Sport

Newcastle fór illa með Jóa Berg og fé­laga á Turf Moor

Newcastle vann stórsigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og það á heimavelli Burnley. Nottingham Forest fór á sama tíma langleiðina með því að bjarga sér frá falli og gera stöðuna enn verri fyrir Burnley. Stoðsending frá Jóhanni Berg breytti litlu.

Enski boltinn

FH-ingar búnir að velja besta FH-lið sögunnar

Knattspyrnudeild FH hefur í vor staðið fyrir kosningu um bestu leikmenn í sögu karlaliðs félagsins og var úrvalsliðið kynnt fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Bestu deildinni í sumar, sem var á móti Vestra í dag.

Sport

Með sjö í þremur: „Kannski margir sem af­skrifa mann en mér finnst ég eiga nóg eftir“

Engu er logið þegar sagt er að Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, hafi farið hamförum í upphafi tímabils. Hún hefur skorað öll sjö mörk Þórs/KA í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Sandra ákvað að semja aftur við Þór/KA í vetur og er sátt með þá ákvörðun. Hún segir að Akureyringa dreymi um að verða Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn

DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld

Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum.

Körfubolti

Mari Järsk sigur­vegari Bakgarðshlaupsins

Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fór fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara voru skráðir til leiks og hlupu þeir 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stóð eftir, og það var Mari Järsk sem var sú síðasta sem skilaði sér í mark um klukkan 18 í kvöld.

Sport

„Ég sakna hennar á hverjum degi“

Arnór Þór Gunnars­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í hand­bolta og nú­verandi þjálfari þýska úr­vals­deildar­fé­lagsins Bergischer, segir tímann sem liðið hefur frá and­láti eldri systur hans, Tinnu Bjargar Mal­mquist Gunnars­dóttur, hafa verið mjög erfiðan. Hann hugsar á hverjum degi til systur sinnar. Tekur á móti krefjandi dögum en einnig gleði­dögum. Á þeim dögum standi það sterkt hversu góða mann­eskju Tinna Björg hafði að geyma.

Handbolti

„Þetta er ekki boð­legt finnst mér“

Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Körfubolti