Lítil samkeppni milli raftækjarisa Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 09:12 Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, en þau standa vaktina fyrir neytendur. vísir/arnar Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Verðlagseftirliti ASÍ. Samanburðurinn var framkvæmdur 3. júní 2024 og bornar saman vörur sem eru merktar með sama strikamerki í vefverslun Elko annars vegar og vefverslun Heimilistækja, Tölvulistans, Raflands og Byggt og búið hins vegar. Verð samreknu verslananna þriggja voru í öllum tilfellum þau sömu og voru skoðuð sameiginlega. Verð oftar ódýrari hjá Heimilistækja samstæðunni Af 337 vörum sem bornar voru saman voru verð nákvæmlega þau sömu í 208 tilfellum. Þegar eftirstandandi verð voru borin saman var verðlag í Heimilistækja-samstæðunni lægra en í Elko. Í Elko var verð að meðaltali 2,7% hærra en lægsta verð. Verð í Heimilistækja-samstæðunni var að meðaltali 1,7% hærra en lægsta verð. Verðmunurinn var í einhverjum tilfellum verulegur, upp á tugi þúsunda króna, helst þegar um afslætti var að ræða. Til dæmis var LG 55 tommu sjónvarp á 15.000 krónu afslætti í Heimilistækjum og Rafland og á 22.000 krónu afslætti í Elko. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,001%. SanDisk Cruzer Blade 64GB minnislykill var á 40% afslætti í Elko, og því 1.201 krónu ódýrari en í Rafland og Tölvulistanum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna. LG 86 tommu UR78 sjónvarp var á 19% afslætti í Elko og því 60.001 krónu ódýrari en í Heimilistækjum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,0003%. Lítill verðmunur milli fyrirtækja Dæmi voru um vörur sem ekki voru á afslætti en sem þó var mikill verðmunur á. Til dæmis voru tólf sortir af Canon prentbleki 4-35% dýrari í Elko. Fjórar sortir voru jafndýrar og í Heimilistækja-samstæðunni. Frá 15. maí hefur hlutfall þess verðs sem er eins í Elko og Heimilistækja-samstæðunni verið tiltölulega stöðugt, eða á bilinu 60-64%. Meðalverðmunurinn hefur verið um 1.270 krónur á þessum tíma, en um 3.400 krónur ef aðeins er horft til vara sem ekki eru á sama verði í báðum búðunum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um lítinn hlut vöruúrvals verslananna að ræða, þ.e. þær vörur sem eru samanburðarhæfar milli verslana. Vöruúrval hverrar verslunar er í þúsundatali, en samanburðargögnin ná til nokkur hundruð vara. Verðlag Samkeppnismál Neytendur Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kemur fram í orðsendingu frá Verðlagseftirliti ASÍ. Samanburðurinn var framkvæmdur 3. júní 2024 og bornar saman vörur sem eru merktar með sama strikamerki í vefverslun Elko annars vegar og vefverslun Heimilistækja, Tölvulistans, Raflands og Byggt og búið hins vegar. Verð samreknu verslananna þriggja voru í öllum tilfellum þau sömu og voru skoðuð sameiginlega. Verð oftar ódýrari hjá Heimilistækja samstæðunni Af 337 vörum sem bornar voru saman voru verð nákvæmlega þau sömu í 208 tilfellum. Þegar eftirstandandi verð voru borin saman var verðlag í Heimilistækja-samstæðunni lægra en í Elko. Í Elko var verð að meðaltali 2,7% hærra en lægsta verð. Verð í Heimilistækja-samstæðunni var að meðaltali 1,7% hærra en lægsta verð. Verðmunurinn var í einhverjum tilfellum verulegur, upp á tugi þúsunda króna, helst þegar um afslætti var að ræða. Til dæmis var LG 55 tommu sjónvarp á 15.000 krónu afslætti í Heimilistækjum og Rafland og á 22.000 krónu afslætti í Elko. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,001%. SanDisk Cruzer Blade 64GB minnislykill var á 40% afslætti í Elko, og því 1.201 krónu ódýrari en í Rafland og Tölvulistanum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna. LG 86 tommu UR78 sjónvarp var á 19% afslætti í Elko og því 60.001 krónu ódýrari en í Heimilistækjum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,0003%. Lítill verðmunur milli fyrirtækja Dæmi voru um vörur sem ekki voru á afslætti en sem þó var mikill verðmunur á. Til dæmis voru tólf sortir af Canon prentbleki 4-35% dýrari í Elko. Fjórar sortir voru jafndýrar og í Heimilistækja-samstæðunni. Frá 15. maí hefur hlutfall þess verðs sem er eins í Elko og Heimilistækja-samstæðunni verið tiltölulega stöðugt, eða á bilinu 60-64%. Meðalverðmunurinn hefur verið um 1.270 krónur á þessum tíma, en um 3.400 krónur ef aðeins er horft til vara sem ekki eru á sama verði í báðum búðunum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um lítinn hlut vöruúrvals verslananna að ræða, þ.e. þær vörur sem eru samanburðarhæfar milli verslana. Vöruúrval hverrar verslunar er í þúsundatali, en samanburðargögnin ná til nokkur hundruð vara.
Verðlag Samkeppnismál Neytendur Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira