Sport

Þurfa að stöðva ógnar­sterka liðs­fé­laga Gló­dísar

Ís­lenski lands­liðs­fyrir­liðinn Gló­dís Perla Viggós­dóttir, leik­maður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðs­fé­lögum sínum þegar að Þýska­land og Ís­land mætast í undan­keppni EM 2025 í fót­bolta í Aachen í Þýska­landi. Tvær af þeim, sóknar­leik­mennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leik­menn í heimi að mati Gló­dísar.

Fótbolti

Árið sem Hildur festi sig í sessi

Saga ís­lensku lands­liðs­konunnar í fót­bolta, Hildar Antons­dóttur, er ansi sér­stök hvað ís­lenska lands­liðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fasta­maður í ís­lenska lands­liðinu.

Fótbolti

Óðinn Þór nálgast undanúrslitin í Sviss

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten unnu góðan sjö marka sigur á Wacker Thun í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum efstu deildar Sviss í handknattleik. Kadetten er einum sigri frá sæti í undanúrslitum.

Handbolti