Sport

Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla

Sporting frá Portúgal lagði Wisla Plock frá Póllandi í 1. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Orri Freyr Þorkelsson spilar með Sporting á meðan markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson gekk í raðir Wisla í sumar.

Handbolti

Njarð­vík fær tvo

Njarðvík hefur samið við Alexander Smára Hauksson og Isaiah Coddon fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta.

Körfubolti

Í árs bann vegna kaupa á kókaíni á ÓL

Ástralski bandýlandsliðsmaðurinn Tom Craig hefur verið úrskurðaður í tólf mánaða bann eftir að hann var handtekinn á Ólympíuleikunum í París í sumar, fyrir að kaupa kókaín.

Sport

Valin best þriðju vikuna í röð

Nýliðinn Caitlin Clark heldur áfram að blómstra í WNBA deildinni í körfubolta og hún er ekki aðeins besti nýliðinn í deildinni heldur hefur hún nú verið valin besti leikmaður Austurdeildarinnar þrjár vikur í röð.

Körfubolti

Chelsea vill yfir­gefa Stamford Bridge

Chelsea vill fá stærri leikvang og það lítur út fyrir að möguleikinn á því að stækka Stamford Bridge sé ekki í boði. Guardian segir frá því að forráðamenn félagsins séu búnir að finna stað fyrir mögulegan nýjan leikvang.

Enski boltinn

Guð­mundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins.

Íslenski boltinn

„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“

Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Fótbolti