Mammút kláraði dýrslega breiðskífu í draumaparadís 11. júlí 2012 11:00 Þúsundir áhorfenda Hér má sjá Katrínu Mogensen, söngkonu Mammúts og Ásu Dýradóttur bassaleikara hita upp fyrir Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum síðastliðið laugardagskvöld með tónsmíðum sem koma út í september og eru þyngri og öðruvísi.MYND/Ragnar Blöndal „Við pökkuðum stúdíóinu niður og settum það upp í stofunni á sveitabænum Kóngsbakka," segir Ása Dýradóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút. Hljómsveitin eyddi viku á Snæfellsnesi á dögunum til að breyta og bæta tónsmíðar sem eru væntanlegar á nýrri breiðskífu í september. „Við erum eiginlega búin að taka upp alla grunnanna fyrir nýja breiðskífu," segir Ása. „Þetta var svona tilraunaferð til þess að breyta öllum lögunum en síðan sömdum við heilt lag sem við erum öll mjög spennt fyrir." Að hennar sögn er efni plötunnar mjög frábrugðið fyrri lagasmíðum þeirra. „Það er svo langt síðan við gáfum út síðustu plötu og það er margt búið að gerast inn í hausnum á okkur öllum. Platan er mun þyngri og við erum meira að pæla í tilfinningunni í lögunum en textanum. Þetta er ekki alveg metal-þungi heldur frekar svona dýrslegur," segir hún en fjögur ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Karkari. „Það verður spennandi að sjá viðbrögð þeirra sem hlustuðu eitthvað á síðustu plötu, því þetta er svo öðruvísi." Ása lýsir Snæfellsnesinu sem algjörri draumaparadís og að takmark dvalarinnar hafi verið að samtvinna líf fimm manneskja, sem getur reynst þrautinni þyngri. „Þetta þarf að vera „all in" eða ekki," útskýrir hún og nefnir að það eina sem þau gátu haft fyrir stafni var að semja tónlist og leika sér úti í náttúrunni. „Við vöknuðum á morgnana, fengum okkur hafragraut og vorum í stofunni allan daginn að taka upp. Það er svo gott að vera úti á landi og geta farið út að hlaupa í grasinu því maður þarf líka að fá útrás. Maður getur ekki setið endalaust og samið einhverja snilld." Á kvöldin tóku þau upp myndbönd sem þau hyggjast klippa saman. „Okkur langar að gera myndband við hvert einasta lag og gera sögu úr þeim," segir hún. Síðasta laugardag hitaði Mammút upp ásamt Lay Low fyrir Of Monsters and Men á tónleikum í Hljómskálagarðinum. Talið er að átján þúsund manns hafi sótt tónleikana. „Okkur brá pínu því það voru svo margir að horfa en það var mikill heiður að fá að spila þarna," segir Ása en hljómsveitin lék efni af væntanlegri breiðskífu við góðar undirtektir. „Fólk bjóst kannski meira við popp-Mammút en ég held að þetta hafi farið vel í flesta. Fólk hrósaði okkur og var hissa á jákvæðan hátt." hallfridur@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við pökkuðum stúdíóinu niður og settum það upp í stofunni á sveitabænum Kóngsbakka," segir Ása Dýradóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút. Hljómsveitin eyddi viku á Snæfellsnesi á dögunum til að breyta og bæta tónsmíðar sem eru væntanlegar á nýrri breiðskífu í september. „Við erum eiginlega búin að taka upp alla grunnanna fyrir nýja breiðskífu," segir Ása. „Þetta var svona tilraunaferð til þess að breyta öllum lögunum en síðan sömdum við heilt lag sem við erum öll mjög spennt fyrir." Að hennar sögn er efni plötunnar mjög frábrugðið fyrri lagasmíðum þeirra. „Það er svo langt síðan við gáfum út síðustu plötu og það er margt búið að gerast inn í hausnum á okkur öllum. Platan er mun þyngri og við erum meira að pæla í tilfinningunni í lögunum en textanum. Þetta er ekki alveg metal-þungi heldur frekar svona dýrslegur," segir hún en fjögur ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Karkari. „Það verður spennandi að sjá viðbrögð þeirra sem hlustuðu eitthvað á síðustu plötu, því þetta er svo öðruvísi." Ása lýsir Snæfellsnesinu sem algjörri draumaparadís og að takmark dvalarinnar hafi verið að samtvinna líf fimm manneskja, sem getur reynst þrautinni þyngri. „Þetta þarf að vera „all in" eða ekki," útskýrir hún og nefnir að það eina sem þau gátu haft fyrir stafni var að semja tónlist og leika sér úti í náttúrunni. „Við vöknuðum á morgnana, fengum okkur hafragraut og vorum í stofunni allan daginn að taka upp. Það er svo gott að vera úti á landi og geta farið út að hlaupa í grasinu því maður þarf líka að fá útrás. Maður getur ekki setið endalaust og samið einhverja snilld." Á kvöldin tóku þau upp myndbönd sem þau hyggjast klippa saman. „Okkur langar að gera myndband við hvert einasta lag og gera sögu úr þeim," segir hún. Síðasta laugardag hitaði Mammút upp ásamt Lay Low fyrir Of Monsters and Men á tónleikum í Hljómskálagarðinum. Talið er að átján þúsund manns hafi sótt tónleikana. „Okkur brá pínu því það voru svo margir að horfa en það var mikill heiður að fá að spila þarna," segir Ása en hljómsveitin lék efni af væntanlegri breiðskífu við góðar undirtektir. „Fólk bjóst kannski meira við popp-Mammút en ég held að þetta hafi farið vel í flesta. Fólk hrósaði okkur og var hissa á jákvæðan hátt." hallfridur@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira