunglega. Myndirnar segja allt sem segja þarf.

Tónlist

Stór nöfn á styrktartónleikum

"Við viljum eiga saman ánægjulega kvöldstund og styrkja hann Davíð okkar í leiðinni,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, einn aðstandenda styrktartónleika fyrir Davíð Örn Arnarsson sem berst við krabbamein í hálsi.

Tónlist

Shia LaBeouf í þriðja myndbandi Sigur Rósar

Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu "The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate.

Tónlist

Söngvari Bombay Bicycle club á Hressó

Söngvarinn í hljómsveitinni Bombay Bicycle club mun spila á Hressó á miðvikudaginn kemur ásamt Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og saman munu þau taka Bombay Bicycle club lög í bland við lög eftir Þorbjörgu.

Tónlist

Björk á plötu Bon Iver

Hljómsveitin Bon Iver gefur út nýja EP-plötu í næstu viku. Hún hefur að geyma sjö lög sem voru tekin upp á tónleikum, þar á meðal útgáfu sveitarinnar á Bjarkarlaginu Who Is It? Meðal annarra laga á plötunni er Holocene sem kom nýlega út á smáskífu. Það er einnig að finna á síðustu plötu Bon Iver sem kom út í fyrra.

Tónlist

Gefur loksins út eigin plötu

„Ég er búinn að gefa út mörg hundruð plötur með öðrum en ég hef ekki áður gefið út plötu með sjálfum mér,“ segir Steinar Berg Ísleifsson.

Tónlist

Söngleikjaplata frá söngvara ársins

Þór Breiðfjörð er með einsöngsplötu í undirbúningi þar sem lög úr söngleikjum verða áberandi. „Mig langar að taka fleiri stór lög sem hafa jafnvel ekki verið sungin inn á plötu, til dæmis Óperudrauginn. Svo verða frumsamin lög eftir góða höfunda sem ég hef verið að skoða. Þetta verður góð blanda,“ segir Þór, sem hyggur einnig á upptökur á hefðbundnari dægurlagaplötu á næsta ári.

Tónlist

Vantar íslenska umboðsmenn

„Okkur vantar fleiri aðila með þekkingu á við erlenda umboðsmenn. Við erum soddan sveitamenn hérna heima,“ segir Tómas Young hjá Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.

Tónlist

Goðsagnir snúa aftur

Heilmyndir af látnu goðsögnunum Jim Morrison og Jimi Hendrix eru í undirbúningi og því styttist í að haldnir verði tónleikar með þeim. Mikið hefur verið rætt um heilmyndir síðan rapparinn Tupac Shakur steig óvænt á svið á Coachella-hátíðinni í apríl. Það voru félagarnir Dr. Dre og Snoop Dogg sem stóðu á bak við uppátækið.

Tónlist

Fyrsta platan frá In Siren

In Siren hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, In Between Dreams. Hljómsveitin er metnaðarfullt samstarf fimm tónlistarmanna í Reykjavík. Þeir koma úr ýmsum áttum og eru meðal annars kenndir við hljómsveitirnar Árstíðir, Ask the Slave, Momentum og Plastic Gods. Hljómi sveitarinnar má líkja við Trúbrot eða bresk bönd eins og Yes, King Crimson og Queen.

Tónlist

Ummi gefur út sumarlag

Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér lagið Sumarið er komið aftur. Þetta er annað lagið sem hann gefur út af væntanlegri plötu sinni sem kemur út síðar á þessu ári.

Tónlist

Ármann úr Who Knew flytur Folding Nicely í Vasadiskó

Á sunnudaginn var mætti söngvarinn Ármann Ingvi Ármannsson í útvarpsþáttinn Vasadiskó. Í liðnum "selebb shuffle" hefur þátturinn hingað til tekið á móti gestum og vasadiskóum þeirra sem hafa svo verið látin renna áfram á "shuffle" á meðan þáttarstjórnandi og gestur spjalla. En auk þess að mæta með mp3-spilarann sinn mætti Ármann vopnaður kassagítar á bakinu.

Tónlist

Hugguleg tónlistarhátíð á Rauðasandi í byrjun júlí

Rauðasandur Festival er tónlistarhátíð sem haldin verður í náttúruparadísinni á Rauðasandi í júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. „Við viljum hafa þetta rólega og huggulega hátíð þar sem fólk getur komið og skemmt sér og notið lífsins í fallegri náttúru,“ segir Björn Þór Björnsson, einn skipuleggjenda nýrrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Rauðasandi á Vestfjörðum 6.–8. júlí næstkomandi.

Tónlist

Múgsefjun notar kirkjuorgel á nýrri plötu

Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008.

Tónlist

Sjö tomma frá Retro

Hljómsveitin Retro Stefson hefur sent frá sér sjö tommu vínylplötu með laginu Qween. Á B-hlið plötunnar er að finna endurhljóðblandaða útgáfu af laginu eftir Hermigervil. Hann er einmitt að aðstoða sveitina við upptökur á næstu plötu hennar, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Áætlað er að hún komi út í lok sumars.

Tónlist

Vel heppnuð endurkoma Stone Roses

Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar.

Tónlist

Síðasta lag Whitney Houston

Síðasta lagið sem Whitney Houston tók upp áður en hún lést hefur verið gefið út. Það er undir diskóáhrifum og heitir Celebrate. Þar syngur söngkonan sáluga með sigurvegaranum úr American Idol 2007, Jordin Sparks. Lagið mun hljóma í væntanlegri kvikmynd, Sparkle, þar sem Houston leikur móður þriggja systra sem reyna fyrir sér í tónlistarbransanum og leikur Sparks eina þeirra. Um er að ræða endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1976.

Tónlist

Blúshátíð snýr aftur eftir gos

Tvær þekktar blússöngkonur frá Chicago og margir af færustu blústónlistarmönnum landsins stíga á svið á Norden Blues Festival sem verður haldin hátíðleg á Hvoli á Hvolsvelli um hvítasunnuhelgina.

Tónlist

1860 sendir frá sér lag

Hljómsveitin 1860 hefur sent frá sér lagið Go Forth sem er tekið af væntanlegri plötu sem kemur út í haust. Sagan, frumburður sveitarinnar, kom út í fyrra og innihélt lögin Snæfellsnes, Orðsending að austan og For You, Forever sem komust öll á topp 10 á vinsældarlista Rásar 2. Hljómsveitin var einnig tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum og sem nýliðar ársins á hlustendaverðlaunum X-ins 977.

Tónlist

Erfitt en gaman á Evróputúr

"Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar.

Tónlist

Anna Þorvalds frumflytur ný rafverk í kvöld

Tónleikaröðin Flakk hefst á Listahátíð í Reykjavík í kvöld með tónleikum Önnu Þorvaldsdóttur. Listahátíð í Reykjavík býður upp á tónleika þriggja tónskálda sem kynna nýja tónlist sína.

Tónlist

Listin að koma íslenskri tónlist inn hjá iTunes, Amazon og Spotify

Stafræn dreifing verður aðalumræðuefni fræðslukvölds ÚTÓN, útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, sem fer fram í Norræna húsinu í kvöld. Þar verður leitast við að svara því hvernig tónlistarmenn geta komið tónlist sinni að á iTunes, Amazon og fleiri netveitum sem selja tónlist. Einnig á streymiþjónustur á borð við Spotify, sem hefur hvorki meira né minna en 10 milljón notendur.

Tónlist