Vísar ásökunum um „vopnaðan frið“ um verðlag á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2024 12:01 Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Vísir/Arnar Verkefnastjóri hjá ASÍ segir samkeppni á raftækjamarkaði hafa verið slegið á frest og að vopnaður friður ríki mili ELKO og Heimilistækja, þar sem verðmunur sé oft lítill sem enginn. Framkvæmdastjóri ELKO vísar því á bug. Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is. Verðlag Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Verðlag Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira