Neytendur Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. Neytendur 17.1.2024 11:17 Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. Neytendur 17.1.2024 10:44 Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. Neytendur 11.1.2024 08:00 Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. Neytendur 10.1.2024 10:31 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Neytendur 9.1.2024 16:24 „Computer says no“ hjá Play vegna ónýts farangurs „Mér finnast þau bara alveg ömurleg,“ segir Kristján Sævald Pétursson um viðbrögð Play en hann varð fyrir því á dögunum að taskan hans eyðilagðist í flugi með flugfélaginu. Neytendur 3.1.2024 14:00 Fordæmir viðbrögð Play eftir að taska gjöreyðilagðist í flugi „Við komuna á Kastrup fór ég eins og venja er að ná í töskuna mína en í stað þess að fá hana til baka eins og venjulega þá kom taskan til mín gjörsamlega í henglum brotin á alla kanta og hékk bókstaflega saman á lyginni einni saman.“ Neytendur 3.1.2024 10:16 Skordýr í kryddi og glerbrot í súpu Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot. Neytendur 29.12.2023 17:08 Icelandair skýri betur fjárhæð skrópgjalds og fleira til Neytendastofa hefur beint þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Neytendur 28.12.2023 14:31 Opna nýja flöskumóttöku í Reykjavík Endurvinnslan hf hefur opnað nýja flöskumótöku við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík, beint á móti Góða hirðinum. Í stöðinni eru tvær talningarvélar sem telja og flokka heilar umbúðir og geta afkastað um þrettán milljónum eininga á ári. Neytendur 28.12.2023 12:22 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. Neytendur 27.12.2023 15:29 Dýrara í Strætó á nýju ári Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr. Neytendur 21.12.2023 15:16 Letrið of smátt og lýsingarorðin of jákvætt hlaðin Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. Neytendur 21.12.2023 11:04 Skanna strikamerki og sjá verðið í öðrum verslunum Alþýðusamband Íslands hefur frá því síðsumars safnað miklu magni gagna um vöruverð í öllum mögulegum matvöruverslunum. Úr þessu hefur verið þróað app svo neytendur geti borið saman vöruverð með því einu að skanna strikamerki með símanum. Neytendur 21.12.2023 10:15 Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. Neytendur 18.12.2023 20:55 Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. Neytendur 15.12.2023 12:11 Lifandi vísindi skýri betur hvernig skuli segja upp áskriftinni Rekstraraðila tímaritsins Lifandi vísinda hefur verið gert að bæta upplýsingagjöf til neytenda varðandi það hvernig skuli segja upp áskrift að tímaritinu. Verði ekki gerð bragarbót á innan tveggja vikna skal rekstraraðilinn, Elísa Guðrún ehf., sæta dagsektum. Neytendur 14.12.2023 07:13 Engar bætur vegna seinkunar vélar sem varð fyrir eldingu Viðskiptavinir Play fá engar bætur vegna aflýsingar á flugi flugfélagsins frá Keflavíkurflugvelli til Alicante í desember á síðasta ári eftir að eldingu hafði lostið niður í vélina. Neytendur 12.12.2023 08:54 Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. Neytendur 8.12.2023 10:03 Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. Neytendur 5.12.2023 11:18 Verðskrá fyrir magnpóst lögð niður Frá og með 1. janúar 2024 verður sérstök verðskrá fyrir magnpóst lögð niður og flokkarnir almenn bréf og magnpóstur sameinaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Neytendur 1.12.2023 10:00 Platinum-tryggingin dekkaði ekki hurð sem fauk upp undir Hafnarfjalli Kona fær ekki endurgreitt frá bílaleigu þrátt fyrir að hafa verið með „Platinum-tryggingu“ sem hún taldi dekka tjón sem hún lenti í. Fær hún því ekki endurgreiddar 230 þúsund krónurnar sem hún óskaði eftir. Neytendur 27.11.2023 15:15 Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. Neytendur 23.11.2023 12:34 Olíufélögin fjarlægjast Costco Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun. Neytendur 13.11.2023 22:33 Hopp hækkar verðið Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu. Neytendur 10.11.2023 14:56 Fólk verði á varðbergi á Singles Day og Svörtum föstudegi Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru. Sérstaklega gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu. Neytendur 9.11.2023 15:19 Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. Neytendur 2.11.2023 13:52 Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. Neytendur 1.11.2023 13:27 Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Neytendur 27.10.2023 12:48 Sante hafi veitt viðskiptavinum rangar upplýsingar Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. Neytendur 25.10.2023 13:41 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 24 ›
Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. Neytendur 17.1.2024 11:17
Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. Neytendur 17.1.2024 10:44
Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. Neytendur 11.1.2024 08:00
Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. Neytendur 10.1.2024 10:31
Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Neytendur 9.1.2024 16:24
„Computer says no“ hjá Play vegna ónýts farangurs „Mér finnast þau bara alveg ömurleg,“ segir Kristján Sævald Pétursson um viðbrögð Play en hann varð fyrir því á dögunum að taskan hans eyðilagðist í flugi með flugfélaginu. Neytendur 3.1.2024 14:00
Fordæmir viðbrögð Play eftir að taska gjöreyðilagðist í flugi „Við komuna á Kastrup fór ég eins og venja er að ná í töskuna mína en í stað þess að fá hana til baka eins og venjulega þá kom taskan til mín gjörsamlega í henglum brotin á alla kanta og hékk bókstaflega saman á lyginni einni saman.“ Neytendur 3.1.2024 10:16
Skordýr í kryddi og glerbrot í súpu Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot. Neytendur 29.12.2023 17:08
Icelandair skýri betur fjárhæð skrópgjalds og fleira til Neytendastofa hefur beint þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Neytendur 28.12.2023 14:31
Opna nýja flöskumóttöku í Reykjavík Endurvinnslan hf hefur opnað nýja flöskumótöku við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík, beint á móti Góða hirðinum. Í stöðinni eru tvær talningarvélar sem telja og flokka heilar umbúðir og geta afkastað um þrettán milljónum eininga á ári. Neytendur 28.12.2023 12:22
Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. Neytendur 27.12.2023 15:29
Dýrara í Strætó á nýju ári Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr. Neytendur 21.12.2023 15:16
Letrið of smátt og lýsingarorðin of jákvætt hlaðin Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. Neytendur 21.12.2023 11:04
Skanna strikamerki og sjá verðið í öðrum verslunum Alþýðusamband Íslands hefur frá því síðsumars safnað miklu magni gagna um vöruverð í öllum mögulegum matvöruverslunum. Úr þessu hefur verið þróað app svo neytendur geti borið saman vöruverð með því einu að skanna strikamerki með símanum. Neytendur 21.12.2023 10:15
Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. Neytendur 18.12.2023 20:55
Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. Neytendur 15.12.2023 12:11
Lifandi vísindi skýri betur hvernig skuli segja upp áskriftinni Rekstraraðila tímaritsins Lifandi vísinda hefur verið gert að bæta upplýsingagjöf til neytenda varðandi það hvernig skuli segja upp áskrift að tímaritinu. Verði ekki gerð bragarbót á innan tveggja vikna skal rekstraraðilinn, Elísa Guðrún ehf., sæta dagsektum. Neytendur 14.12.2023 07:13
Engar bætur vegna seinkunar vélar sem varð fyrir eldingu Viðskiptavinir Play fá engar bætur vegna aflýsingar á flugi flugfélagsins frá Keflavíkurflugvelli til Alicante í desember á síðasta ári eftir að eldingu hafði lostið niður í vélina. Neytendur 12.12.2023 08:54
Mikilvægt að kynna sér „falinn kostnað“ skammtímalána Fólk getur sparað allnokkrar fjárhæðir með því að horfa ekki bara á vexti þegar það tekur skammtímalán, heldur einnig svokallaða „árlega hlutfallstölu kostnaðar“, eða ÁHK. Neytendur 8.12.2023 10:03
Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. Neytendur 5.12.2023 11:18
Verðskrá fyrir magnpóst lögð niður Frá og með 1. janúar 2024 verður sérstök verðskrá fyrir magnpóst lögð niður og flokkarnir almenn bréf og magnpóstur sameinaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Neytendur 1.12.2023 10:00
Platinum-tryggingin dekkaði ekki hurð sem fauk upp undir Hafnarfjalli Kona fær ekki endurgreitt frá bílaleigu þrátt fyrir að hafa verið með „Platinum-tryggingu“ sem hún taldi dekka tjón sem hún lenti í. Fær hún því ekki endurgreiddar 230 þúsund krónurnar sem hún óskaði eftir. Neytendur 27.11.2023 15:15
Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. Neytendur 23.11.2023 12:34
Olíufélögin fjarlægjast Costco Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun. Neytendur 13.11.2023 22:33
Hopp hækkar verðið Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu. Neytendur 10.11.2023 14:56
Fólk verði á varðbergi á Singles Day og Svörtum föstudegi Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru. Sérstaklega gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu. Neytendur 9.11.2023 15:19
Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. Neytendur 2.11.2023 13:52
Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. Neytendur 1.11.2023 13:27
Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Neytendur 27.10.2023 12:48
Sante hafi veitt viðskiptavinum rangar upplýsingar Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. Neytendur 25.10.2023 13:41